Hvenær byrjar lífið?

  Íbúafjölda meðal þorps út á landi er "eytt" á hverju ári. Fyrir okkur sem ekki þurfum að standa frammi fyrir svo stórri ákvörðun, að eyða lífi sem er byrjað að þroskast í móðurkviði, er ómögulegt að setjast í dómarasæti. Okkur getur þótt þetta siðferðilega rangt, eða sjálfsagður réttur hverrar konu að ráða yfir líkama sínum og þar með lífi annarra, en í dómarasæti setjumst við ekki. Hvert tilfelli fóstureyðingar er einstakt og þó ég sé í hjarta mínu á móti fóstureyðingum, þá hvarflar ekki að mér að troða þeirri skoðun minni uppá aðra. Ég skil vel að aðstæður fólks geti verið þannig að í huga þess sé þetta eina leiðin. Þeirra er völin og kvölin.

Eitt af því sem menn hafa deilt um, er hvenær hægt sé að kalla líf, líf. Ég blanda mér ekki í þá umræðu. Menn virðast sjá það út frá mismunandi sjónarhóli.

2005abortion-770060


mbl.is 849 fóstureyðingar árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmmmmmm

Einar Bragi Bragason., 31.3.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Hvernig myndir þú rökstyðja að einsleitur frumuklasi án heila- eða taugafrumna gæti kallast líf?

Kristján Hrannar Pálsson, 31.3.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er auðvitað líf, en afar frumstætt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Athyglisverð skýringarmynd!!!!......þessi fjöldi fóstra hugsa ég að samsvari nú meira en íbúafjölda meðalþorps, gæti trúað að íbúar þess væru 400-500, án þess þó að hafa neitt nema tilfinninguna á bak við það. 

Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 12:56

5 identicon

Það að segja að fóstur sé ekki líf af því að það er ekki kominn með ákveðinn þroska er bara eins og að segja að það sé allt í lagi að berja ungabörn afþví að þau muna ekki eftir því.

Það eru rosalegar tölur að sjötta hvert barn sem getið er á Íslandi fái ekki að fæðast. 

Baldur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:20

6 identicon

Fyrir manneskju sem ekki getur átt barn eða búið til fóstur þá er þetta erfið frétt að lesa. Það er ekki boðið upp á ættleiðingar hér á Íslandi. Til að ættleiða barn þarf að leita útfyrir landssteina. Þetta er átakanlegt, sama hvernig á það er litið bíst ég við.

linda (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:42

7 identicon

Svo má hugsa sér hversu hrikalegt það væri að vera nauðgunarfórnarlamb í landi þar sem fóstureyðingar eru bannaðar og þurfa að ganga með barn nauðgara síns!

Elís Traustason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:03

8 Smámynd: Pétur Kristinsson

Sammála þér Linda, en í frjálsu landi er þetta leyfilegt og ég vil nú meina að læknisfræðin sé hæfust til þess að ákveða það hversu langt meðganga er kominn til þess að segja að þarna sé sjálfstætt líf orðið til frekar en prestar og lögfræðingar. Er ekkert verra að vera búinn að lesa medical embryology bókina áður en fólk telur sig vita hvernig meðganga virkar.

Pétur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 14:09

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Held að skilgreiningin sé svona?

Vísir að fóstri (líf?) byrjar við getnað

Fóstur er vísir að barni og líf er fóstur í fyrstu 3 mánuðina

Fóstur er vísir að barni eftir 12 vikur

Eftir 28 vikur er talað um barn, ekki fóstur 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband