Færsluflokkur: Bloggar

![]() |
Lagt til að leitað verði sátta í máli Svandísar gegn OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir nokkrum árum var aðal málið hjá umhverfissamtökum að framkvæmdir væru settar í umhverfismat. Nú er aðal málið að gera umhverfismöt tortryggileg og bendla þau við spillingu, eins og flestir virðast gera sem blogga við þessa frétt. Eitt helsta tromp þeirra sem óánægðir eru ef umhverfismatið er ekki í samræmi við verndunarsjónarmið þeirra, er að benda á að framkvæmdaaðilinn, í þessu tilfelli Landsvirkjun, geri sjálft umhverfis og áhættumatið.
Í lögum um umhverfismat áætlana er eftirfarandi:
Sá sem ábyrgð ber á áætlanagerð er fellur undir lög þessi ber ábyrgð á umhverfismati áætlunarinnar og kostnaði af gerð þess. Hann skal vinna umhverfisskýrslu þar sem gerð er grein fyrir mati á áhrifum áætlunar á umhverfið og annast kynningu og samráð í þvís kyni.
Einnig segir í lögunum:
Hlutverk Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum þessum er: - a. að veita og gefa út leiðbeiningar um umhverfismat áætlana, umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfisskýrslu og taka ákvörðun um hvort áætlun skuli háð ákvæðum laga þessara um umhverfismat áætlana þegar vafi leikur á því,- b. að fylgjast með framkvæmd umhverfismats áætlana og taka saman skýrslu um framkvæmdina til umhverfisráðherra á fimm ára fresti með það að markmiði að tryggja gæði umhverfismats.
Og í lögum um umhverfismat segir:
[i. ]1) Matsskýrsla: [Skýrsla framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir eftir því sem við á.]1) Framkvæmdaraðili ber ábyrgð á gerð matsskýrslu.
Er ekki rétt að kynna sér lög um umhverfismat áætlana og í hvaða ferli þau eru sett áður en notast er við svona áróðursaðferðir? Sjá HÉR og lög um umhverfismat HÉR
![]() |
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir að auglýsa Urriðafossvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.11.2007 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húsafriðunarnefnd hefur verið áberandi undanfarið. Skemmst er að minnast friðunar húsanna þriggja á Akureyri, Hamborg, París og Hótel Akureyri. Hamborg og París eru stórglæsileg hús og skrautfjaðrir bæjarins og ég er hissa að þau hafi ekki verið friðuð fyrir löngu, en skiptar skoðanir eru um Hótel Akureyri. Persónulega finnst mér arkitektúr þess húss óspennandi, auk þess sem húsið er nánast ónýtt og verið til vandræða og óprýði í einhverja áratugi. Það hefur auðvitað tilfinningaleg gildi fyrir fólk en þó mismikið hygg ég.
Nú á að friða lágreista skúrbyggingu á Ísafirði sem tekið hefur miklum breytingum í tímans rás, Norska bakaríið svokallaða. Húsið hafi mikið varðveislugildi sökum aldurs, en það var byggt árið 1884, menningarstarfsemi og staðsetningar þess á horni Silfurgötu og Brunngötu. Ég set spurningamerki við þessar ástæður.
Ef aldur húsa ræður því hvort þau verði friðuð eða ekki þá er hætt við því að mikið verði að gera hjá húsafriðunarnefnd á næstu áratugum.
Ef menningarstarfsemi í viðkomandi húsi ræður,þá er hætt við að ýmsir forljótir hjallar verði baggi á ýmsum bæjarfélögum í framtíðinni. Ég man td. að helstu rök þeirra sem vildu friða gamla Austurbæjarbíó á Snorrabrautinni voru menningar og tilfinningalegs eðlis, þó einnig væru einhverjir sem vildu varðveita það vegna byggingarstílsins. Austurbæjarbíó er einn ljótasti kassinn í Reykjavík og gerir akkúrat ekkert fyrir götumynd Snorrabrautar. Minningarnar og tilfinningarnar gagnvart þeim menningaratburðum sem áttu sér stað í húsinu hverfa ekki þó skelin utan um þær hverfi.
Og staðsetning húsa hefur ekkert með varðveislugildi þeirra að gera nema annað í umhverfi þess kalli á friðun.
Þegar allar ofantaldar ástæður liggja til grundvallar, ásamt fagurfræðilegu gildi hússins, þá er nokk sjálfgefið að friða. Gömul og glæsileg hús eru augnayndi. Að varðveita ljótar kofabyggingar vegna aldurs þeirra og tilfinninga deyjandi kynslóðar gagnvart þeim, vekur í besta falli undrun ófæddra kynslóða. Fagurfræði og notagildi er lágmarks krafa.
Ég tek það fram að ég veit ekkert um Norska bakaríið, en samkvæmt myndinni af því er það ómerkilegt að sjá. Um praktískt notagildi þess, dettur mér helst í hug að það spari kvikmyndagerðarmönnum leikmyndasmíð í einhverri fjarlægri framtíð, þegar ástir Jóns Baldvins og Bryndísar verða settar á hvíta tjaldið.
![]() |
Húsfriðunarnefnd vill varðveita Norska bakaríið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.11.2007 (breytt kl. 01:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Fyrir nokkrum vikum síðan trúði ég því að Íslendingar væru í fararbroddi á sviði jarðvarmavirkjana í heiminum en eftir því sem ég kynni mér málið betur, því sannfærðari er ég um að svo er ekki. Í Lardarello dalnum á Ítalíu var gangsett jarðvarmavirkjun árið 1904 og þar er nú framleidd meiri raforka en í öllum jarðvarmavirkjunum á Íslandi samtals. Í Bandaríkjunum var fyrsta virkjunin gangsett fyrir 45 árum síðan og þar er nýting jarðvarma rúmlega 8 sinnum meiri en á Íslandi. Í Asíu rúml 7 sinnum meiri, í Eyjaálfu rúml helmingi meiri og í S-Ameríku svipað.
Össur Skarphéðinsson er duglegur að tala upp væntingar um útrásarmöguleika okkar Íslendinga. Þetta á að vera fugl í hendi, "Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað frekar?", gæti hann allt eins verið að segja, eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni, með sína umboðsmannsdrauma. Össur Umboðsmaður er kannski ágætt viðurnefni á hann. Nú ætla ég ekki að tala niður gildi þess að stjórnmálamenn auglýsi þekkingu okkar á erlendum vetfangi, en mér finnst full ástæða til þess að hafa báðar fæturna á jörðinni. Það er einnig ágætt að velta því aðeins fyrir sér hjá hverjum tækniþekking okkar liggur. Er hún fyrst og fremst í almannaeigu, eða er hún í einkaeigu? Í leiðara Sigrúnar S. Hafstein ritstjóra Verktækni, blaði verkfræðinga og tæknifræðinga segir hún eftirfarandi:
Í fréttum af stofnun Reykjavik Energy Invest (REI) og síðar sameiningu þess við Geysir Green Energy (GGE) var áhersla lögð á þá þekkingu sem væri verið að selja í útrásinni á sviði jarðvarmavirkjana. Af fréttum að dæma var þekking Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í því sambandi metin á um tíu milljarða króna. Hins vegar hefur ekki komið fram að OR hefur að mestu leyti keypt að hönnunar- og ráðgjafaþjónustu hjá innlendum verkfræðistofum, fyrst við byggingu Nesjavallavirkjunar og síðar Hellisheiðarvirkjunar. Það er því óhætt að fullyrða að það er að verulegu leyti á verkfræðistofunum sem þekkingin á virkjun jarðvarma er til staðar.
Ennfremur segir hún í leiðaranum:
Nú er sjálfsagt að spyrja hvort hið nýja útrásarfyrirtæki ætli að reiða sig á íslensk ráðgjafarfyrirtæki og standa við stóru orðin um nýtingu íslenskrar sérþekkingar? Sem stendur gæti það orðið erfitt, allir ráðgjafar eru önnum kafnir hér heima og verða næstu árin.
![]() |
Íslendingar beðnir um að kynna möguleika jarðvarma hjá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að bjórinn var leyfður 1989, þá hættu menn náttúrulega að smygla honum. Smyglið hefur aldrei verið í opinberum neyslutölum á áfengi. Auk þess hefur aðgengi að áfengi á landsbyggðinni batnað, sem einnig minnkar ásókn fólks þar eftir smygluðu víni.
Um 1990 voru tveir útsölustaðir á Austurlandi, á Neskaupsstað og Seyðisfirði. Það fyrsta sem sumir gerðu þegar fraktari lagðist að bryggju á Austfjörðum á þeim árum, var að athuga hvort ekki væri hægt að kaupa eins og eina bokku eða kassa af bjór. Núna eru fáir sem spá í þetta.
Eflaust hefur áfengisneysla eitthvað aukist en ég er ekki viss um að fleiri drekki sér til tjóns. Og 65% aukning er að mínu mati fjarri lagi.
![]() |
Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heilladísin sagði við gift par : Þar sem þið hafi verið hamingjusamlega Gift
í 35 ár ætla ég að veita ykkur hvoru eina ósk.
Eiginkonan sagði: Ég vil fara í heimsreisu ásamt mínum ástkæra eiginmanni.
Heilladísin veifaði sprotanum sínum og AKABRADABRA það birtust tveir
farseðlar með það sama.
Nú var komið að manninum og hann hugsaði sig um í smá tíma og sagði svo ,tja
þetta er nú rómantísk stund en svona tækifæri gefst bara einu sinni Á
æfinni,............. því miður mín kæra, mín ósk er að eiga konu sem er 30
árum yngri en ég. Konan varð að vonum skúffuð en ósk er ósk.
Heilladísin veifaði töfrasprotanum ....................... og
AKABRADABRA..........maðurinn varð 90 ára með það sama.
Karlmenn eru kannski svolítil svín, en
heilladísir................................ eru konur .
Bloggar | 13.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör. Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar.Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.
Fyrirgefðu mér ef ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu
(Ú bréfi af tilefni vinaviku í október sl.)
Bloggar | 13.11.2007 (breytt kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verkalýðsfélögin hafa verið dugleg að benda á aðbúnað verkamanna við Kárahnjúka og fjölmiðlaumræðan hefur snúist að mestu um það. Það segir mér að fórkólfar verkalýðsfélaganna sem sumir eru yfirlýstir andstæðingar framkvæmdanna fyrir austan og nefni ég þar helstan Guðmund Gunnarsson form. rafiðnaðarsambandsins, kunna að forgangsraða. Það hentar betur skoðunum þessara forkólfa að kastljósinu sé beint austur en ekki í þeirra eigin heimagarð.
Ég tek það fram að ég er ekki með þessu að réttlæta eitt né neitt sem aflaga hefur farið við Kárahnjúka, en þó veit ég að oft hefur verið farið af stað með ýkjum og bulli, sem ekki stenst svo nánari skoðun. Lítið hefur farið fyrir leiðréttingum á jafn áberandi stöðum og ásakanirnar hafa verið settar fram.
![]() |
Útlendingar búa alls staðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af því ég var að blogga hér á undan um langanir og þrár þá datt mér í hug frétt um það í sjónvarpinu í kvöld, að á Akureyri hefði vertinn á einu veitingahúsanna ákveðið að banna pólverjum aðgang að staðnum vegna ágengni þeirra við kvenfólkið. Það hefur einnig borið á þessu hér á Reyðarfirði en Pólverjarnir sem vinna við byggingu álversins fara gjarnan á eina pöbb bæjarins.
Svo ramt kvað að þessu að kvenfólk var farið að veigra sér við að mæta á staðinn á tímabili. Pöbbinn heitir "Kaffi Ilmur" en gárungarnir kalla staðinn "Kaffi Limur". Ástandið hefur skánað til muna án þess að vertinn hér hafi þurft að grípa til rótækra aðgerða.
Bloggar | 13.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði