Færsluflokkur: Bloggar
Ferðamannaiðnaðurinn er vaxandi búgrein á Íslandi og er það vel. Ekki veitir af í þessu annars auðlindasnauða landi okkar. Okkur ber að nýta möguleika okkar á sem flestum sviðum. En alltaf finnst mér það hálf hjákátlegt að bera saman möguleika okkar í sambandi við ferðamannaiðnaðinn við það stærsta og vinsælasta í þeim geira, úti í hinum stóra heimi. Þegar Kárahnjúkar voru komnir vel á veg, vildu margir (Ómar Ragnarsson, nokkrir þingmenn V-grænna o.fl.) hætta við allt saman, því möguleikarnir væru svo gríðarlegir í ferðamennskunni á svæðinu. Nefnd var til sögunnar svipuð áform á Nýja Sjálandi á lítt þekktu svæði, sem hætt var við og í framhaldinu græddu allir á tá og fingri á flúðasiglingum o.þ.h. Hálendi Íslands er borið saman við Yellowstone í USA og nú síðast er Reykjanesið borið saman við stærsta eldfjallaþjóðgarð heims á Hawai.
Systir mín er á ferðalagi á Hawai. Hún fór í skoðunarferð í þennan rómaða eldfjallaþjóðgarð og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var 8 klt ferð í 10 manna rútu og m.a. farið upp á topp á Haleakala eldfjallinu sem þýðir The house of the rising sun vegna þess að þarna kemur sólin upp og þeir héldu að þarna ætti hún heima. Keyrt er alveg upp á topp í 10.000 feta hæð (rúml. 3 km.) sem er um kílómeter hærra en Hvanadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands.
Á leiðinni upp var margt að skoða, mjög sérstætt gróðursamfélag er þarna og m.a. plöntur sem hvergi vaxa í heiminum nema á Maui. Bílstjóri rútunnar var miðaldra kona, fjölfróð um svæðið og sagði frá því að mikið af ríku og frægu fólki ætti hús á svæðinu, t.d. ríkasti skemmtikraftur heims, Oprah Winfrey og Tom Selleck leikari.
Þarna er 25-30 stiga hiti allan ársins hring gróðurfarið eftir því. Myndirnar eru allar úr elfjallasafaríinu
Eins og ég sagði í upphafi þá eigum við auðvitað að nýta alla okkar möguleika og við eigum að læra af öðrum þjóðum hvernig við getum skipulagt svona þjóðgarða. En okkar veðurfarslega erfiða land krefst þess að við höfum mörg járn í eldinum og við munum seint lifa af ferðamönnum einum saman og að bera saman Reykjanesið við Hawai er auðvitað út í hött.
Bloggar | 30.4.2007 (breytt kl. 23:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svona viljum við hafa það, sól, logn og 16 stiga hiti. Í kvöldkyrðinni í gærkvöldi heyrðist söngur fuglana sem fagna eins og við mannfólkið. Lóur, hrossagaukar, skógarþrestir, stelkir, tjaldar. Hvílík sínfónía.
Sonur minn hann Jökull er orkumikill strákur, en stundum klárast af tanknum eins og í gærkvöldi. Dúmbó, heimiliskötturinn, passar upp á strákinn. Mannblendnari ketti hef ég ekki kynnst, hef þó kynnst þeim nokkrum. Kötturinn er af síamskyni og nýtir hvert tækifæri til að liggja ofaná manni.
Bloggar | 28.4.2007 (breytt kl. 18:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sýndarmennska R-listans í Reykjavík með kosningum um flugvöllinn hér um árið, var lítið annað en eyðsla á peningum skattgreiðenda. Það var í raun ekki kosið um neitt því valkostirnir voru einungis fara eða vera. Nýbúið var að hafa jarðvegskipti undir öllum flugbrautum, framkvæmdir sem kostuðu nokkra miljarða.
Það er mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að flugvöllurinn verði í höfuðborginni en á meðan ekki liggja fyrir rannsóknir á valmöguleikum um hvar hann skuli vera, þá er tilgangslaust og tímaeyðsla að spekúlera í þessu. Leyfum rannsóknum að fara fram áður en við fjöllum um staðsetningu flugvallarins.
Ómar Ragnarsson varpaði þeirri hugmynd fram í sjónvarpinu um daginn að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni en byggja íbúðabyggð á Lönguskerjum. Ég fæ ekki betur séð en það sé afskaplega grunnt hugsað, af flugmanninum sjálfum. Fyrirferð flugbrautanna sjálfra er ekki svo mikil heldur er "freezone" svæðið í kringum þær sem tekur mesta plássið. Freezone svæði flugbrauta á Lönguskerjum er sjórinn í skerjafirðinum. Ef Ómar ætlar að leggja í kostnað við Löngusker og byggja íbúðir á landsvæði sem nemur stærð flugbrautanna þá fengi hann afskaplega lítið byggingaland fyrir þá fjárfestingu. Þar yrðu dýrar lóðir. Merkilegt að svona hugmynd komi frá einum reyndasta einkaflugmanni þjóðarinnar.
![]() |
Yfir 60% landsmanna telja að flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 27.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó alheimurinn viti að Björk Guðmundsdóttir er furðufugl þá hefur hún betri aðgang að heimspressunni en aðrir Íslendingar. Ég efast um að stór hópur fólks sé eitthvað sérstaklega að efast um sannleiksgildi orða hennar, svo þessar fullyrðingar hennar í viðtalinu sitja í hugum fólks um ókomin ár. Af um 130 álverum í heiminum er álver Alcoa á Reyðarfirði það 29. stærsta. Margar stíflur eru miklu stærri en Kárahnjúkastífla þó stífluveggurinn sé sá hæsti í Evrópu. Ekki veit ég hvað skemmdarstarfssemi af þessu tagi mun kosta þjóðina en svona er ást Bjarkar mikil á landi og þjóð.
"Stærsta stífla heims! Byggja fimm aðrar á næstu fimm árum! Og eftir 5-10 ár verður Ísland orðið eins og Frankfurt!".
![]() |
Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.4.2007 (breytt kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona VG, sagði í sjónvarpi í gær að það hefði verið glapræði að einkavæða ríkisbankana og að hún sæi ekki ávinninginn af þeirri breytingu.
Þar kvað við kunnuglegan tón hjá Vinstri grænum og skemmt er að minnast ummæla Ögmundar Jónassonar um að rétt væri að fórna þotuliðinu í bönkunum fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti.
En burtséð frá því hvort menn hafi þá pólitísku sannfæringu að ríkið eigi að reka banka eða ekki, þá líta talsmenn VG ítrekað framhjá því hve bankarnir skapa mikil verðmæti fyrir þjóðfélagið - verðmæti sem nýtast til uppbyggingar í velferðarkerfinu. Sem dæmi má nefna að skattgreiðslur bankanna til ríkisins hafa t.d. rúmlega 55-faldast frá árinu 1993. Það ár fékk ríkissjóður um 200 milljónir króna í skattgreiðslur frá bönkunum en í fyrra námu þessar greiðslur 11,3 milljörðum króna, sem munar um minna.
Bloggar | 26.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég læt þennan flakka en þetta er ekki í neinum tengslum við bloggið hér fyrir neðan
A farmer got pulled over by a state trooper for speeding, and the trooper started to lecture the farmer about his speed, and in general began to throw his weight around to try to make the farmer uncomfortable.
Finally, the trooper got around to writing out the ticket, and as he was doing that he kept swatting at some flies that were buzzing around his head. The farmer said, "Having some problems with circle flies there, are ya?"
The trooper stopped writing the ticket and said"Well yeah, if that's what they are, I never heard of circle flies."
So the farmer says "Well, circle flies are common on farms. See, they're called circle flies because
they're almost always found circling around the back end of a horse."
The trooper says, "Oh," and goes back to writing the ticket. Then after a minute he stops and says, "Hey...wait a minute, are you trying to call me a horses ass?"
The farmer says, "Oh no, officer. I have too much respect for law enforcement and police officers to even think about calling you a horses ass."
The trooper says, "Well, that's a good thing," and goes back to writing the ticket.
After a long pause, the farmer says, "Hard to fool them flies though."
Bloggar | 26.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hálf vorkenni lögreglunni hér eystra að þurfa að eyða tíma sínum í svona vitleysu, ég held þeir hafi nóg annað að gera. En það sorglega er að það skuli vera til alþingismenn sem mæra framkomu þessa fólks hér á landi.
T.d í fyrra þegar "þetta fólk" braut ítrekað bæði landslög og öryggisreglur á tveimur afar hættulegum vinnustöðum,Kárahnjúkum og við álverið á Reyðarfirði, þá tók Álfheiður Ingadóttir V-gr sig til og varði rétt "þessa fólks" til borgaralegrar óhlíðni. Já, ég skil vel áhyggjur lögreglunar, að þurfa ekki einungis að glíma við mótmælendurnar og fjölmiðla, heldur einnig fulltrúa löggjafarvaldsins á Alþingi.
![]() |
Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggheimar
Bloggheimar hafa heillað mig eins og fleiri. Þetta er frábær vetfangur til að æfa sig í hrað og réttritun Allir geta fundið sér umræðuefni við hæfi, allt fæst birt, engin bið og fólk er jafnvel að eignast nýja vini og kunningja í gegnum bloggið. Er ekki kominn tími til að stofna Bandalag ísl. Bloggara, BÍB? Halda árshátíð í Laugardalshöll nú eða Egilshöll ef hin er of lítil
Í bloggheimum rekst maður oft á skemmtilegar umræður, sumar hverjar talsvert langt fyrir utan "mainstream" umræður. Og svo kíkji ég gjarnan á "bloggað um frétt", geri kannski einhverju athugasemd þar en gleymi svo að bookmarka síðuna. Síðurnar sem ég hef vistað eru orðnar talsvert margar og ógjörningur að heiðra þær allar með nærveru sinni. En svo skoða ég stjórnborðið hjá mér og sé fyrirsagnirnar hjá bloggvinum mínum og smelli á það sem ég er í stuði fyrir.
TrúnóUm dagin rak ég inn nefið á Trúnó . Þar sá ég að Drífa Kristjánsdóttir skrifaði um útvarpsþáttinn "Í vikulokin" á Rás 1 og gerði hún framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar í þættinum að umræðuefni. Hér koma nokkrar tilvitnanir úr pistli Drífu;
"Mjög sérstakt að hlusta á Gísla Martein í umræðu um launamál og jafnrétti. Hann reif orðið af konunum hvað eftir annað, hótaði því að konur muni hafa það verra af, ef launajafnrétti fæst. Vill ekki að launaleynd verði afnumin hótar versnandi hag kvenna ef svo verði".
"Tekur orðið hvað eftir annað og neitar að hlusta á rök kvennanna. Tekur svo þáttinn yfir í lokin og færir málefnið yfir á umhverfismál og því miður láta konurnar til leiðast og fylgja honum í umræðunni. eða þær hlusta bara, kurteisar. Þær fara jafnvel að hrósa honum, þótt hann hafi verið hundleiðinlegur fram að þessu í þættinum"
"Björk og Gyða Margrét voru mjög einbeittar og flottar í sínum málflutningi framan af þættinum, en svo fékk Gísli Marteinn að vaða yfir allt og taka stjórnina. Mig langaði miklu meira að heyra meir í Björk og Gyðu Margréti en þær gáfust hreinlega upp enda ekki furða, yfirgangurinn í Gísla Marteini var slíkur og málflutingur hans fyrst og fremst fullyrðingar gegn fullyrðingum. Hann var eins og krakki í þættinum og sagði oft bara nei, nei, víst, víst, víst...... "
Á dauða mínum átti ég von en að Gísli Marteinn, þessi dagfarsprúði drengur, hagaði sér með þessum hætti átti ég bágt með að trúa svo ég fór á ruv.is og hlustaði á þáttinn Ég hlustaði á þáttinn tvisvar til að athuga þetta framferði Gísla, en það eina sem ég varð áskynja var rökfastur karlmaður á spjalli við tvær ekki eins rökfastar konur. þeir sem hafa áhuga á að hlusta á þáttinn geta smellt hér. Ég botna ekkert í þessu.
Bloggar | 25.4.2007 (breytt kl. 14:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eðli málsins samkvæmt er mér hugleikið allt það ferli sem farið hefur verið í vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta hefur verið löng og stundum erfið barátta. Ég ætla að leifa mér að copy/pasta grein úr Þingmúla frá árinu 1997. Þetta er kannski ólöglegt, jæja, þá kærir mig einhver. En greinin er eftir Finn Ingólfsson þáverandi Iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins. Hún hlýtur að vera fróðleg og upplýsandi í ljósi sögunnar og nýtist vonandi þeim vilja halda baráttunni áfram fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda.
Orka og iðnaður á Austurlandi.
Grein í Þingmúla
Umbrotatímar í orkumálum
Það er kunnara en frá þurfi að segja að miklir umbrotatímar eru í íslenskum orkumálum um þessar mundir. Kemur þar tvennt til. Í fyrsta lagi hefur tveggja áratuga kyrrstaða í stórnýtingu íslenskra orkulinda verið rofin. Í öðru lagi hefur gjörbreytt skipulag orkumála verið til umræðu, meðal annars í ljósi reynslu margra þjóða af því að virkja markaðsöflin á þessu sviði.
Með nýju álveri Norðuráls og stækkun álversins í Straumsvík og járblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bætast 2300 GWst. við raforkunotkun landsmanna, sem er um 40% aukning. Raforkunotkun Íslendinga um aldamótin verður þá komin í rúmar 7000 GWst., þar af um tveir þriðju hlutar til stóriðju.
Þessir stóriðjusamningar eru hagstæðir fyrir þjóðarbúið og orkufyrirtækin. Þeir skapa fjölbreyttara atvinnulíf og flytja inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar einnig og fyrirtækið er því betur í stakk búið að lækka orkuverð til almenningsveitna.
Staða Austurlands
Íslendingar hafa enn ekki nýtt nema lítinn hluta orkulinda landsins og eiga því mikla möguleika á að efla iðnað, stóran sem smáan, sem nýtir hina umhverfisvænu orku landsins. Þörf er á að nýta orkulindirnar eins og samræmst getur stefnu okkar í efnahags- og umhverfismálum. Orkufrekur iðnaður þarf þó ekki ætíð að vera stór í sniðum. Sem velheppnað dæmi um minni iðnað sem nýtir umhverfisvæna orku er þurrkun harðviðar á Húsavík.
Til þessa hafa stóriðjuver einungis verið reistar á Faxaflóasvæðinu, þó svo hugmyndir hafi lengi verið uppi um stóriðju á landsbyggðinni, sér í lagi á Reyðarfirði. Ég er þeirrar skoðunar að stefna eigi að því að næsta raforkufreka stóriðja rísi á Reyðarfirði. Jafnframt á að stefna að því að minni iðjuver, sem hæfa aðstæðum á hverjum stað, rísi við stærri byggðakjarna á Norðurlandi og Suðurlandi. Hins vegar ætti ekki að leggja áherslu á uppbyggingu stærri iðnaðar á Faxaflóasvæðinu, nema í tengslum við stækkun fyrirliggjandi verksmiðja og þau verkefni sem nú eru í lokaathugun, svo sem magnesíumverksmiðjan á Reykjanesi.
Margar ástæður eru fyrir því að næsta raforkufreka stóriðja rísi á Reyðarfirði. Fyrst má nefna nálægð við virkjanasvæði. Næsta raforkufreka stóriðja þarf óhjákvæmilega á raforku frá virkjunum norðan Vatnajökuls að halda. Kostnaður við flutning raforkunnar til Reyðarfjarðar er mun minni en til annarra mögulegra stóriðjusvæða. Að auki eru góðar iðnaðarlóðir á Reyðarfirði, góðar aðstæður til hafnargerðar og hagstæð lega Austfjarða með tilliti til siglinga til Evrópu. Síðast en ekki síst er rétt að nefna þá möguleika sem fyrir hendi hendi eru á Austfjörðum til að skapa öflugan byggðakjarna sem getur tekið við stóru iðjuveri. Nú núverið tóku íbúar Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar þá skynsamlegu ákvörðun að sameinast í eitt sveitarfélag. Það liggur beint við að í framtíðinni myndist enn stærri kjarni; 10-15 þúsund manna kjarni sem næði jafnframt til Egilsstaða, Seyðisfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og tengdist saman með jarðgöngum.
Hugsanlegir stóriðjukostir á Reyðarfirði
Á þessu ári hefur verið rætt um fjögur verkefni á Reyðarfirði. Það verkefni sem lengst er komið, og mesta athygli fengið, er álver Norsk-Hydro. Nú stendur yfir sameiginleg athugun íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar, MIL og Norsk-Hydro á byggingu stórs álvers á Íslandi. Hugmyndin felst í stofnun tveggja sjálfstæðra fyrirtækja með mismunandi eignaraðild, annað um álverið og hitt um orkufyrirtækið. Álverið yrði í meirihlutaeigu Norsk-Hydro og íslenskra fjárfesta. Orkufyrirtækið yrði verkefnafjármagnað með blandaðri eignaraðild raforkufyrirtækja og stofnanafjárfesta. Ríkið mundi ekki gangast í ábyrgð fyrir heildarskuldum orkufyrirtækisins eins og nú er raunin með Landsvirkjun og reksturinn yrði að standa undir endurgreiðslu lána. Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi a.m.k. 200 þúsund tonn, fjárfesting í álveri í virkjunum hefur verið áætluð um 100 milljarðar og starfsmannafjöldi yrði hátt í 600 manns. Hagkvæmniathugun mun ljúka á fyrri hluta næsta árs.
Fleiri fjárfestar hafa sýnt Reyðarfirði áhuga. Þannig hefur rússneskt-bandarískt einkafyrirtæki, MD-Seis, sýnt áhuga á að reisa olíuhreinsunarstöð á Reyðarfirði. Ég hef þó sett fram þá skoðun mína að starfsemi af þessu tagi, sem ekki er raforkufrek, eigi betur heima annars staðar á landinu. Hugmynd MD-Seis er að hreinsa olíu hér á landi í leið frá olíuríkum Barentshafshéruðum Rússlands til markaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Olíuhreinsunarstöð gæti verið fjárfesting fyrir allt að 70 milljarða og skapað 300-400 störf. Hagkvæmniathugun mun ljúka nú um áramótin.
Erlend fyrirtæki hafa einnig sýnt áhuga á að kanna möguleika á slípiefnaframleiðslu hérlendis og hefur Reyðarfjörður verið nefndur í því sambandi. Fjárfesting í slíkri verksmiðju væri væntanlega um 25 milljarðar og starfsmannafjöldi um 70.
Að síðustu má nefna að MIL er að hefja endurskoðun á hagkvæmni þess að reisa kísilmálmbræðslu á Reyðarfirði. Fyrir níu árum voru áform um byggingu slíkrar verksmiðju lögð til hliðar eftir að markaðsverð á kísilmálmi lækkaði. Eftirspurn eftir kísilmálmi hefur nú aukist aftur og því þykir rétt að skoða málið að nýju.
Niðurlag
Ljóst er að meiri áhugi er meðal erlendra fjárfesta á að reisa iðjuver á Reyðarfirði en um mjög langt skeið. Eins og reynslan sýnir er þó varhugavert að spá fyrir um árangurinn. Þar spilar margt inn, ekki síst vilji heimamanna til að taka á móti slíkum iðjuverum.
Bloggar | 21.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 947687
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ER EKKI RÉTT AÐ FARA AÐ SKOÐA ÞETTA EINS OG ÞAÐ ER, BARA SEM "SAKAMÁL"........
- Geðheilsa á vinnustöðum áskorun sem krefst viðbragða
- Aftur til upprunans hugmynd sem mótaði Vesturlönd
- VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var 33,6 MILLJARÐAR í mínus í ágúst 2025 samkvæmt LOKAÚTREIKNINGI:
- Tíska : Nýr hönnuður VERSACE
- Stoltenberg skrifar samtímasögu
- Friðurinn að baki digurbarkanum.
- ,,Launaþrællinn hnígur niður lafmóður með ægilegan sting...."
- Trump niðurlægir Evrópu með Gasa-friði
- Hamas: Hverju er í raun verið að berjast fyrir?