Ingi T. Lárusson

Blogg3 004
Kór Fjarðabyggðar er að æfa lög eftir Inga T. Lárusson, (1892-1946) höfuðtónskáld Austfirðinga. Ingi T. var Seyðfirðingur og eftir hann liggja mörg af fallegustu og þekktustu lögum Íslendinga s.s Ég bið að heilsa, Sumarkveðja, Hríslan og lækurinn, Ó blessuð vertu sumarsól, Litla skáld og mörg fleiri. Textarnir við lög Inga eru líka einstaklega fallegir og vel ortir enda ekki eftir minni menn en Einar Ben, Þorstein Erlingsson, Jónas Hallgrímsson, Valdimar Briem o.fl.
Haldnir verða tónleikar í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði 27. og 28. maí (Hvítasunnan).
Meiningin er að taka þessi lög upp í haust og gefa út á disk, því svo merkilegt sem það nú er þá hafa ekki verið gerðar upptökur með lögum Inga T. í útsetningum fyrir blandaða kóra svo neinu nemur. Það er því vel við hæfi að Austfirðingar ríði á vaðið hvað það snertir.
Flest lögin á söngskrá kórsins eru útsett af Magnúsi Ingimarssyni en Ágúst Ármann Þorláksson, hinn rómaði tónlistargúrú frá Norðfirði útsetur einning nokkur laganna.
Ég hlakka mikið til að taka þátt í þessari uppfærslu um Hvítasunnuna með kórnum en einnig koma fram á tónleikunum fleiri listamenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband