Færsluflokkur: Bloggar
Einhverntíma heyrði ég að Jóhann risi hefði átt Wolkswagen bjöllu og að framsætið hefði veri tekið úr honum svo hann gæti keyrt hann. Sjáfur man ég eftir Reiðhjóli Jóhanns sem lengi var geymt uppá háalofti í Austurbæjarskólanum. Það var sérsmíðað fyrir Jóhann.
![]() |
Stærsti maður heims fær bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sjálfu sér eru aðgerðir af hálfu atvinnubílstjóra eðlilegar og tala í raun máli allra neytenda í landinu. Atvinnubílstjórar gætu auðvitað velt þessum búsyfjum beint yfir á neytendur, en ég held að allir ábyrgir borgarar í þessu landi vilji forðast það í lengstu lög. Ég hef t.d. ekki hækkað leigubílataxta minn í tæpt ár.
Það sem er hins vegar varasamt við svona aðgerðir er það, að þetta er eina samgönguleiðin út úr borginni í austur. Ef alverlegt slys, bruni eða þ.h. hefði orðið á sama tíma, hefði illa getað farið. Mótmæli meiga aldrei stofna lífi og limum samborgaranna í hættu. Það þarf að skipuleggja svona aðgerðir af meiri yfirvegun.
![]() |
Bílstjórar hætta aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.3.2008 (breytt kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tom Cruise hefur hagað sér undarlega oft á tíðum, sérstaklega eftir að hann gerðist félagi í Vísindakirkjunni. Margir muna þegar hann hoppaði vitfirringslega af "gleði" í sófanum hjá Oprah, til að sýna hversu ástfangin hann væri af Katie Holmes.
Tom er svo stuttur í annan endan að hann er látinn standa upp á kassa þegar hann er með öðrum á myndum og í tökum á bíómyndum. Ekki þó á þessari mynd með henni Katie sinni.
Það er stundum sagt á ensku að "Beauty is in the eye of the beholder". Ætli Tom fíli "good Alien looking chick"? Vísindakirkjan gerir ráð fyrir geimverum, skilst mér.
Verst ef Tom er að eyðileggja þá saklausu fegurð sem Katie býr yfir.
Katie var kaþólsk, Tom breytti því. Einhvern vegin finnst mér þessi stúlka of saklaus og góð fyrir Tomma. Og hvern fjandann er maðurinn að gera þegar hann hverfur í nokkra daga frá þessari elsku og barninu þeirra?
![]() |
Alltof erfitt að vera gift Tom Cruise |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.3.2008 (breytt kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eins ólíkindalega og það hljómar nú, þá hef ég séð þó nokkra hafa orð á því hér á Moggablogginu, að það væri nú aldeilis fínt ef þarna gysi nú svo hressilega að Kárahnjúkavirkjun færi fjandans til.
Saving Iceland hópurinn heldur úti heimasíðu og þar má lesa, í tilefni skjálftavirkninnar við Upptyppinga:
Jökulsá á Fjöllum hosts Europe's most powerful waterfall, Dettifoss. The river runs through the protected canyon of Jökulsárgljúfur National Park and past the magical area of Hljóðaklettar, much loved by tourists. All this is now threatened by the man-made eruption."
Og svo ætlast þetta fólk til að það sé tekið alvarlega!
![]() |
Ólíklegt að eldgos verði á næstunni við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 25.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Ein branda á net |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.3.2008 (breytt kl. 17:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona mynd af "First Lady" í USA myndi gera útaf við forsetan. Siðgæði Kanans er stundum skrítið. Hrottalegt ofbeldi er í fínu lagi en örlítið skinn... Ég man reyndar ekki eftir neinni "First Lady" sem hefði komið til álita nakin á uppboði á Christies
. Ekki Hillary a.m.k.
en kannski Jacky Kennedy

![]() |
Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni boðin upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.3.2008 (breytt kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í öllum starfstéttum finnast fúskarar, lygarar og glæpamenn, en það vekur óneitanlega sérstaka athygli þegar flett er ofan af slíku fólki úr blaðamannastéttinni.
Stephen Glass var rísandi stjarna í blaðamannastétt árið 1998. Hann var vinsæll dálkahöfundur hjá hinu virta tímariti The New Repuplic. Hann var einnig leigupenni fyrir ýmis önnur heimsþekkt tímarit, aðeins 25 ára gamall. Þegar í ljós kom að hann hafði skáldað frá grunni frétt eina um tölvuhakkara, með tilvitnunum í fjölda manna sem ekki voru einu sinni til, um ráðstefnu tölvuhakkaranna og samtök sem ekki voru heldur til, þá fór boltinn að rúlla. Þegar farið var að rannsaka verk hans, kom í ljós að af 41 grein sem hann hafði skrifað fyrir The New Repuplic á þriggja ára tímabili, voru 27 hreinn skáldskapur. Gerð var bíómynd um Glass og svikamillu hans, afar vönduð og vel leikin mynd.
Skyldu vera til einhverjir íslenskir Stephen Glass-ar? Það er hæpið, það hlýtur að vera ómögulegt að búa til persónur og taka viðtök við þær í svona litlu samfélagi.
Að vísu hafa blaðamenn á Íslandi oft orðið uppvísir að óvönduðum vinnubrögðum og stundum skýla þeir sér á bak við eitthvert ákvæði í lögum um að vernda heimildarmenn sína, ef þeir vilja ekki upplýsa um þá.
Friðrik Þór Guðmundsson, þekktur og vinsæll Moggabloggari, titlar sig "rannsóknarfréttamann" í Kastljósi. Í einum pistli hans á blogginu, Gasklefa-aftökueitrið Sýaníð á Reyðarfirði fjallar hann um að honum hafi verið bent á...
"...að úr kerbrotum álversins á Reyðarfirði, sem til urðunar fara, muni renna hið baneitraða Sýaníð út í fjörðinn fallega (þann fegursta á íslandi auðvitað) og ógna þar lífríki. Mér skilst að þetta hafi farið fyrir umhverfismat en ekki verið talið nógu svívirðilegt til að taka á því".... "Í umsögn Hollustuverndar ríkisins við umhverfismat kom fram að frá fyrirhuguðum urðunarstað fyrir kerbrot verði gert ráð fyrir því að óbundið cýaníð renni til sjávar í rúmlega fjörtíu sinnum þeim styrk sem leyfilegur er í söltu vatni samkvæmt erlendum stöðlum sem vísað er til í matsskýrslu. Hollustuvernd ríkisins telur þó að þynning í sjó verði nægjanleg til þess að ná tilsettum mörkum innan þess þynningarsvæðis sem framkvæmdaraðili hefur lagt til".
Í athugasemdarkerfinu er þessi fullyrðing auðvitað hrakin sem tóm vitleysa. Það verða engin kerbrot urðuð í Reyðarfirði. Í samræmi við umhverfisstefnu Alcoa Fjarðaáls verða öll kerbrot send til Bretlands þar sem þau verða endurnýtt sem hráefni til sementsframleiðslu.
Ég spurði Friðrik hver hefði "lekið" þessum upplýsingum í hann. Og svarið var: "Gunnar, ég man ekki hver "lak" í mig. Það gæti hafa verið 9 ára Framtíðarlandsguttinn sem er að mótmæla olíuhreinsistöð í eyjunni Vigri".
Nú er ég hvorki að bera saman Stephen Glass og Friðrik Þór Guðmundsson, né að leggja að jöfnu blaðamannsstarf hans og blogg í frístundum, en ég get þó ekki hætt að velta því fyrir mér, hver hafi "lekið" þessum upplýsingum í Friðrik. Það sjá allir að það var ekki 9 ára Framtíðarlandsguttinn og tilgangurinn með þessum rakalausa þvætting hlýtur að hafa verið annarlegur. Ekki var tilgangurinn að koma á framfæri gagnlegum upplýsingum til almennings um álver Alcoa á Reyðarfirði, svo mikið er víst.
Bloggar | 24.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttaflutningur Mbl.is af dulafulla hauskúpumálinu ber merki flausturslegra vinnubragða og er vefmiðlinum til skammar. Það vekur athygli mína í þessari nýju frétt Mbl., ef eitthvað er að marka hana, að lögreglan telur málið upplýst! Samt er ekkert vitað um hauskúpuna. Hvernig má þetta vera?
![]() |
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Foreldrar mínir eignuðust jörðina Þúfukot í Kjós árið 1963 og við fjölskyldan bjuggum þar um tveggja ára skeið. Af Google-kortinu að dæma, þá var beinafundurinn á þeim slóðum, þó kannski heldur vestar, við Eyri e.t.v. eða Kiðafell. Myndina að ofan fann ég á netinu. Engin tré voru þarna þegar við bjuggum þar. Ég er mikill áhugamaður um skógrækt en mér finnst þessi tré í kringum bæinn ekki gera neitt fyrir bæjarstæðið nema síður sé. Gróðursetning trjáa á ekki alltaf rétt á sér, alls staðar.
![]() |
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.3.2008 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Útvistun á innrætingu í skólastofunni
- ÞAÐ ER ALLATAF HÆGT OG SÍGANDI VERIÐ "ÞRENGJA AÐ FRELSINU OG RÉTTINDUM FÓLKS......
- Fyrir hvern er ,,reiðufés-ráðherrann" að vinna?
- Hefndarenglar Gyðinga; hryðjuverk og morð
- Fyrstu kaup
- Órói suður í höfum
- Vantraust á Ingu Sæland
- Leftistar halda áfram að fremja hryðjuverk eins og þeir eru vanir
- Bíllausi dagurinn - Sorgleg blekking
- Allt sem finna má á heimilinu verður sýnt í Kastljósi