Færsluflokkur: Bloggar
Íbúafjölda meðal þorps út á landi er "eytt" á hverju ári. Fyrir okkur sem ekki þurfum að standa frammi fyrir svo stórri ákvörðun, að eyða lífi sem er byrjað að þroskast í móðurkviði, er ómögulegt að setjast í dómarasæti. Okkur getur þótt þetta siðferðilega rangt, eða sjálfsagður réttur hverrar konu að ráða yfir líkama sínum og þar með lífi annarra, en í dómarasæti setjumst við ekki. Hvert tilfelli fóstureyðingar er einstakt og þó ég sé í hjarta mínu á móti fóstureyðingum, þá hvarflar ekki að mér að troða þeirri skoðun minni uppá aðra. Ég skil vel að aðstæður fólks geti verið þannig að í huga þess sé þetta eina leiðin. Þeirra er völin og kvölin.
Eitt af því sem menn hafa deilt um, er hvenær hægt sé að kalla líf, líf. Ég blanda mér ekki í þá umræðu. Menn virðast sjá það út frá mismunandi sjónarhóli.
![]() |
849 fóstureyðingar árið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég skráði mig af rælni inni á heimasíðu Glitnis í veikri von að ég fengi aðgang að fundinum. Og viti menn! Ég fékk aðgang! Ég hlakka mikið til.
Kannski hefur ÞESSI blogfærsla hjá mér gert útslagið
![]() |
Uppbókað á Al Gore í Háskólabíói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.3.2008 (breytt kl. 18:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það þarf ekki annað en að lesa fyrirsagnir þeirra sem blogga við þessa frétt, til þess að sjá hve margir eru hatursfullir í garð Hannesar. Svo mikið að mér blöskrar og maður spyr sig, "hvað hefur hann gert þessu fólki"?
Hannes H. Gissurarson hefur talað fyrir ýmsum hagsælum breytingum í þjóðfélaginu, sem komið hafa ÖLLUM til góða. Hugmyndir sínar hefur Hannes viðrað löngu áður en þær hafa síðan orðið að veruleika í sölum Alþingis. Hannes er hugmyndafræðimaður sem í raun hefur verið á undan sinni samtíð á Íslandi í mörgum málum. Ef ætti að draga saman hugmyndafræði Hannessar í tvö orð, þá væri það sennilega "frjáls viðskipt"i. Ekki bara á Íslandi, heldur í heiminum öllum. Það læðist að manni sá grunur, að þeir sem hatast mest út í Hannes, hafi aldrei lesið stafkrók eftir hann, og ef þeir hafa gert það, þá hafi þeir ekki skilið eitt aukatekið orð af því sem hann fjallar um.
Nú um stundir virðast hatursmenn Hannesar finna honum það helst til foráttu að vera ritþjófur. Þetta með hinn meinta ritstuld er eiginlega frekar hlægilegt, ef skoðuð er heimildarskráning hans í Laxness bókunum. Yfirsjón Hannesar er sú, að mati dómsins að hann var ekki nógu nákvæmur í skráningunni. Jafnvel þó fallist sé á það að hann hafi gert mistök, réttlætir það þá hatrið?
Þegar Hannes vann að ritverki sínu um Laxness þá kom hann allstaðar að lokuðum dyrum hjá fjölskyldu Nóbelsskáldsins við heimildaöflun, á sama tíma og annar rithöfundur, sem var fjölskyldunni þóknanlegur fékk gjörólíkar móttökur. Getur það verið að fjölskylda Nóbelsskáldsins dragi rithöfunda í dilka eftir pólitískum skoðunum þeirra? Það kemur kannski ekki á óvart ef hún hefur fengið skoðanir skáldsins í arf, frá manninum sem aldrei gerði upp pólitíska fortíð sína af neinum ærlegheitum eins og flestir rithöfundar og stjórnmálamenn sem hallir höfðu verið undir Sovét-kommúnismann gerðu upp úr miðri síðustu öld.
Söfnunin til handa Hannesi er til komin vegna þess fjárhagstjóns sem einn ríkasti maður landsins er að valda honum. Ástæða haturs Jóns Ólafssonar á Hannesi er ekki bara sú að hann sagði frá í rituðu máli það sem flestir Íslendingar höfðu heyrt á götunni í áranna rás, þ.e. að undirstaða auðæfa Jóns var hugsanlega tengsl hans við fíkniefnaheiminn, heldur ekki síst vegna þess að Hannes fjallaði um tilraunir Jóns til þess að hafa áhrif á lýðræðið á Íslandi í krafti auðæfa sinna. Skilaboð Jóns til þjóðarinnar eru skýr með ofsóknum sínum á hendur Hannesi. "Haldið ykkur á mottunni".
Og svo hatið þið Hannes!
![]() |
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.3.2008 (breytt kl. 15:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)

![]() |
Kraumandi óánægja kaupmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Al Gore hefur verið þekktur fyrir að vísa veginn, en fara hann ekki sjálfur
"Al Gore no longer gives interviews to the Press except where the interviewer has been carefully pre-selected for his sycophancy and for his lack of elementary knowledge of climate science. Likewise, Gore no longer takes questions from the audience at any public meeting unless he is sure that no one in the audience knows anything of climatology. The interview from which the following list of Gores latest scientific errors and exaggerations was compiled appeared in India Today on 17 March 2008".
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Al Gore kemur til með að haga málum á þessum "opna" fundi í Háskólabíói. þann 8. apríl nk. Hannes H. Gissurarson mun vonandi fá að spyrja hann að einherju forvitnilegu.
Endilega kíkið á þetta: Gore´s 10 errors, old and new
![]() |
Boðað til fundar með Al Gore |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.3.2008 (breytt kl. 18:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Spánverjar námu lönd Mið-Ameríku, þá var leitin að málmininum eina, gullinu, aðaldrifkraftur könunarleiðangra þeirra. Víða fengu þeir gull sitt af innfæddum með friðsömum hætti, skiptu gjarnan á ómerkilegum glerperlum, speglum og málmverkfærum fyrir eðalmálminn. En ef hinir innfæddu voru ekki fúsir til viðskipta, þá voru þeir einfaldlega drepnir.
"Skelfilegasti innrásaraðilinn frá Gamla heiminum var óvart sá sem Spánverjar hafa eflaust talið minnst lið í - svartur þræll frá Afríku. Svertingi bar með sér bólusótt, en hún var með öllu óþekkt í Nýja heiminum og þjóðir hans höfðu ekkert líkamlegt ónæmi fyrir henni. Bólusótt er einhver smitnæmasta pest sem um getur. Áður en sex mánuðir voru liðnir frá því hún barst til Mexíkó höfðu þrjár og hálf miljón manns látið lífið, rúmlega helmingur íbúa ríkisins". (Könnunarsaga veraldar, Örn og Örlygur)
![]() |
Sjónvarpsfyrirtæki sakað um að dreifa flensu til innfæddra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.3.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góðar fréttir fyrir MS-sjúklinga, en eitthvað heyrði ég af því í fyrra að heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki viljað gefa íslenskum MS-sjúklingum þetta nýja lyf vegna kostnaðar, sem er náttúrulega hneisa ef satt er. 16 manns eru nú farnir að fá lyfið Tysabri frá því í janúar og sumir finna strax fyrir breytingum til batnaðar.
Orma-eggjakokteill gegn MS?
Ég rakst á þessa frétt á: ABCnews Gerðar hafa verið tilraunir með nýtt lyf, orma-egg en þýskt fyrirtæki hefur hafið framleiðslu á orma-eggjunum. Í fréttinni segir m.a.
"It sounds like a remedy straight out of a witch's brew: a cocktail of worm eggs, destined to hatch inside the bodies of those who swallow them.
But make no mistake, there's science behind this remedy. And doctors who are embarking on a small initial trial of the worm egg cocktail in patients with the degenerative condition multiple sclerosis have high hopes that it will one day offer another fight against the debilitating disease.
There are already some hints that this potential remedy, which involves drinking the eggs of worms known as helminths, actually works. A recent study out of Argentina suggested that people already infected with this kind of worm experienced fewer symptoms of MS than those who were not infected".
Ókostur við mörg þeirra lyfja sem MS-sjúklingar hafa fengið til þessa, eru aukaverkanirnar sem þessi orma-eggjakokteill er alveg laus við. Það verður spennandi að fylgjast með frekari þróun á þessu sviði.
![]() |
Reynsla af Tysabri góð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.3.2008 (breytt kl. 08:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
298 athugasemdir hafa komið við lagið okkar inni á youtube síðunni og langflestar mjög góðar af þeim sem ég las. Þeir sem eru neikvæðair minnast helst á hvað lagið sé gamaldags. Svo mikið "nineties"
Bloggar | 29.3.2008 (breytt kl. 02:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bloggar | 29.3.2008 (breytt kl. 04:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindamenn dunda sér við ýmislegt og þeir dönsku virðast hafa fundið sér verkefni. Ég sé fyrir mér hamingjusamt fólk sem er í sátt við umhverfi sitt. Ég sé fyrir mér indíana í Ameríku sem voru hamingjusamir áður en hvíta manninn bar að garði. Hamingjusamt fólk á kyrrahafseyjum, fyrir daga hvíta mannsins. Hamingjusamt fólk um gjörvallan hnöttinn, sem fær frið fyrir öðru fólki sem segir því hvernig það á að lifa lífinu.
Þjóðflokkar indíána í Norður Ameríku voru margir og fjölbreyttir. Flestir áttu þeir það sameiginlegt að bera djúpa virðingu fyrir náttúrunni. Hugtakið "eignarréttur" yfir viltum dýrum og landssvæði var þeim framandi.
Kort af BNA sem sýnir helstu þjóðflokka indíána
![]() |
Fengu hamingjuna í arf frá víkingunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.3.2008 (breytt kl. 22:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 947670
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ÞAÐ ER ALLATAF HÆGT OG SÍGANDI VERIÐ "ÞRENGJA AÐ FRELSINU OG RÉTTINDUM FÓLKS......
- Fyrir hvern er ,,reiðufés-ráðherrann" að vinna?
- Hefndarenglar Gyðinga; hryðjuverk og morð
- Fyrstu kaup
- Órói suður í höfum
- Vantraust á Ingu Sæland
- Leftistar halda áfram að fremja hryðjuverk eins og þeir eru vanir
- Bíllausi dagurinn - Sorgleg blekking
- Allt sem finna má á heimilinu verður sýnt í Kastljósi
- Verhofstadt og Gosi