Alli ríki látinn

458890AAðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði, lést á fjórðungssjúkrahúsi Neskaupsstaðar í morgun, áttatíu og sex ára að aldri. Aðalsteinn var um áratuga skeið einn af forystumönnum í íslenskum sjávarútvegi og var forstjóri Eskju, áður Hraðfrystihúss Eskifjarðar, til fjörutíu ára.

Ég kynntist Alla lítilsháttar fyrir nokkrum árum. Ég var ég fastur gestur nokkur vor í garðinum heima hjá honum á Eskifirði, þegar ég starfaði sem garðyrkjumaður. Alli bauð mér alltaf inn til sín í kaffi og spjall. Á þeim tíma var Alli einn ríkasti maður landsins þó hann bæri það ekkert sérstaklega utan á sér. Hann var með afbrigðum ljúfur og alþýðlegur kall.

Ég votta aðstandendum hans samúð mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég skrifaði ritgerð um Alla fyrir nokkrum árum,- stjórnunarhætti hans semsagt.  Átti því láni að fagna að hitta hann og taka viðtal.  Hann var bara æði !!  ef hann hefði verið yngri hefði ég orðið bálskotin í honum, þvílíkur karakter.  Það er sjónarsviptir af svona fólki. 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.5.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir inlitið Helga og takk fyrir síðast .

Já, þetta var sérlega ljúfur kall.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband