Færsluflokkur: Bloggar
Sagt er að æ fleiri kjósi að lifa einhleypir. En það er ekki þar með sagt að fólk hafi ekki sínar langanir og þrár. Þessi Japani kann ráð við því.
Bloggar | 12.11.2007 (breytt 13.11.2007 kl. 00:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margar þjóðir undanskilja íbúða og olíverð í útreikningum sínum á neysluvísitölu. Þannig fá þær auðvitað minni verðbólgu og minni stýrivexti. Og svo berum við okkar verðbólgu saman við þessi lönd!
Það má vel vera að stjórnvöld vilji hafa þessa þætti í útreikningum sínum til þess að viðhalda einhverjum ótta hjá almenningi. Að almenningur haldi frekar að sér höndum í neyslufylleríi góðærisins. Mér sýnis það bara ekkert vera að virka. En svo má auðvitað spyrja, hvernig ástandið væri í kaupæðinu, ef þessar svokölluðu "blikur" væru ekki á lofti.
![]() |
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,65% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á blog-síðu Ágústs H. Bjarnasonar rafmagnsverkfræðings, er afar fróðlegur pistill um jarðvarmavirkjanir. Margar myndir fylgja pistlinum og þetta er ein þeirra, alheimskort af þeim stöðum þar sem jarðvarmavirkjanir eru starfræktar. Einnig vil ég benda á Verktækni blað verkfræðinga og tæknifræðinga; Þar er pistillinn: "Hvaða þekkingu á að selja"
Sjálfur bloggaði ég um óábyrgt tal Össurar Skarphéðinssonar (HÉR) fyrir viku síðan um "þúsunda miljarða fjárfestingar" á sviði jarðorku.
Bloggar | 12.11.2007 (breytt kl. 03:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sigur Valsmanna á slóvenska stórliðinu Celje Lasko er stærri en margir gera sér grein fyrir hygg ég. Í liðinu eru margir landsliðsmenn og bara það eitt að horfa á stærðarmun leikmannanna á vellinum var eins og að horfa á 4. flokk spila við meistaraflokk.
Sigur Valsmann var fyllilega sanngjarn og sýndu þeir fádæma karakter þegar Slóvenarnir náðu að jafna nokkrum mínútum fyrir leikslok eftir að Valsmenn höfðu náð fjögurra marka forystu upp úr miðjum síðari hálfleik. Mörg af bestu liðum heims hefðu kiknað við þá pressu, en ekki Valsmenn. Til Hamingju Valsmenn!!
![]() |
Glæsilegur sigur Vals á Celje |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sjálfu sér er skiljanlegt að forseti bæjarstjórnar í Ölfusi hafi orðið fyrir vonbrigðum en það er ekki skrítið að LV vilji halda að sér höndum með raforkusölu til stóriðju á þessum tímapunkti. Ölfyssingar eiga líta á þetta sem nýtt tækifæri og eiga að sjálfsögðu að líta í kringum sig að öðrum möguleikum í stöðunni varðandi orkusölu. Ekki virðist vanta áhuga kaupenda.
En miðað við orð Steingríms J. Sigfússonar þá mun hann berjast gegn hvers kyns orkuöflun á Suðurlandi, en það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar er full ástæða til að andæfa þeirri bábilju hans að nýsköpun í stóru sniði á landsbyggðinni sé rót alls vanda í íslenska hagkerfinu.
Hann og fylgisveinar hans hafa klifað á því undanfarin ár að að háir vextir og þenslan í landinu sé Kárahnjúkum að kenna. Það er rétt að benda á það að Karahnjúkaverkefnið er hlutfallslega minna í sniðum, en Búrfellsvirkjun var á sínum tíma og ekki skapaði hún alvarleg skakkaföll í íslensku hagkerfi. Það má líka benda á það að þegar bankarnir komu inn á húsnæðislánakerfið með 100% lán og vexti sem ekki höfðu áður sést á Íslandi þá var hent inn í hagkerfið um 1.400 miljörðum, eða sjö sinnum meira fjármagni en Kárahnjúkaverkefnið og álver Alcoa kostuðu samnlagt. Töluverður hluti þessara 1.400 miljarða fór í neyslufyllerí almennings, en eins og kunnugt er notuðu margir tækifærið til þess að endurfjármagna gömul húsnæðislán og notuðu mismuninn í neyslu, nýja bíla, nýjar innréttingar og ferðalög.
Þeir sem eru lengst til vinstri í stjórnmálum hafa aldrei haft neitt vit á peningamálastefnum. Efnahagslegt hrun kommúnismans ber þess glöggt vitni.
![]() |
Gífurleg vonbrigði að fá ekki orku í álver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvennskonar minnihlutahópar sameinuðust í mótmælum við Kárahnjúkavirkjun og við stækkunina í Straumsvík. Annar hópurinn saman stendur af fólki sem ekki vill hrófla við neinu í náttúru landsins, sama í hvaða tilgangi það er. Sá hópur er einnig gjarnan á móti nýjum vegalagningum og hverskyns mannvirkjum utan þéttbýlis.
Hinn hópurinn saman stendur af fólki sem vill ekki hafa erlenda stóriðju í landinu. Yfirlýst ástæða er vegna mengunarinnar sem af því hlýst en oft fylgir einnig með í röksemdafærslum þeirra að viðkomandi stóriðjufyrirtæki séu svo og svo slæm, með tengingar í vopnaframleiðslu og illri meðferð á starfsfólki sínu og þá einna helst í þriðja heims löndum. Svo eru auðvitað sumir sem tilheyra báðum þessum hópum.
Allir vita að yfirgnævandi meirihluti síðarnefnda hópsins eru vinstrimenn og klárlega eru þeir í meirihluta í fyrri hópnum líka þó vissulega sé það blandaðri hópur.
Vinstrimenn tala um "græðgisvæðingu", þegar stórfyrirtæki færa út kvíarnar. Skiftir þá engu máli þó útþensla fyrirtækjana skapi meiri þjóðarauð og geri ríkissjóði kleyft að standa sína plikt í þjónustu sinni gagnvart þegnum sínum. Í dag er á vinnumarkaði heil kynslóð fólks sem þekkir ekki atvinnuleysi, kreppu og samdrátt. Sú kynslóð er markhópur þeirra sem reka áróður fyrir vinstrimennsku í dag.
Því ber að taka fagnandi ef Landsvirkjun getur rennt enn styrkari stoðum undir rekstur sinn með sölu raforku á hærra verði en til stóriðju. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG tekur því ekki fagnandi.
Ps. Vil nú bæta því við að síður en svo ALLIR vinstrimenn eru á móti virkjunum, flestir eru nú bara venjulegt fólk eins og við hægrimenn
![]() |
Skilaboð stjórnvalda um að hægja beri á stóriðjuframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.11.2007 (breytt 11.11.2007 kl. 01:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ef kínverski drekinn ræskir sig og vill ekki una vestrænum lýðræðisríkjum að leyfa þessari mótmælahreyfingu að vekja á sér athygli, þá getur verið úr vöndu að ráða. Fjölmennasta þjóð veraldar er á hraðferð inn í neysluvæðinguna og er þegar orðin lang stærsti vaxtabroddurinn í hinu hnattvædda hagkerfi nútímans.
Ef Kínverjar kjósa að hunsa þjóðir á viðskiptasviðinu vegna svona máls, þá er eins víst að þær þjóðir munu verða af gríðarlegum viðskiptatækifærum á næstu árum. Djöfullegt við að eiga, því miður.
![]() |
Hætt var við sýningu heimildarmyndar um Falun Gong |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er Dúmbó, síamskötturinn okkar. Rosalegur músaveiðari. Hann er með sérstakt mjálm ef hann vill út, sérstakt mjálm ef hann vill fisk,...fyrir vatn....fyri klapp. Svo einhvern slatta af mjálmum sem ég á eftir að þýða. Hann opnar hurðir sjálfur. Sniðugt að sjá hann hanga á hurðarhúnum ef það er læst. Verður ferlega fúll
![]() |
Vísindamenn reyna að þýða söng hvalanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.11.2007 (breytt kl. 16:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enn á ný eru enskir fjölmiðlar að velta framtíð Eiðs Smára fyrir sér. Þegar Etoo kemur til baka úr meiðslunum þá minnka möguleikar Eiðs enn frekar á tækifærum í liðinu. Ég trúi ekki að Eiður vilji deyja hægt og rólega í þessu liði.
Götublaðið The Sun fullyrðir í dag að þrjú lið, West Ham, Portsmouth og Manchester City, vilji kaupa Eið af Barcelona í janúar. The Sun tilheyrir reyndar gulu pressunni og sennilega ekkert að marka þetta en ef svo er þá eru þetta ágætis kostir fyrir Eið, knattspyrnulega séð en eflaust ekki launalega séð. Ekki víst að hann fái miljón á dag hjá þessum félögum. Mér hefur alltaf fundist Eiður vera þannig leikmaður að hann þurfi að spila töluvert mikið til þess hæfileikar hans nýtist. Það er alveg ljóst að framtíð hans liggur ekki hjá Barcelona. Skil ekki af hverju þeir keyptu hann á sínum tíma.
![]() |
Eiður orðaður við þrjú ensk félög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þarna sést álver Alcoa frá óvenjulegu sjónarhorni. Myndin er fengin af heimasíðu Árna Páls Ragnarssonar á Reyðarfirði. Margar skemmtilegar myndir eru frá Reyðarfirði á síðunni hans, eins og sjá má HÉR Myndin er tekin úr Hádegisfjalli, sunnanmegin í Reyðarfirði, gengt þorpinu. Nesið handan álversins er Hólmanes, en yfir það liggur vegurinn um Hólmaháls sem er leiðinlegur vegakafli milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. 15 km. eru á milli staðanna og eystri endi kerskálanna er nálægt því að vera miðja vegu milli þeirra. Í fjallinu fjærst, örlítið hægra megin við miðju (í skugganum) er Oddsskarð, skíðaparadís austfirðinga, en um 15-20 mínútna akstur er þangað frá Reyðarfirði.
Bloggar | 9.11.2007 (breytt kl. 11:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 947680
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- En rússnensku skipin
- Nú á dögum er RÚV opið fyrir því að hlusta á raddir almennings tengt breytingum á sinni stofnun sem að gætu leitt til framþróunnar á þeirra miðli:
- Neyð á RÚV: netmiðlun, fjárhagur og byrlunarmálið
- Fæða karlmenn í gegnum endaþarmsopið?
- Sameinuðu þjóðirnar til hvers?
- Bæn dagsins...
- Ótrúverðug tilviljun
- Mótmælir hækkun á fjölskyldurnar
- Borg í vanda I
- Borg í vanda II