Færsluflokkur: Bloggar


![]() |
Bill Clinton gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framtíð fæðunnar (The Future of Food) er "fræðslumynd" sem sýnd var í sjónvarpinu í dag. Margt athyglisvert kom fram í þættinum en mér finndist réttara að kalla þáttinn áróðursmynd fyrir lífrænt ræktaðar matvörur. Eingöngu var dregin upp neikvæð mynd af erfðabreyttum matvörum og stórfyrirtækjum í matvælaiðnaði. Ekki gerð nokkur tilraun til að sýna neitt jákvætt sem vísindin hafa áorkað á þessu sviði.
Auk þess voru voru í myndinni rangfærslur og bull, til þess að krydda upp þá hroðalegu framtíðarsýn sem höfundar myndarinnar sjá, ef fram fer sem horfir. Eitt lítið dæmi. Þegar fjallað var um maísrækt í Mexíkó þá var fullyrt að hinar fjölbreyttu tegundir maíss sem fyrirfinnast í Mexíkó, væru í útrýmingarhættu vegna erfðabreytts maís sem flutt var inn frá BNA, og sé nú að erfðamenga upprunalega maísinn. Maísinn frá BNA bar engar merkingar um eðli sitt, sem er auðvitað glæpur í sjálfu sér, en höfundar myndarinnar voru ekkert að hafa fyrir því að greina frá því að Matvælastofnunn Sameinuðuþjóðanna heldur til haga í séstökum frystigeymslum, fræjum af nánast öllum þekktum fræjum af náttúrulegum viltum plöntum, a.m.k. þeim sem notaðar hafa verið til manneldis. Svo allt tal um plöntur í útrýmingarhættu er rangt.
Annað dæmi. Fjallað var um skordýraeitrið DDT Viðvörun Rachel Carsons í Raddir vorsins þagna 1962 við skordýraeitrinu DDT leiddi til banns við notkun þess, svo að milljónir manna í suðrænum löndum hafa látist úr mýrarköldu (malaríu), en DDT er nær hættulaust. Umhverfissamtökum hefur tekist að halda á lofti miklum áróðri gegn efninu, en vissulega hefur eiturefnum verið misbeitt víða. Ekki var minnst orði á nýjustu rannsóknir um þetta efni.
Í þættinum var hvorki minnst á hin hagrænu sjónarmið af notkunn eiturefna né ræktunar erfðabreyttra matvæla, heldur var þvert á móti gefið í skyn að fylgjendur erfðabreyttra matvæla beittu óheiðarlegum áróðri, s.s. að erfðabreytt matvæli gætu útrýmt hungri í heiminum. En samt liðu um 800 miljónir manna matvælaskort í heiminum, sem sannaði að erfðabreyttu matvælin hefðu ekkert að segja í baráttunni gegn hungri. En auðvitað er það þannig, sem einnig kom fram í þættinum, að hungursneið og örbyrgð snýst ekki um hvernig matvæli eru ræktuð, heldur snýst þetta eingöngu um pólitík og hagsmuni.

Bloggar | 22.3.2008 (breytt kl. 19:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur byrjar vel með austuríska landsliðið. Sigur á heimsmeisturum Þjóðverja er magnað. Spurning hvort HSÍ hafi verið of nýskir þegar þeir voru að reyna að næla í hann. Ef hann gerir eitthvað alvarlega gott með austuríska landsliðið, þá geta HSÍ-menn sjálfsagt nagað sig í handarbökin.
Það er ekki ólíklegt að Dagur eigi eftir að taka við íslenska landsliðinu einhverntíma. Maður af hans kaliberi hlítur að vilja þjálfa topplið en það er samt örugglega spennandi fyrir hann að reyna að gera austuríkismenn gildandi á handboltasviðinu.
![]() |
Dagsmenn lögðu heimsmeistarana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til eru mörg video á youtube um heimska glæpamenn. Þetta er hins vegar verulega neyðarlegt fyrir lögguna
![]() |
Ræningjar óheppnir með veður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.3.2008 (breytt kl. 17:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á myndbútnum sést ljón (gæludýr) ráðast á einn sem óvart setti hnéð á loppu dýrsins. Unglingurinn lifði árásina af.
![]() |
Ljónsungi sem gæludýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leik KFF og Fylkis í Lengjubikarnum í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði hefur verið frestað. Það eru vonbrigði því liðið okkar, KFF (Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar) er skemmtilegt á að horfa. Liðið er eingöngu byggt á íslenskum leikmönnum, utan markvarðarins, hins 32 ára gamla Srdjan Rajkovic, sem verið hefur í herbúðum félagsins frá stofnun þess árið 2001. Afar traustur og góður markvörður og m.a. kosinn leikmaður ársins 2005 og 2007 og valinn í lið ársins í 1. deild 2007. Það er athyglisvert hve góðum árangri liðið hefur náð og vonandi nær það að spila meðal þeirra bestu innan tíðar.
Ég hefði reyndar viljað velja liðinu eitthvert fallegt nafn, annað en Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar. Einhverjar tillögur? Gerpir var einhverntíma til hér eystra, en ekki lengur að ég held. Gerpir er austasti tangi Íslands og er í Fjarðabyggð. Kannski ekki fallegt nafn, en svolítið sérstakt.
KFF, íslandsmeistari 2. deildar 2006
![]() |
Enn tafir á flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.3.2008 (breytt kl. 15:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Líkt og margir ungir menn, hafði strákurinn sem u.þ.b. var að ljúka menntaskóla, ekki hugmynd um hvað hann vildi verða í lífinu og hafði svo sem engar áhyggjur af því. Svo dag einn, þegar strákurinn var í skólanum, ákvað faðir hans, sem er prestur að gera tilraun. Hann fór inn í herbergi sonarins og setti á skrifborðið hans Biblíu, silfurpening, flösku af Whyskíi og eintak af Playboy.
Að því búnu faldi faðirinn sig inni í skáp og hugsaði með sér "Þegar hann kemur heim úr skólanum, þá sé ég hvaða hlut hann tekur upp. Ef það verður Biblían, þá verður hann prestur eins og ég, og hvílík blessun það yrði. Ef hann tekur upp silfurpeninginn, þá verður hann bissnissmaður og það yrði allt í lagi líka. Ef hann tekur upp Whyskíflöskuna þá verður hann einskis nýt fyllibytta, og Drottinn, það yrði mikil skömm. En verst af öllu væri ef hann tæki upp Playboy tímaritið, því þá yrði hann kvennabósi og sennilega fyllibytta líka.
Þegar faðirinn heyrir svo loks í syni sínum koma flautandi upp stigann að herbergi sínu, þá er hann þrunginn eftirvæntingu. Strákurinn hendir skólabókunum á rúmið og sér svo hlutina á borðinu. Forvitinn gengur hann að borðinu og lítur yfir hlutina fjóra. Tekur svo upp Biblíuna og setur hana undir handlegginn, tekur svo silfurpeninginn og stingur honum ofan í vasann, skrúfar tappann af flöskunni og tekur gúlsopa á meðan hann flettir í gegnum blaðið og virðir svo fyrir sér opnu-stúlkuna.
"Ó, Drottinn, sýndu miskunn!", muldrar faðirinn í örvæntingu. "Hann verður pólitíkus!!".
Bloggar | 19.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvað þetta getur gengið langt. Í Bandaríkjunum er olíverð afar mismunandi eins og sést á þessu korti. Þar sem það er dýrast er það meira en helmingi lægra en hér. Kortið sýnir olíverð í apríl 2006. Ef smellt er á myndina fæst upp verðið eins og það er í dag.
![]() |
Eldsneytisverð hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.3.2008 (breytt kl. 15:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bílalánið mitt hefur hækkað um 25% á nokkrum vikum. 500 þús. kall floginn! Mér finnst það blóðugt en hvað segja þá íbúðakaupendur sem tekið hafa lán í myntkörfum? Er allt að hrynja eins og spilaborg?
![]() |
Mesta gengisfall á einum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einhver umhverfisverndarsinni (væntanlega) virðist ekki þola skrif mín um stóriðju og virkjanamál. Viðkomandi einstaklingur skrifar athugasemdir á bloggsíðu Ómars Ragnarssonar og kvittar fyrir með mínu nafni. Svo þegar smellt er á nafnið, þá er maður kominn á klámsíðu. Ég hef þegar hringt í Mbl og kært þetta og beðið þá jafnframt að halda IP tölu viðkomandi til haga. Á mánudagsmorgunn mun ég hringja í lögregluna og kæra þetta athæfi.
Það er spurning hvort maður þurfi að hafa varann á sér á almannafæri. Svona lagað er vægast sagt ógeðfelt og ég er eiginlega orðlaus.
Viðbót. Við aðra færslu Ómars gerir einstaklingur sem kallar sig Bjartur athugasemd, ómálefnalega að vanda. Þegar smellt er á nafn hans kemur mín bloggsíða upp. Þetta er náttúrulega skelfilegt. Er mín síða að spretta undan honum víðar, eða klámsíður undir mínu nafni?
Bloggar | 15.3.2008 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stór-Eistland látið um Úkraínustríðið frá og með nú
- Baráttan gegn tækninni
- Útvistun á innrætingu í skólastofunni
- ÞAÐ ER ALLATAF HÆGT OG SÍGANDI VERIÐ "ÞRENGJA AÐ FRELSINU OG RÉTTINDUM FÓLKS......
- Fyrir hvern er ,,reiðufés-ráðherrann" að vinna?
- Hefndarenglar Gyðinga; hryðjuverk og morð
- Fyrstu kaup
- Órói suður í höfum
- Vantraust á Ingu Sæland
- Leftistar halda áfram að fremja hryðjuverk eins og þeir eru vanir