Öll orkan fer í Impregilo

Mynd 444704 Verkalýðsfélögin hafa verið dugleg að benda á aðbúnað verkamanna við Kárahnjúka og fjölmiðlaumræðan hefur snúist að mestu um það. Það segir mér að fórkólfar verkalýðsfélaganna sem sumir eru yfirlýstir andstæðingar framkvæmdanna fyrir austan og nefni ég þar helstan Guðmund Gunnarsson form. rafiðnaðarsambandsins, kunna að forgangsraða. Það hentar betur skoðunum þessara forkólfa að kastljósinu sé beint austur en ekki í þeirra eigin heimagarð.

Ég tek það fram að ég er ekki með þessu að réttlæta eitt né neitt sem aflaga hefur farið við Kárahnjúka, en þó veit ég að oft hefur verið farið af stað með ýkjum og bulli, sem ekki stenst svo nánari skoðun. Lítið hefur farið fyrir leiðréttingum á jafn áberandi stöðum og ásakanirnar hafa verið settar fram.


mbl.is Útlendingar búa alls staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband