En hvað með sameiginlega ábyrgð, lánveitenda og skuldara?

Um leið og nýju bankarnir risu upp af rústum þeirra gömlu, snerust gróðahjól þeirra á fullu að nýju. Lánveitendur úr einkageiranum eru ekki í neinni kreppu, aðeins skuldarar.

Í "gróðærinu" gátu allir fengið lán, nánast engum var neitað. Jafnvel þeir sem stóðust ekki greiðslumat, stóðust það samt, ef bankastarfsmaðurinn sleppti bara nógu mörgum útgjaldaliðum. 90-100% lán fyrir íbúðakaupum var ekkert mál fyrir bankana.

Frelsi lánveitenda fylgir ábyrgð.... eða á það bara við um skuldarana?

"Gjör rétt, þol ei órétt"


mbl.is Jón Steinar: Lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar hlýtur að vera að skamma bankana fyrir alla samningana sem þeir hafa ekki efnt vegna þess að þeir voru ólöglegir frá fyrsta degi.

Eða hvað...? Varla er hann að beina þessu til þolendanna!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2013 kl. 13:18

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er nú ekki eins og Jón Steinar sé einn á þessari skoðun...

http://www.amx.is/fuglahvisl/18351/

Haraldur Rafn Ingvason, 5.3.2013 kl. 17:40

3 identicon

Vísitala íbúðarverðs var 357,4 jan 2008 jan 2013 350,7 lækkun 1.9%.Vísitala neysluverða sem flest íbúðarlán eru miðuð við var 282,3 jan 2008 í janúar 2013 403,3 hækkun 42,9.Er þetta í lagi?

Raunsær (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband