Færsluflokkur: Bloggar

Starfsfræðsla í Alcoa

Að kynnast störfum í ólíkum greinum er upplýsandi og þroskandi fyrir unga sem aldna. Í Grunnskóla Reyðarfjarðar er valgrein í 9. og 10. bekk sem heitir starfsfræðsla. 14 krakkar völdu það fag og um 15 fyrirtæki í bænum samþykktu að taka á móti þeim í vetur, einu í senn. Síðasta mánuðinn höfum við svo fengið þrjá aðila sem komið hafa í skólann og haldið fræðsluerindi fyrir allan hópinn.

na.erna.indridadFyrst kom prestur og kynnti prestsstarfið, svo kom lögreglan og að lokum varaslökkviliðsstjórinn. Síðasta starfskynningin var á miðvikudaginn og þá fórum við í álver Alcoa. Erna Indriðadóttir, fyrrv. fréttamaður á Sjónvarpinu og núverandi upplýsingafulltrúi Alcoa, tók á móti okkur og heimsóknin var bæði fræðandi og skemmtileg.

002

Hér er hópurinn í móttökuherbergi þar sem spilað var myndband um öryggisreglur í álverinu en þær eru mjög strangar.

012

Litlu andarungarnir....  Sér merktar gönguleiðir eru í álverinu og stranglega bannað að fara út fyrir þær. Allir eiga að fara eftir reglunum, án undantekninga. Brot á öryggisreglum er oftast brottrekstrarsök.

019

Allir fengu viðeigandi hlífðarfatnað; hjálma, sloppa, þykka vinnuhanska, öryggisskó með stáltá, hlífðargleraugu og eyrnatappa. Hópnum var skipt í tvennt og hér er annar hópurinn með Eiði Ragnarssyni, starfsmanni í mannauðsteymi Alcoa, en hann var leiðsögumaður okkar hóps. Dóttir Eiðs var í hinum hópnum. Í fjarska má sjá gula slá yfir bræðslukerjunum, en það er krani sem notaður er við að tæma úr kerjunum. Einn svona krani kostar um 500 miljónir króna og fjórir slíkir eru í álverinu.

017

Hér er horft í hina áttina, en hópurinn kom inn í skálann fyrir miðju. Skálinn virkaði næstum mannlaus því þetta er gríðarlegt mannvirki, hvor skáli um sig er um 1.100 metrar á lengd og lofthæðin er um 20 m. Annar krani sést í fjarska.

011

Hér er "lítil" álma úr öðrum kerskálanum en hún er kranaverkstæði. Þessi rándýru tæki eru undir stöðugu eftirliti. Starfsmennirnir sem vinna á krönunum eru þjálfaðir í "kranahermi" og fengum við að setjast í hann og prófa. Kranahermirinn kostar litlar 50 miljónir en betra er að gera mistök í honum en í alvöru krananum. Mistök í honum geta verið mjög dýrkeypt.

007

Mynd af kranaherminum. Í honum er leystar þrautir eins og í raunveruleikanum væri. Hermirinn gefur einkunn á skalanum 1-10 fyrir marga ólíka þætti, s.s. hraða, nákvæmni og mýkt í stjórnun. Þeir sem útskrifast sem kranamenn gera tilteknar æfingar 10 sinnum og mega aldrei fá lægri einkunn en 7. Allir fengu að prófa einu sinni og þrír nemendur náðu yfir 7, allt stelpur.

020

Mikið lofthreinsivirki liggur á milli kerskálanna en ýmsar óheilnæmar lofttegundir eru sogaðar upp úr bræðslukerjunum og þær hreinsaðar, aðallega brennisteinn. Svo er sjóðheitu loftinu dælt upp um þennan reykháf sem er 3 metrum hærri en Hallgrímskirkjuturn, eða 78 m.

039

Þúsund tonn á færibandinu þokast nær. Öryggisgrindverk er þarna utanum færibandið sem flyrur 900 gráðu heitt álið til frekari vinnslu.

036

Rauðgóandi ofn hafður opinn til kælingar

034

Fata full af  brennheitu áli flutt til í vinnsluferlinu

042

Þarna er búið að gera vírrúllur úr álinu sem m.a. eru notaðar í háspennustrengi í Austur-Evrópu. Fyrirhuguð er gríðarleg endurnýjun á raforkukerfi gömlu kommúnistaríkjanna, en kerfi þeirra hafði verið illa haldið við frá því það var byggt snemma á síðustu öld. Ein rúlla er um 3,5 tonn að þyngd.

049

Eiður að fræða krakkana.

045

Nokkrar rannsóknar og gæðaeftirlitsstofur eru í álverinu. Þarna er togþol álsins prófað

046

Álstangir í skúffum merktum framleiðsludeginum

048

Stöðvunarskylda

047

Betra er vit en strit. Mikil áhersla er lögð á vinnuvernd og öryggi

 

025

Hér er súrálstankurinn. Hann tekur 90 þús. tonn sem er um mánaðarskamtur fyrir álverið. Um tvö tonn af súráli þarf til að búa til eitt tonn af áli.

024

Súrálinu er dælt beint úr skipinu upp í þetta færiband sem flytur það í tankinn.

 Mjóeyrarhöfn er orðinn önnur stærsta höfn landsins, en Eimskip er einnig með aðstöðu við höfnina. Aðstæður til hafnargerðar voru eins og best verður á kosið, því mjög aðdjúpt er þarna og ekki er þörf á neinum sjóvarnargörðum því ölduhæð er engin í þröngum firðinum. Alls vinna um 750 manns innan girðingar álversins, 450 í álverinu sjálfu og um 300 manns við höfnina og í þjónustufyrirtækjum sem staðsett eru á lóðinni. Auk þess er fjöldi starfa tengd álverinu víða um land, m.a. í Reykjavík.

Að heimsókninni lokinni var öllum boðið í rjómavöfflur, kaffi og ávaxtasafa. Flestir voru dauðfegnir að losna við öryggisskóna vegna hælsæris og ein stelpan sagðist sko ekki ætla að vinna þarna í framtíðinni, því skórnir væru svo óþægilegir. Allir fóru þó sáttir á braut og ýmislegs vísari um álver Alcoa á Reyðarfirði.

 


mbl.is Fengu að kynnast slökkvistarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjálfar

Ísbirnir eru stórhættuleg dýr og þeir eru mjög fótfráir á sprettinum og manneskja á hlaupum hefur ekki nokkurn möguleika á að sleppa undan honum. Hungraður björn er óútreiknanlegur og maður hefði haldið að jarðfræðingarnir væru upplýst fólk sem létu sér ekki svona fífldirfsku í hug koma.

isbjorn


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsláttur fyrir leigubílstjóra og eldri borgara

Kreppan fer ekki í manngreiningarálit.

funny_286

 


mbl.is Krepputilboð á vændishúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Perkins

 John Perkins þykir ekki merkilegur pappír. Hann þyki jafnvel stórundarlegur, líkt og þeir sem leggja sig við kukl ýmiskonar, orkusteina og hvað þetta heitir nú allt.  John Perkins virðist haldin samsæriskenningaráráttu og hefur lengi reynt að halda á lofti þeirri kenningu að Bandaríkjamenn John%20Perkins%20220%20JPG80sjálfir, hafi sprengt Tvíburaturnana í New York árið 2001.

John Perkins er sölupenni, ekkert annað, og margir virðast hafa fallið fyrir honum marflatir. Náttúruverndarsinnar hafa dregið til landsins útlendinga sem eiga víst að vera svo gáfaðir að landinn á að falla í trans af hrifningu. Man einhver eftir ungu stúlkunni sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunnar grófu upp einhversstaðar? Stúlkan sú var víst algjört séní og sagði alþjóð að stíflan við Kárahnjúka væri viðkvæm fyrir jarðhræringum og gæti brostið við jarðskjálfta. Þá hlakkaði í mörgum náttúruverndarsinnanum, sérstaklega þegar skoðanakannanir sýndu að fylgið við VG reis örlítið í kjölfarið. 

Það er ekki síst í kreppuástandi sem nú ríkir, sem fuglar eins og John Perkins spretta fram á sjónarsviðið. Nú er þeirra gósentíð. Nú eru söluhorfurnar vænlegar.


Kaupa lágt, selja hátt

Margir líta það hornauga, að það séu erlendir auðhringir sem eigi álverin hér á landi og allur "gróðinn" af álstarfseminni renni í vasa útlendinga. Vissulega rennur oftast hagnaður í vasa þeirra útlendinga sem hér fjárfesta í atvinnustarfsemi. Ég ætla rétt að vona að svo verði áfram. Sumir spyrja afhverju Íslendingar eigi ekki bara álverin sjálfir.

Því er til að svara, að ekkert er því til fyrirstöðu að íslendingar eignist hlut í álfyrirtæki sem starfar á Íslandi. Hlutabréf þessara fyrirtækja eru á markaði, frjáls til kaups. Verðfall hefur orðið á hlutabréfum í mjög mörgum fyrirækjum í heimskreppunni og bréf í álfyrirtækjum eru þar engin undantekning. Það gæti því verið lag að kaupa hlutabréf, t.d. í Alcoa, nú þegar þessar slæmu afkomutölur eru ljósar, annan ársfjórðunginn í röð. Hlutabréf í frumframleiðslugreinunum eiga eftir að rísa hressilega aftur.

Það er næsta víst.

Svona virkar hlutabréfamarkaðurinn

p001


mbl.is Tap Alcoa meira en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslimar kúga Vesturlönd

Múslimar vilja ritstýra blöðum á Vesturlöndum og nú vilja þeir hegna forsætisráðherra Dana fyrir að biðja ekki múslima auðmjúklega afsökunar fyrir hönd dönsku þjóðarinnar á teikningunum af Múhameð spámanni. Hann á ekki að fá að vera framkvæmdastjóri Nato fyrir vikið og það eiga að vera skýr skilaboð til vesturlandabúa. Engin skal voga sér að haga sér andstætt vilja múslima.
mbl.is Ekki samstaða um framkvæmdastjóra NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það rann upp fyrir mér....

Á undanförnum árum hefur stjórnarandstaðan með vinstriflokkana í broddi fylkingar, notað fréttir sem þessa og fylgi þeirra í skoðanakönnunum hefur risið í kjölfarið. Nú telja vinstriflokkarnir sig hafa gilda afsökun á komandi misserum þegar svona fréttir birtast.... þeir segja "þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna".

Sorglegt.


mbl.is Metaðsókn hjá Samhjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki upp á vinstrimenn logið

Sumt fólk sem er til vinstri í pólitík, virðist hata allar hugmyndir sem byggja á athafnafrelsi og framtakssemi einstaklingsins. Þetta á sérstaklega við ef einstaklingurinn er efnaður og einnig ef möguleikar eru á að einstaklingurinn efnast enn meira með framtakssemi sinni. Einnig er vinstrimönnum sérlega illa við fólk sem bíður fram þjónustu sína á heilbrigðis og velferðarsviðum þjóðfélagsins. Þá virðist engu máli skipta þó slík þjónusta bjóðist á hagvæmari hátt hjá einkaaðilum í samanburði við að ríkið sjálft reki fyrirtæki sem veitir þjónustuna.

Það þarf ekki annað en að lesa blogg sumra við þessa frétt til þess að sjá hvernig vinstrisinnar hugsa. (Ég var eitt sinn vinstrisinni Blush)

Ég óttast að þjóðfélag okkar staðni og að það verði verra að búa á Íslandi ef vinstri-hugsunarhátturinn fær að ráða ríkjum hér. Ég þykist vita að mannauður þjóðarinnar láti ekki bjóða sér til lengdar hugsunarhátt vinstrisinna og það verði fólksflótti vegna þess. Ég óttast að skaðinn sem vinstrimenn geta valdið þjóð okkar verði langvinnur ef þeir komast til valda, þó ekki verði nema eitt kjörtímabil.

Mér hryllir við tilhugsuninni að fólk eins og Steingrímur J., Ögmundur, Kolbrún, Þuríður, Atli, Jón Bjarna og Álfheiður ráði hér ríkjum, ásamt hrærigrautnum úr Samfylkingunni. Ég óttast að ungt fólk viti ekki fyrir hvað þetta fólk raunverulega stendur fyrir.

Guð blessi Ísland. Errm

 


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppíermalof?

Ég held að það sé mjög gott að fá Evu Joly til þess að hrista upp í málunum hérna, en ég velti því þó fyrir mér hvort einhver ábyrgð fylgi orðum hennar. Kokhraust er hún, án þess að vera í rauninni búin að skoða nokkurn skapaðan hlut. Hverjum kennir hún um ef henni verður lítið ágengt? Ólafi Þór Haukssyni, hinum sér-setta saksóknara, sem hún notar hvert tækifæri til að hæðast að?
mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðandi á hraðferð

cheesy-poster-campaign-websize Það mun hafa verið frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins á kosningaferðalagi, ásamt aðstoðarmanni sínum, sem var í öðrum bílnum.
mbl.is Harður árekstur á Jökulsárbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband