Færsluflokkur: Bloggar

Skattleysismörkin eru mun hærri hér en annarsstaðar

Það er athyglisvert að talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna skuli vilja líta til Norðurlandanna í leit að fyrirmyndum í skattamálum. Samkvæmt gögnum frá OECD þá er skattbyrði lágtekjuhópa mun lægri á Íslandi þegar tekið er tillit til þeirra þátta sem máli skipta, s.s. skattleysismarka og mismunandi skatthlutfalla, barnabóta og annarra millifærslna í skattkerfinu. Skattbyrðin er þannig tvöfalt hærri hjá lágtekjufólki í Danmörku en hér á landi og 50% hærri í Svíþjóð. Persónuafsláttur fer ýmist stighækkandi eða stiglækkandi í hlutfalli við tekjur og þegar tekið er tillit allra þessara þátta þá fæst sú niðurstaða að skattleysismörk eru hærri hér en á Norðurlöndunum.

Hér fyrir neðan er tafla frá árinu 2005 sem sýnir skattleysishlutfall á Norðurlöndum. Skattleysismörki hér eru þau sömu fyrir alla tekjuhópa en hjá hinum löndunum eru gefin upp hámarks og lágmarksmörk. Upphæðirnar sýna skattleysismörk á ári í íslenskum krónum.

 

Ríki og sveitarfélög
LandSkattleysismörk lágmark kr.Skattleysismörk hámark kr.
Danmörk395.650395.650
Finnland116.217302.321
Ísland900.732900.732
Noregur645.813896.310
Svíþjóð98.077243.501

Þess ber að geta að skattleysismörk hér á landi hafa hækkað verulega frá 2005 og eru nú um 1.080.000 kr. á ári eða 90 þúsund kr. á mánuði. Frá síðustu áramótum hafa þau einnig verið vísitölubundin og hækka því í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs.

Ætli helstu stuðningsmenn "skandinavíska módelsins" í íslenskum stjórnmálum geri sér grein fyrir þessu?

 


Ef við hefðum ekki Bush...

Góða helgi! 
 saddam_bush_happiertimes
Í þá gömlu góðu...
bush_pope

Skuldastaða ríkissjóðs

Lítið hefur farið fyrir umræðunni af hálfu stjórnarandstæðinga, um skuldastöðu ríkissjóðs. Ástæðan er auðvitað sú að íslenska ríkið er orðið svo að segja skuldlaust. Það er meira kjöt á beinunum í Jónínumálinu svokallaða og tíma stjórnarandstöðunnar er betur varið í að fjalla um það.

Það er ekki sjálfgefið að staðan skuli vera svo góð sem raun ber vitni. Í tíð síðustu vinstri stjórnar, sem Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna átti sæti í, jukust skuldir ríkisins til að mynda gríðarlega. Sama má segja um skuldir Reykjavíkurborgar í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. Það er engin ástæða til að ætla að þróunin hjá ríkissjóði yrði með öðrum hætti ef þessir tveir stjórnmálaforingjar fengju tækifæri að loknum kosningum til að mynda hið svokallaða kaffibandalag í samvinnu við Frjálslynda flokkinn.


Ingibjörg Sólrún og hagvöxturinn

Samfylkingin hefur talað mikið um biðlista núna þegar skammt er til kosninga og gefur loforð um að hér verði öllum biðlistum eytt. Þetta eru ótrúlegar yfirlýsingar í ljósi þess að biðlistar þrifust sem aldrei fyrr þegar R-listinn var við völd í borginni. Í Kastljósinu í gær var Ingibjörg meðal annars spurð út í þetta, þ.e. hvort ekki hefðu verið biðlistar í hennar tíð sem borgarstjóri. Ingibjörg svaraði því til að þau hefðu leyst þá alla.

Það er fróðlegt í ljósi þessara ummæla að skoða hvernig biðlistar eftir félagslegum leiguíbúðum hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar þróuðust í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Árið 1994 þegar Ingibjörg tók við voru 458 á biðlista. Þessi fjöldi jókst jafnt og þétt og svo var komið að árið 2003 voru 1022 á biðlista. Þetta er meira en tvöföldun þeirra sem biðu eftir félagslegum íbúðum.

 Ingibjörg Sólrún var ennfremur spurð í Kastljósinu hvernig Samfylkingin myndi fjármagna þær tillögur sem settar hafi verið fram af hálfu flokksins, en heildarkostnaður við þær er talinn nema um 30 milljörðum króna. Ingibjörg svaraði því til með auknum aga í fjárlögum mætti hagræða í ríkisrekstri.

Þegar hún var spurð að því hvort aukið aðhald myndi skapa 30 milljarða króna tekjur sagði Ingibjörg svo ekki vera og svo stóð ekki á svarinu:

„Það gerist bara með hagvextinum. Ef þú tekur 3% hagvöxt á ári, er það að skila á ári hverju 9-10 milljörðum á ári í ríkissjóð. Við hljótum öll að gera ráð fyrir því að það verði góður hagvöxtur á næstu árum. Ég er alveg sannfærð um að Ísland er land tækifæranna.“ Þarna tekur Ingibjörg undir með Sjálfstæðisflokknum enda er hagvöxtur vissulega nauðsynlegur til þess að fjármagna velferðarkerfið og breytingar á því. Þetta hefur formaður Sjálfstæðisflokksins margoft bent á að undanförnu og Ingibjörg virðist taka undir þau sjónarmið.


Alcoa tekur ábyrgð fyrir austan

AlcoaSamstarfssamningurinn sem gerður var milli Fjarðabyggðar og Alcoa um fyrsta atvinnuslökkviliðið á Austurlandi er gott dæmi um góðan vilja fyrirtækisins til að láta gott af sér leiða. Einnig hefur fyrirtækið komið að íþrótta og heilbrigðismálum á svæðinu og munar um minna þegar svona stórt og öflugt fyrirtæki leggur lóð á vogarskálarnar til að bæta umhverfi mannlífsins hér eystra. Eflaust verða einhverjir sem ekki kunna að meta þetta framtak og reyna að halda fram að einhverjir annarlegir hagsmunir kunni að liggja hér að baki. Það verður bara að hafa það.

Á myndinni eru Guðmundir Sigfússon hinn nýji Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar og Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli, að kynna samstarfssamninginn.


mbl.is Fyrsta atvinnuslökkviliðið á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ö-in tvö

kastljos
 

Athygli vakti í Kastljósinu í gær fúkyrði Steingríms J. Sigfúsonar í garð spyrjanda úr salnum, Sveins Hjartar Guðfinnssonar þegar hann beindi eftirfarandi spurningu til Steingríms :

Nú sagði Ögmundur Jónasson að Guð ætti að forða bönkunum frá því að þið[VG] komist til valda. Hvað felst í þessum orðum og hvað ætlið þið að gera gagnvart bönkunum?”

Fróðlegt er að sjá HÉR hvað gerðist baksviðs að þættinum loknum.

Það vill nú svo til að annar forystumaður á vinstri væng stjórnmálanna hefur viðhaft nánast sama orðalag um málefni bankanna, en að vísu er hann í öðrum flokki. Sá ágæti maður heitir Össur Skarphéðinsson. Þetta má lesa á bloggsíðu hans 16. feb. s.l.

"Þessu ætla ég semsagt að breyta þegar mínir menn fara í ríkisstjórn – og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt".

 

Það er gott að vita fyrir hvað þessir menn standa. Þeir eiga jú sína óska ríkisstjórn. Þeirra flokkar eru fagnaðarerindið sjálft í öllu sínu veldi.


Clinton afbrigðið í Íran

Að snerta eldri konu á almannafæri í Íran, er náttúrulega skandall. Hvernig datt manninum þetta eiginlega í hug? Jafnvel þó sæist varla í konugarminn fyrir kuflinum.islm_cartoon_6

 


mbl.is Íransforseti sakaður um ósiðsemi á almannafæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt í bíó og Meistaradeildina!

kjördæmasamtök ungra Sjálfsæðismanna í Norð-Austurkjördæmi býður fólki frítt í bíó í dag 1. maí í gamla Félagslundi, Reyðarfirði Blogg 009og einnig er salurinn til afnota fyrir Meistardeildina í kvöld á leik Liverpool og Chelsea. Búist er við mikilli stemningu í kvöld á leiknum og allir velkomnir meðan húsrúm leifir. Myndin hér til hliðar ad Félagslundi er tekin fyrir ca. 1/2 mán. Mun sumarlegra er nú um að litast í blíðunni hér fyrir austan.

Tannlækningar barna

teeth

Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um tannlækningar og tannvernd barna sem þau segja að fari hrakandi og kenna ríkisstjórninni um. Meðal annars er talað um að ríkisstjórnin hafi dregið úr framlögum sínum og jafnvel að tannlækningar hafi verið einkavæddar. Þetta er villandi umræða. Þó tannlækningar séu vissulega ekki reknar af hinu opinbera, endurgreiðir Tryggingarstofnun ríkisins 75% af tannlæknakostnaði barna undir 17 ára aldri og kemur þannig að verulegu leyti til móts við þennan kostnað.

Pólitískar auglýsingar Samfylkingarinnar með börn sem aðalleikara finnst mér frekar ósmekklegar. Hlífum börnum okkar við misnotkunn af þessu tagi.


Hvað með fornmynjar?

Nú skilst mér að hraða eigi uppbyggingu á þessum reit. Mér líst reyndar mun betur á tillögur Hrafns Gunnlaugssonar en þær hugmyndir að endurbyggja í kofa-stílnum. En eru ekki hugsanlega einhverjar fornmynjar undir grunnum þessara húsa líkt og í Aðalstræti? Einhvern tíma hlýtur að þurfa í rannsóknir á því.Austurstr.
mbl.is Skarð rofið í götumynd Austurstrætis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband