Færsluflokkur: Bloggar

Játningin

Ítalskur vínbóndi, kominn á eftirlaun ákveður að fara í þorpskirkjuna og ganga til skrifta en það hafði hann ekki gert í áratugi. Þegar presturinn rennir spjaldinu frá í skriftastólnum, þá segir vínbóndinn: " Faðir, í seinni heimsstyrjöldinni bankaði uppá hjá mér gullfalleg stúlka og bað mig að hjálpa sér undan óvininum. Ég faldi hana uppi á háaloftinu hjá mér.

Presturinn svaraði, "Það var mjög fallega gert af þér að bjarga stúlkunni, það er engin ástæða til þess að skrifta vegna þessa".

"En það er verra en þetta", hélt bóndinn áfram. "Fljótlega fór hún að endurgjalda mér greiðann með kynlífi".

"Á stríðstímum gerir fólk stundum hluti sem það annars myndi aldrei gera. Ef þú iðrast sannanlega fyrir gjörðir þínar, þá er þér fyrirgefið", sagði presturinn.

"þakka þér fyrir faðir, það er þungu fargi af mér létt. Má ég spyrja þig einnar spurningar?

"Hvað er hún, sonur minn"

"Hún er orðin nokkuð gömul núna..... ætti ég að segja henni að stríðið sé búið?"


Líffæragjafi?

YVB2

Yvonne Buschbaum, stangarstökkvari er á myndinni hér að ofan. Þórey Edda er akki að ýkja þegar hún segir "stúlkuna" strákslega. Hún er fædd árið 1980 og ætti því að eiga einhver ár eftir á stönginni. En nú vill hún nýja stöng. Hætt er við að eitthvað hrapi hún niður heimslistan í íþróttagrein sinni eftir umskiptin.

En hvernig er það, erum við að tala um líffæragjöf í sambandi við svona breytingar? Ætli Húsavík eigi eitthvað á lager?


mbl.is Þórey Edda ekki undrandi á ákvörðun Buschbaum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafið þetta í huga varðandi almenningssalerni

images

Mér barst í hendur þessi póstur frá rannsóknarlögreglumanni. Í bréfinu segir:

Ástæða þessa erindis míns kemur ekki til af góðu en ég tel rétt að allir fái að vita af þessu og hafi til hliðsjónar.

Ég fór í fíkniefnaleit með hundinn minn í ónefndan verslunarkjarna og eðli málsins samkvæmt beindist sú leit mikið til að almenningssalernum sem þar eru. Það sem vakti athygli mína var það að hundurinn minn sýndi 3 klósettrúlluhöldurum áhuga og var klósettpappír inni í þeim öllum. Ég benti öryggisverðinum sem fylgdi mér á þetta og sagði hann mér að það hafi komið þó nokkrum sinnum að starfsmenn sem vinna við þrif hafi fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur og þá hafi einnig komið fyrir að áðurnefndir fíkniefnaneytendur hafi, eftir að hafa sprautað sig, stungið nálunum upp í gegn um klósettrúllurnar til að hreinsa þær og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. Þetta vakti með mér óhug og spurningar og mér finnst rétt að þið vitið af þessu.

Þetta er hrikalegt, lifrarbólgur og AIDS í salernispappír á almenningsklósettum.


Hvernig er best að velja landsliðsþjálfara

Ég hafði orð á því í síðasta bloggi að það væri skrítið að starf landsliðsþjálfara væri ekki auglýst þegar það væri laust. En er það e.t.v. nokkuð skrítið? Eitthvert tilefni verður stjórn KSÍ að hafa, til þess að skála í kampavíni.

Mundu áhugaverðustu þjálfararnir sækja um, ef starfið væri auglýst? Hvernig væri að koma á svona nokkurskonar "öldungaráði"? Allir tólf þjálfarar liða í efstu deild, mynda kviðdóm og fá ekki að stíga út úr húsi fyrr en sameiginleg niðurstaða er fengin um næsta landsliðsþjálfara. Ég mæli með að fundur þeirra færi fram á Hlíðarenda. Í fallegustu umgjörð sem nokkru íþróttafélagi hefur tekist að skapa í kringum sig. Þetta gæti orðið hádramastískt sjónvarpsefni og þegar "kviðdómurinn" hefur komist að niðurstöðu, þá kviknar á reykmerki við minnismerki Sr. Friðriks.

En ef við spáum aðeins í það, hverjir hafa verið landsliðsþjáfarar undanfarin ár, þá eru það mest gamlir landsliðs og atvinnumenn sem ekki hafa getið sér neitt sérstaklega góðs orðs sem þjálfarar. Atli gerði að vísu KR að Íslandsmeisturum, en sá titill var búinn að vera lengi í stjörnukortunum og það var ekkert sérstakt afrek að setja saman besta lið Íslands úr þeim leikmannahópi sem KR hafði yfir að ráða. Lítið hefur farið fyrir afrekum Ásgeirs Sigurvinssonar og Eyjólfs Sverrissonar á þjálfaravellinum.

Eina skiptið sem verulega ferskir vindar hafa blásið um íslenska landsliðið í fótbolta, var þegar Guðjón Þórðarson var með liðið. Ég hefði alveg viljað sjá hann í djobbinu.

 


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í 3:0-tapleik gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum honum séns

Ólafur Jóhannesson Ég get alveg tekið undir það með landsliðsþjálfaranum að mér fannst ég sjá merki um breytt hugarfar. Það var ákveðinn neisti í liðinu sem því miður var slökktur í lok fyrir hálfleiks af sterku liði Dana.

Óli þarf sinn frið með liðið og það síðasta sem hann þarf í byrjun er nagg og niðurrifsstarfsemi. Hins vegar  er merkilegt að landsliðsþjálfarastarfið skyldi ekki vera auglýst til umsóknar, þegar ljóst var að samningur Eyjólfs yrði ekki framlengdur.


mbl.is Ólafur: „Ánægður með hugarfarið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bridge

bridge

Ég fer í Bridge einu sinni í viku. Bridgefélag Fjarðabyggðar heldur tvímenning o.fl. mót í félagsaðstöðu eldri borgara í Melgerði 13 á Reyðarfirði. Þáttaka hefur verið óvenju góð í haust og14-18 pör hafa skráð sig til leiks undanfarnar vikur. Í fyrra voru gjarnan 8-10 pör og stundum færri. Spilararnir koma víða að frá Austurlandi, frá Djúpavogi í suðri, Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð allri sem telur 5 þéttbýliskjarna. 

Ég skreyti hillu á áberandi stað í stofunni heima hjá mér, með eina verðlaunagrip mínum úr þessu áhugamáli mínu, 1. verðlaun í einmenningi í fyrra. Mér og makker mínum hefur gengið misjafnlega í vetur, oft verið í kringum miðjan hóp, stundum neðar. En við náðum líka öðru sæti fyrir nokkrum vikum siðan, en þá tók félagi minn upp á því að fara í frí til útlanda í þrjár vikur, og við höfum ekki náð upp almennilegum dampi síðan.

Sem minnig mig á þetta: "Hvað er líkt með bridge og kynlífi? Ef þú hefur ekki góðan makker er eins gott að hafa góða hönd!". Joyful


Betra en orginalinn

 

Það eru ekki margir sem koma fram á tónleikum og slá út sinn helsta alheims "hittara", en það gera The Eagles hér ósvikið. Það er helst að gamli flautuhundurinn, Ian Anderson, léki það eftir. Manni fannst nú þetta lag alltaf djö... gott, en í þessari live útgáfu gera þeir þetta að algjöru meistaraverki. Byrjunin er rosa flott, svo er söngurinn náttúrulega akkurat eins og hann á að vera og í endin er frábært kassagítarsóló, hrein unun. Frægustu aríur Puccini´s gera sig ekki betur á tónleikum.


Hlakkar í sumum

Álframleiðslan stöðvaðist tímabundið í gærkvöldi. Meigum við búast við því í framtíðinni að í hvert sinn sem einhver sláttur verður á raforkukerfinu, þá fagni ákveðin hópur fólks? Ef vandræði verða í álgeiranum, þá iðar þetta fólk í sílspikuðu góðærisskinninu með hróðugu ánægjuglotti.

Hvílíkir föðurlandsvinir. Þjóðin þarf ekki óvini, þegar hún hefur þetta fólk að vinum.


mbl.is Rafmagnstruflun stöðvaði álframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn fljúga eins og þeir eru fiðraðir

SafetyHelmet

Öryggishjálmur


Forræðishyggja er ekki alltaf neikvæð

Ásta Ragnheiður 

Viðmælandi í hádegisviðtalinu  á Stöð 2  var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og tilefnið var  author_icon_8498sáttatilboð um bann á auglýsingum um ruslfæði sem beint er að börnum. Hún hefur lagt fram  þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að þeir sem eru á auglýsingamarkaði beini ekki auglýsingum um óholla matvöru að börnum. Benti hún á þá siðferðislegu skyldu seljenda og auglýsenda um að vera ekki að krukka í heilabú óþroskaðra og ólögráða einstaklinga. Virða þurfi mörk í þessu tilliti.

Misskilningur

Ég hygg að ákveðins misskilnings gæti hjá flutningsmanni tillögunnar. Auglýsingunni er alls ekki beint að börnum  heldur að foreldrum barnanna. Þeim er í slálfsvald sett hvað þau láta börnin sín borða. En þegar þau sjá börnin sín ljóma af ánægju og benda á sjónvarpið; "Mig langar í svona!", þá láta foreldrar undan á alröngum forsendum. Það er alkunn staðreynd að margir foreldrar í nútíma samfélagi eru þjakaðir af sektarkennd yfir því að hafa ekki nægan tíma fyrir börnin sín. Réttlætingin er aldrei langt undan; "Þau geisla af gleði, er það ekki?"

Niðurstaða

 Það að foreldrar láti eftir börnum sínum hamborgara eða pizzu einu sinni í viku, getur varla verið skaðlegt. Áhersla og fræðsla um gildi reglulegrar hreyfingar og útiveru ætti frekar að auka. Mín vegna má sleppa auglýsingum um óhollan mat á aðal sjónvarpstíma barnanna. En vandamálið sem blasir við vestrænum þjóðfélögum er offita barna og unglinga. Þetta er heilbrigðisvandamál og á meðan við erum blessuð með því fyrirkomulagi að fjármögnun heilbrigðiskerfisins er á sameiginlegum herðum okkar allra, þá geta jafnvel aurasálir ekki neitað því að auknir fjármunir í forvarnarstarf, er peningum vel varið. Hugtakið neyslustýring á ekki að afgreiða sem forræðishyggju í neikvæðustu mynd. Við þurfum að vega og meta allt af fordómaleysi og yfirvegun.

Smá viðbót. Það á að samþykkja þessa þingsályktunartillögu, við höfum engu að tapa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband