Færsluflokkur: Bloggar

Landvinnsla, deyjandi atvinnuvegur

  Fréttir berast með reglulegu millibili af fiskvinnslufyrirtækjum í landi sem eru að leggja upp laupana. Betur virðist ganga í veiðiútgerðinni þrátt fyrir óhagstætt gjaldeyrisgengi. Talað er um að dollarinn sé allt að 30% of lár miðað við eðlilegt gengi. Hætt er við að "eðlilegt" gengi myndi bitna af fullum þunga á heimilunum í landinu. Eins og bensínverð sé ekki nógu hátt fyrir!

En er það þjóðhagslega hagkvæmt að fullvinnsla sjávarafurða í landi leggist af? Ég held að þeir séu afar fáir sem vilja að byggðir leggist af á landsbyggðinni, en hverju er almenningur tilbúin að fórna? Er almenningur einhverju að fórna? Ég held að afkoma ríkissjóðs verði að vera einhverskonar mælikvarði. Þar gæti "less jafnvel verið more". Það virðist augljóst og rökrétt að aðal atvinnugreinin í sjávarþorpi sé fiskvinnsla. Ýmsir hafa verið duglegir að benda á "eitthvað annað" í gegnum tíðina. Það væri flott ef þeir gætu komið með það í hvelli.


mbl.is Aflaverðmæti skipa hefur aukist um 10,6% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OMG!

 Warren Feeney skorar fyrra mark Norður-Íra gegn Dönum. 

Nú fáum við að kenna á því Crying Danir ætla að hefna sín á okkur fyrir tapið fyrir N-Írum. Verður þetta nýtt 14-2? Er ekki Árni Gautur örugglega í markinu? GetLost


mbl.is Krefjast hefnda gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfissamtök, V-grænir, Samfylkingin.

logo

 

Þeir sem aðhyllast skoðanir V-grænna og taka beint í æð frá áróðursdeild þeirra, stradegíuna við að afla flokknum fylgis og hvernig hægt er að skerpa á í umhverfisbaráttunni til þess að nýta sér byrinn á þeim vetfangi, missa sig í hugsjónastarfinu.  ny-vgstjorn

Ég á við, að í þessu áróðursstríði er "less, defenetly not more", og það nýta sér umhverfissamtök, V-grænir og fáeinir einstaklingar í Samfylkingunni.

 

4c35bc646d49d05f


Stóreygður og sagði "Katastrofa"

Ég fór laust eftir hádegið til Neskaupsstaðar til þess að sækja Pólverja á Sjúkrahúsið fyrir Bechtel á Reyðarfirði. Þegar ég kom í "Skarðið", eins og heimamenn kalla veginn yfir Oddsskarð, þá voru fólksbílar fastir neðan við göngin í skafrenningnum sem var nýskollinn á. Mér leist ekki á blikuna á mínum eins drifs bíl og hringdi því til þess að athuga hvort ég gæti fengið jeppa lánaðan. Það var auðsótt mál og ég sneri því við og náði í hann inn á Reyðarfjörð.

Þegar ég kom aftur í skarðið hafði vind hert enn meir og voru hviðurnar komnar í 26 metra. Ferðin gekk þó vel yfir og þegar Pólverjinn var kominn inn í bílinn hjá mér þá spurði ég hann á ensku hvort hann hefði nokkuð verið orðinn leiður á því að bíða. Hann svaraði glaðlegur á svipinn "yes, yes". Þá spurði ég hann hve lengi hann væri búinn að vera á spítalanum og aftur svaraði hann glaðlegur sem fyrr " yes,yes". Meira fór nú ekki fyrir samræðum okkar á leiðinni.   

Í skarðinu var kominn svartabylur þegar við komum upp í bakaleiðinni og þurfti ég að stöðva bílinn nokkrum sinnum, því ég sá bókstaflega ekki neitt. Nefið á Pólverjanum var nánast klesst við framrúðuna þegar hann rýndi út í sortann og sagði stóreygður með djúpri áherslu; "Katastrofa".

 

 


mbl.is Búist við stormi fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yrðum við nokkuð látin vita?

071115-holmes_jewitt-02

Ég hef hvergi séð í fréttum hversu nálægt þessi halastjarna er jörðinni né í hvaða átt hún stefnir Crying  Á myndinni hér að ofan er hjúpurinn um stjörnuna sýndur í samnburði við sólina okkar og neðst til hægri er Satúrnus á sama skala.

Ef eitthvert svona ferlíki stefndi jörðinni í voða, þjónaði það þá nokkrum tilgangi að segja okkur frá því. Hvernig skyldi mannkynið bregðast við slíkum fréttum? Ef vísindamenn gæfu það út að jörðin færist eftir... segjum 20 ár? Ætli auðmenn gæfu alla peningana sína? Happy


mbl.is Halastjarna orðin umfangsmeiri en sólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira vit í þessu....

Afhverju sér maður ekki meira af svona pælingum hjá umhverfisverndarfólki?  Heiðurshjónin Loftur Hreinsson og Ísafold Jökulsdóttir hafa uppgötvað ýmislegt sem er umhugsunarvert fyrir almenning ef fólk vill leggja sitt að mörkum í umhverfisvernd. Upphaf og endir alls í því sambandi er nefnilega hjá þeim sem kaupa það sem framleitt er. Á áfengisbannárunum reyndu menn að útiloka áfengisvandan með sölubanni á guðaveigunum. Hverju skilaði það? Í dag berst umhverfisverndarfólk gegn virkjunum og verksmiðjum, hverju skilar það?

Á meðan markaðurinn krefst þess sem er framleitt, þá er er frekar sennilegt að það verði framleitt, hvort sem það er gert hér eða erlendis.

for0008l

 


mbl.is Sparperur gætu sparað 180 gígavattstundir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert til að rífast um

Pierluigi Collina þurfti aldrei að stóla á hátæknibúnað á stórmótum. Stundum er dramatíkin það eina minnisstæða í sumum leikjum. Rifist er um vafaatrið og kannski er það partur af sjarma íþróttanna. Enn er verið að skoða atvikið í úrslitaleik Englendinga og V-Þjóðverja á HM 1966. Þessi sjarmi hverfur með tilkomu tækninnar, leikurinn verður "sótthreinsaður" af vafaatriðum. Einhver gæti sagt að spillingarmálum fækkaði.

Ég veit ekki, ég hef efasemdir. Það verður nú að vera hægt að skamma dómarann þegar liði manns gengur illa. Það má ekki taka það frá manni.


mbl.is Örflaga í bolta mun aðstoða dómara á HM 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur Íslands í Knattspyrnu

LandLeikirHÚUJTMörk
Albanía3121023:3
Andorra3213008:0
Armenía2111102:0
A- Þýskaland   138521107:29
Austurríki3210124:6
Bahrain2021013:2
Bandaríkin6332227:9
Belgía8350085:29
Bermuda42230112:7
Bolivía1101001:0
Brasilía2020021:9
Bretland3210030:13
Búlgaría5320147:12
Chile2020111:3
Danmörk20119051513:65
Eistland3122017:2
England2110112:7
England B-lið7430164:12
Finnland104622610:17
Frakkland158704118:34
Færeyjar201010191063:11
Grikkland2110020:2
Grænland2112005:1
Holland11561289:35
Indland1011003:0
Írland10640379:21
Ísrael2110112:4
Ítalía4221122:5
Japan2110022:5
Króatía2110021:7
Kuwait7072414:3
Kýpur 2111103:2
Lettland3121104:5
Liechtenstein2112008:0
Litháen4222116:2
Luxemburg6244209:4
Makedónía2110111:2
Malta125791230:9
Mexíkó1010100:0
Nígería1101003:0
N-Írland5233025:5
Noregur251312721624:51
Portúgal2110021:3
Pólland5230143:9
Rúmenía2110020:8
Rússland5231132:6
SA Furstadæmin2112002:0
Saudi-Arabía5051223:5
Skotland5320051:9
Slóvakía2020022:5
Slóvenía2020023:10
Sovétríkin8440354:15
Spánn9541269:14
Suður Afríka2111105:2
Sviss4220041:7
Svíþjóð138522913:26
Tékkland3121024:7
Tékkóslóvakía5320143:11
Trinidad & Tobago1010010:2
Túnis1010011:3
Tyrkland74342113:9
Ungverjaland95430610:17
Úkraína2110111:2
Úrúgvæ1010011:2
V- Þýskaland3300032:11
Wales6331237:12
Þýskaland2110110:3
Samtals3461651819161193389:631
Uppfært eftir leik við Svía 11. október 2006      

 

Þessi tafla er fengin á vef KSI.is. Ekkert sérlega glæsilegt. Fann ekki sambærilega töflu fyrir handboltalandsliðið. Örugglega meira upplífgandi að skoða hana í skammdeginu GetLost


Mistækur markvörður

Árni Gautur Arason er hættur hjá Vålerenga. Árni Gautur er búinn að vera markvörður no 1 hjá landsliðinu frá árinu 2001 eða í 6 ár. Oft hefur hann staðið sig með prýði en hann hefur alla tíð átt skelfilega daga inn á milli. Hans helsti veikleiki eru fyrirgjafir og það er ástæðan fyrir því að hann hefur ekki þótt boðlegur í enska boltanum.

Ég efast um að nokkur íslenskur landsliðsmarkmaður hafi hirt boltan oftar úr netinu en hann. Ég tók saman að gamni þá leiki sem hann hefur fengið á sig 3 mörk eða fleiri í leik frá árinu 2001 og þeir eru hvorki fleiri né færri en 20. Í þeim leikjum hefur hann hirt boltan úr netinu 72 sinnum!, eða að meðaltali 3.6 mörk í leik.

Auðvitað hefur vörnin stundum verið hriplek og í sumum þessara leikja varði hann ágætlega, en alltaf hefur mér fundist samt að slatti af mörkunum hefði hann átt að koma í veg fyrir. 

Það er lenska með val á íslenska landsliðinu að atvinnumenn séu sjálfvaldir í liðið. Það eru ófagleg vinnubrögð. Það á að velja þá sem eru að standa sig best hverju sinni. 


mbl.is Árni Gautur hættur hjá Vålerenga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stal þessu

untitled

Þáttagefur, fyrsti jólasveinninn

(Stal þessu af bloggi Egils Helgasonar)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband