Færsluflokkur: Bloggar
Hið íslenska Hrútavinafélag er dularfullur félagsskapur á Reyðarfirði sem á það til að láta gott af sér leiða. Afar erfitt mun vera að fá inngöngu í félagið, jafnvel erfiðara en í Frímúrararegluna. Félagið hefur tekið upp skemmtilega hefð á Reyðarfirði en það er að gefa bæjarbúum jólatré og kveikt hefur verið á því með viðhöfn fyrsta laugardag í desember. Ýmsar uppákomur hafa fylgt þessari hefð, m.a. hefur kirkjukór Reyðarfjarðar sungið jólalög og einnig fleiri tónlistaratriði. Kirkjukórinn átti ekki heimangengt að þessu sinni vegna æfinga og tónleikahalds á Eskifirði, sem næsta færsla á þessu bloggi mun fjalla um. Að þessu sinni flutti lúðrasveit Tónskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar nokkur jólalög með þátttöku krakka frá Fáskrúðsfirði. Einnig fluttu systkinin Bergey og Benedikt Stefánsbörn lög.
Yfirhrútarnir Ásmundur Ásmundsson og Samúel Sigurðsson kynna lúðrasveitina til leiks á myndinni til vinstri, en á hægri myndinni er Ásgeir Metúsalemsson ásamt barnabörnum sínum, Jökli, Dagbjörtu og Berglindi sem fengu þann heiður að tendra á trénu að þessu sinni.
Bergey og Benedikt. Jólatréð er lindifura úr Hallormsstaðarskógi.
![]() |
Ljósin tendruð á Óslóartrénu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.12.2007 (breytt 26.12.2007 kl. 23:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo litlan heila - og karlar rosa pirrandi".
Grínbók um ástir samlyndra hjóna kemur út síðdegis í dag. Örugglega hressandi viðbót við hinar bækurnar um hvernig maður á að gera þetta og hvernig maður á að gera hitt.
Þegar maður kaupir nýjar græjur af hvaða tegund sem það nú er, þá fær maður "Owners manual", til þess að geta nýtt sér alla möguleikana um notkunn hlutarins, ýmis öryggisatriði um vandaða meðferð og jafnvel viðhald.
Þeir sem eru að sverma fyrir konuefni ættu kannski að byrja á að spyrja um manualinn? Konurnar þurfa ekkert að spá í þetta því með karlana er þetta svo einfalt. Bara on og off.
Smá fræðsla um uppruna orðanna "male" og "female".
![]() |
Í samkeppni við Þorgrím Þráinsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.11.2007 (breytt kl. 10:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Töluvert hefur verið um það að ungverskir sérfræðingar hafi komið að uppbyggingu álversins hér á Reyðarfirði. Einnig hefur Alcoa sent marga Íslendinga til Ungverjalands í starfsþjálfun, þó flestir séu sendir til Kanada og reyndar fleiri landa.
Um daginn náði ég í Ungverja á innanlands og alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum. Ég stóð við dyrnar þar sem farþegarnir komu inn í flugstöðina, með nafn mannsins á A4 blaði og þegar maðurinn kom auga á nafnið sitt, virtist hann afar feginn því hann hafði lent í dálitlum hremmingum við komuna til Íslands. Hann var að koma til landsins í fyrsta sinn og í Keflavík hafði hann beðið í nokkra klukkutíma, einn og umkomulaus. Einhver misskilningur hafði orðið um það hvað hann ætti að gera við komuna, hélt að það yrði tekið á móti sér. Hann vissi ekkert, nema að verksmiðja Alcoa var ekki í Keflavík og ekki í Reykjavík. Að lokum fékk hann leiðbeiningar um að taka rútu til Reykjavíkur og að koma sér á innanlandsflugvöllinn þar og tékka sig inn í bókað flug til Egilsstaða.
Á leið okkar til Reyðarfjarðar var létt yfir manninum, sem var eitthvað á sextugs aldri. Hann spurði heilmikið um land og þjóð og virtist afar áhugasamur. Hann hafði orð á því að honum hefði strax liðið afskaplega vel á Íslandi. Hann sagðist skynja hér frið og öryggi og það væri nýlunda fyrir sig að sjá ekki vopnaða menn um allt á flugvöllum, eins og hann væri vanur í Evrópu.
Einangrun okkar ástkæra lands og fámenni er auðlind í sjálfu sér sem margir Íslendingar vanmeta. Stundum þarf glöggt gestsauga til þess að opna manns eigin fyrir þessu.
Bloggar | 29.11.2007 (breytt kl. 12:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Haarde ætlar að reyna að kynna Svíum hvernig íslenska efnahagsmódelið virkar. Svíar eru þekktir fyrir að vera svolítið sjálfumglaðir með sig og sína og nágrannaþjóðir þeirra í Skandinavíu gera oft grín að því. Finnsk kona sem ég þekki og hefur búið hér í nokkra áratugi sagði mér þennan:
Afhverju vilja Svíar ekki fara til himnaríkis þegar þeir deyja? Vegna þess að það getur ekki verið betra þar en að vera bara áfram í Svíþjóð.
![]() |
Geir fræðir Svía um íslensk efnahagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.11.2007 (breytt kl. 13:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á Reyðarfirði er gamalt og sögufrægt hús, Gistiheimilið Tærgesen, sem áður hét að ég held Gistiheimili K.H.B. (Kaupfélags Héraðsbúa). Húsið er um 120 ára gamalt og býr yfir mikilli sögu og sjarma. Fyrir daga álversframkvæmda hafði gengið afar illa að reka gistihúsið og voru ýmsir sem reyndu fyrir sér með reksturinn og stöldruðu flestir stutt við og voru sumir hverjir skrautlegir karakterar svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Einn þeirra sem reyndi fyrir sér með reksturinn varð uppvís að því að setja upp eftirlitsmyndavélar á salernum gistiheimilisins. Úr því varð lögreglumál og maðurinn hrökklaðist í burtu. Það næsta sem Reyðfirðingar fréttu af kauða var að hann var orðinn sundlaugavörður á Selfossi og þar reyndi hann að tæla unglingsstúlkur til þess að leyfa sér að taka myndir af þeim fáklæddum eða nöktum, með peningagjöfum.
Mannskepnan getur sýnt á sér ýmsar hliðar og sumar eru skuggalegar.
![]() |
Njósnaði um leigjendur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.11.2007 (breytt kl. 23:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á ég að trúa því að Guðfríður Lilja hafi orðað þetta svona, eða er blaðamaðurinn að steypa?
Auðvitað á fyrst og fremst að huga að forvörnum og meðferðarúrræðum. Það gerist lítið með hertu lögreglueftirliti, þó vissulega þurfi lögreglan að hafa eftirlit. En aukið fjármagn til málaflokksins í gegnum lögreglu, er fé illa varið gagnvart þessum vágesti. Þegar einn "dílerinn" eða smyglarinn er tekinn, þá losnar pláss á markaðinum fyrir nýjan. "Botninn er suður í Borgarfirði...." Hertir dómar kalla á meira ofbeldi.
![]() |
Hinar raunverulegu varnir Íslands eru gegn fíkniefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2007 (breytt kl. 15:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland er í efsta sæti á lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um lífskjör. Þingmenn sögðu þó einnig ljóst, að velferðinni hér á landi væri ekki jafnt skipt og mikið væri ógert í að jafna lífskjör innanlands.
Er þá ekkert að marka skýrsluna? Vinstrimenn eru duglegir að benda á ójöfnuð en er ekki lykillinn að góðum árangri okkar einmitt sá, að við erum ekki eins upptekin af þessu "vandamáli" og margar aðrar þjóðir, þ.e. að jafna launakjör í gegnum skattkerfið? Er mikilvægt að lækka niður kjör þeirra betur settu, ef kjör þeirra lakari batna ekki við það? Nei, við græðum ekkert á því, auk þess sem ríkissjóður græðir ekki á því heldur. Við eigum að hafa það að áhugamáli að kjör allra batni og ekki fara á límingunum þó einhver misskipting sé á því.
![]() |
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2007 (breytt kl. 14:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Wiesenthal stofnunin hefur hrint af stað verkefni þar sem reynt verður í síðasta sinn" að hafa uppi á stríðsglæpamönnum sem frömdu glæpi í valdatíð nasista í Þýskalandi á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.
Wiesenthal stofnunin er eins og hvert annað fyrirtæki sem selur þjónustu. Til hennar var stofnað í upphafi af hugsjón og fyrirtækið styrkt af Gyðingum. Hugsjónin var göfug, þ.e. að engin á að geta komist upp með glæpi gagnvart mannkyninu eins og þýskir Nasistar frömdu í seinni heimsstyrjöldinni. En árangurinn er auðvitað enginn, fjöldi voðaverka um heim allan bera vitni um það.
Að eltast við þessa stríðsglæpamenn enn þann dag í dag er skrípaleikur, fóðraður af hatri þeirra sem reka fyrirtækið. Það eru ekki bara nánast allir Nasistarnir sem komnir eru undir græna torfu heldur fórnarlömb þeirra líka. Í dag er réttilega verið að eltast við stríðsglæpamenn úr Balkanstríðinu, en er rétt að draga millistjórnendur til ábyrgðar? Hvar eru mörkin dreginn? Mikið verk er fyrir höndum að finna stríðsglæpamenn í Afríku, Rúanda o.fl. löndum. Gósentíð fyrir þjónustufyrirtæki af sama tagi og Wiesenthal stofnunin er. Þetta er iðnaður.
![]() |
Lokatilraun til að handsama landflótta nasista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég horfði á hádegisviðtalið á St.2 í dag við Guðrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra mannréttindaskrifstofu Íslands. Tilefnið var 16 daga átak vegna ofbeldis gegn konum með aðal áherslu á mansal. Til að sporna gegn því á Íslandi er sjónum beint að súludansstöðum. Einhver veginn hef ég alltaf tengt mansali kornungum stúlkum sem vita ekkert í sinn haus og eru plataðar úr örbirgð heiman frá sér á þeirri forsendu að þær séu að fara að gera eitthvað allt annað og meira spennandi en bíður þeirra, þ.e. nauðungar vændi. Dettur mér þá í hug hin eftirminnilega og hrikalega mynd "Lilja forever", sem lýsti þessum hryllingi á sjokkerandi hátt.
Á Íslandi vilja feministar og greinilega framkvæmdastjóri mannréttindaskrifstofunnar, útvíkkað hugtakið mansal. Erlendar stúlkur sem vilja hafa þetta að atvinnu á Íslandi eru semsagt þrælar í nauðungarvinnu og það ber að uppræta með góðu eða illu. Það er með ólíkindum ef þessi sjónarmið eiga að ráða hér för. Aldrei hvarflar að þessum siðapostulum að þeir þurfi að sanna þessar fullyrðingar sínar. Getgátur og ímyndunarafl er nóg. Þegar Guðrún var spurð af hverju þessar stúlkur kærðu ekki til lögreglu þetta meinta mansal, þá svaraði hún því að það væri tilgangslaust fyrir þær, því það eina sem þær hefðu upp úr því væri að þá yrðu þær sendir til baka heim til sín! Vá, það væri náttúrulega skandall!
Sjálfur er ég enginn sérfræðingur í súludansi en ég hef þó komið nokkrum sinnum inn á slíka staði hérlendis. Það skal þó tekið fram að það eru nokkur ár síðan síðast. Mér er minnisstætt þegar við fórum nokkrir félagarnir saman á Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegar. Við fengum okkur sæti við sviðið til að hafa gott útsýni. Lagleg stúlka, rúmlega tvítug var að dansa og var hún komin úr öllu nema að því er virtist drapplituðum g-streng. Hún nálgaðist staðinn þar sem við sátum, skakandi sér og dillandi ógurlega og eiginlega ekkert sérstaklega kynþokkafullt. Hún endaði svo dansinn á því að falla á kné fyrir framan okkur í ca meters fjarlægð og hallaði sér aftur á bak. Þá sáum við að þetta var ekki drapplitaður g-strengur, heldur var hún allsnakin og engin hár og hin skörpu skil var brúnkulínan. Við sjokkeruðumst ekkert voðalega
en fannst þetta frekar findið.
Næsta stúlka sem sté á stokk var lágvaxin stuttklippt ljóska, afskaplega fríð sýnum og í vextinum eins og fimleikadrottning. Og sú kunni að dansa! Þegar við komum út af staðnum vorum við allir sammála því að stúlkan sú hefði dansað af sannkallaðri list. Hún var ekki að glenna sig á brussulegan hátt eins og hin stúlkan, heldur "dansaði" og sýndi æfingar sem Olga Korbut hefði verið stolt af.
Bloggar | 26.11.2007 (breytt kl. 18:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vigdís Grímsdóttir hefur skrifað sögu Bíbí Ólafsdóttur. Bíbí ku vera stórmerkileg manneskja sem ýmislegt hefur reynt í lífinu. Bíbí bjó á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum síðan. Ég þekkti Bíbí ekki neitt en vissi þó að hún var spákona og miðill. Ég veit að hún "túrar" um landið eins og fleiri miðlar gera. Þeir kemba hvert krummaskuð til að selja sína yfirnáttúrulegu hæfileika og mér skilst að salan gangi grimmt.
Þegar Bíbí bjó á Reyðarfirði þá brann húsið ofan af henni. Hún sá það ekki fyrir. Í Alþingiskosningunum 1999 þá skipaði hún fyrsta sæti á lista Humanista á Austurlandi. Ég álpaðist inn á kosningaskrifstofu hennar og skoðaði einhverja bæklinga. Stuttu síðar hringdi Bíbí í mig og vildi fá mig til þess að keyra bæklinga um Austurland. Ég neitaði henni um það. Til þess að bjóða fram til Alþingis þá þarf að stilla upp 20 manna lista. Heildar atkvæðafjöldi sem flokkur Bíbíar, Húmanistaflokkurinn fékk, var 14. Bíbí sá þetta ekki fyrir. Öll hennar fyrirhöfn fyrir lítið.
Ég afneita því ekki að eitthvað yfirnáttúrulegt geti verið til en ég er afskaplega mikill efasemdarmaður samt. Ég veit fyrir víst að meirihluti þeirra sem er að selja sig á þessu sviði eru loddarar og ég hef skömm á fólki sem gerir sér trúgyrni fólks að féþúfu. Eflaust er eitthvað af þessum loddurum sjúkt fólk sem jafnvel gerir sér ekki grein fyrir því að það hefur ekki yfirnáttúrulega hæfileika.
Ég man eftir einum manni sem þekktur er sem sjónvarps og útvarpsmiðill. Hann þykir afskaplega fær í sínu fagi og nýtur virðingar hjá Sálarrannsóknarfélaginu. Mér líður illa að horfa eða hlusta á svona þætti og er fljótur að skipta um rás þegar þeir eru í gangi. Eitt kvöldið kveikti ég á útvarpinu og þessi maður var með þáttinn sinn í loftinu. Ég ætlaði að fara að skipta um rás en hætti við þegar ég heyrði í rödd viðmælanda hans. Viðmælandinn var Reyðfirðingur sem ég þekki ágætlega og hann hafði hringt í þáttinn. Ég dokaði við og hlustaði. Þátturinn var hin ágætasta skemmtun, því ekki stóð steinn yfir steini í ágiskunum fjöl-miðilsins á högum Reyðfirðingsins. M.a. sagði hann " Það er mikil músík í kringum þig, þú syngur....eða spilar á hljóðfæri" "Neeeei" sagði Reyðfirðingurinn og dró seiminn vandræðalega. Miðillinn hélt áfram: " Einhver nákominn þér var mikið í músik". "Neeeei, svaraði Reyðfirðingurinn. Þegar allt hafði klikkað í dágóða stund og ég farin að þurrka tárin úr augunum af hlátri þá notaði miðillinn að lokum elsta trikkið í bókinni: " Ég finn sterka tengingu við sjóinn".
Það er sennilega leitun að Íslendingi sem ekki á tengingu við sjómennsku einhversstaðar í stórfjölskydu sinni. Jafnvel þó þú talir við Selfyssing eða Héraðsbúa.
Bloggar | 26.11.2007 (breytt kl. 03:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Drónar, fjölkynjað samfélag, Elítan, kynjafræði og fleira
- Miðborg sem er í útjaðri byggðar
- Enn ein samsæriskenningin rætist
- Væri ríkisstjórn
- Tíska : Þekktir fyrirsætar í sýningu BOSS
- Opin spurning
- Varnarmál hafa verið íslenskum ráðamönnum hugleikin í 250 ár
- Drónafréttir og stríðsæsingar
- Það borgar sig að drepa gyðinga!
- Dauður fiskur og vondur sendiboði
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Ósáttir við áformaða efnistöku í Seyðishólum
- Kynslóðir koma saman á Skjálfta eftir 20 ár
- Verulegt tekjutap vegna færri skipakoma
- Ég tel að við séum á villigötum
- Jónína vill taka við keflinu af Ásmundi Einari
- Táningsstúlkur dæmdar í 12 mánaða fangelsi
- Sagan á bak við gult vesti Kristjáns Más
- Halla vill ráða aðstoðarmann án auglýsingar