Hið íslenska Hrútavinafélag

Hið íslenska Hrútavinafélag er dularfullur félagsskapur á Reyðarfirði sem á það til að láta gott af sér leiða. Afar erfitt mun vera að fá inngöngu í félagið, jafnvel erfiðara en í Frímúrararegluna. Félagið hefur tekið upp skemmtilega hefð á Reyðarfirði en það er að gefa bæjarbúum jólatré og kveikt hefur verið á því með viðhöfn fyrsta laugardag í desember. Ýmsar uppákomur hafa fylgt þessari hefð, m.a. hefur kirkjukór Reyðarfjarðar sungið jólalög og einnig fleiri tónlistaratriði. Kirkjukórinn átti ekki heimangengt að þessu sinni vegna æfinga og tónleikahalds á Eskifirði, sem næsta færsla á þessu bloggi mun fjalla um. Að þessu sinni flutti lúðrasveit Tónskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar nokkur jólalög með þátttöku krakka frá Fáskrúðsfirði. Einnig fluttu systkinin Bergey og Benedikt Stefánsbörn lög.

004012

 

 

 

 

 

Yfirhrútarnir Ásmundur Ásmundsson og Samúel Sigurðsson kynna lúðrasveitina til leiks á myndinni til vinstri, en á hægri myndinni er Ásgeir Metúsalemsson ásamt barnabörnum sínum, Jökli, Dagbjörtu og Berglindi sem fengu þann heiður að tendra á trénu að þessu sinni.

016013

 

 

 

 

 

Bergey og Benedikt. Jólatréð er lindifura úr Hallormsstaðarskógi.


mbl.is Ljósin tendruð á Óslóartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Flott

Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband