Færsluflokkur: Bloggar

Fyrirgefningafasinn

 

Ófáir Samfylkingarmenn hafa lengi talað um að það sem algera nauðsyn að koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Ýmis ósannindi hafa verið borin fram um fráfarandi stjórn af Samfylkingunni og vindhanaháttur hennar hefur oft verið með ólíkindum, en kannski er það bara eðli stjórnarandstöðuflokka, sérstaklega þeirra sem hafa verið lengi í stjórnarandstöðu. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa undanfarin ár talað um "stjórnarþreytu" í ríkisstjórnarflokkunum. Ég held að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi verið haldnir "stjórnarandstöðuþreytu".

En nú eru aðrir tímar framundan og tími til kominn að fólk úr röðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hætti að hugsa um fortíðina og líti fram á veg. Það er svo þægileg tilfinning að fyrirgefa. Prófið bara!


Var Framsókn á vetur setjandi?

Mér þykir nú hálf leitt hvernig vinir mínir í Framsóknarflokknum hafa brugðist við með uppnefnum og brygslum um svikráð Geirs H. Haarde. Ég fæ ekki séð að símtal á milli Geirs og ISG geti flokkast annað en óformleg þreifing í erfiðri stöðu Sjálfstæðisflokksins í ljósi afhroðs Framsóknar í kosningunum. Og þar sem ástæða stjórnarslitana er augljós, er ástæðulaust að vera með djúpar samsæriskenningar.

Samkvæmt mínum heimildum voru Framsóknarmenn á Austurlandi nokkuð bjartsýnir um að eyglostjórnarsamstarfið yrði endurnýjað. Þegar ég spurði Framsóknarmann einn í Fjarðabyggð, hvort það ylli þeim engum áhyggjum, ummæli Bjarna Harðar að honum hugnaðist miklu fremur vinstristjórn en endurnýjað stjórnarsamstarf, þá sagði hann svo alls ekki vera. "Það verður allt í lagi með Bjarna", sagði hann. En svo rakst ég inn á blogg varaþingmanns Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Vestmannaeyinginn Eyglóu Harðardóttur. Þar er hún að fjalla um Silfur Egils og frammistöðu þeirra er fram komu í þættinum. Eygló segir m.a.: "Siv hress með að vera komin í stjórnarandstöðu og væntanlega jafnfegin og ég að vera laus við Sjálfstæðisflokkinn". Nú eru Eygló og Bjarni bæði í Suðurkjördæmi ásamt varaformanninum Guðna Ágústssyni, sem var grimmur mjög í garð Geirs Haarde að kvöldi stjórnarslitanna, en hvort þetta hugarfar meðal Framsóknarmanna er bundið við fleiri kjördæmi er erfitt að átta sig á, en persónulega finnst mér þetta alveg nóg. Og ég held að Geir og félögum hljóti að hafa fundist það líka.


Konur! Þegar karlar segja...

 title_smilebar_2

Einhverntíma var sagt að nei væri meyjar já, en svo var túlkunin á því eitthvað afbökuð og ekki lengur þorandi að halda slíku fram Blush En karlmenn sem hafa verið giftir til einhverra ára eða í sambúð, átta sig á því að spúsur þeirra segja ekki alltaf það sem þær meina og meina ekki alltaf það sem þær segja. Stundum þýðir það sem þær segja eitthvað allt annað. Og stundum þurfa þær ekki einu sinni að segja neitt til þess að maður skilji hvað þær meina. Reynslan kennir manni að "lesa" í þær og túlka skilaboðin sem manni eru send. Ég veit t.d. alveg hvenær minni konu mislíkar eitthvað sem ég segi eða geri. Ég heyri það á göngulagi hennar! Viðspyrnan í skrefinu breytist, verður ákveðnari og sneggri. Ég er orðinn svo næmur fyrir þessu, að ég tek eftir þessu um leið, á parketgólfinu heima. Þetta veitir mér auðvitað tækifæri til að bæta fyrir misgjörðina áður en frekari skaði hlýst af. En svona er þetta víst líka með okkur karlpungana. Hérna eru nokkur dæmi um það sem við segjum stundum og þýðingar á því:

Ég er ekkert að villast, ég veit nákvæmlega hvar við erum. Þýðir: Enginn mun nokkurntíma sjá okkur lifandi aftur. Undecided

Þetta er virkilega flott.Happy Þýðir: Plís, ekki máta fleiri föt, ég er glorhungraður Angry

Þú veist ég gæti aldrei elskað aðra konu. InLove Þýðir: Ég er orðinn vanur nöldrinu í þér og veit það gæti verið verra. GetLost

Hvað gerði ég nú? Frown Þýðir: Við hvað varstu að nappa mig Sick

Það tæki of langan tíma að útskýra það. Þýðir: Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkarShocking

Já, auðvitað elskan. Þýðir: Akkurat ekkert, ósjálfráð viðbrögð Pinch

Ég er að fara í veiðitúr. Þýðir: Ég ætla að drekka mig hættulega heimskan og standa við ánna með stöng í hendi á meðan fiskarnir synda framhjá í fullkomnu öryggi. Tounge

Það er athyglisvert elskan. Þýðir: Ertu ennþá að tala? Sleeping

Þá vitið þið það, dömur mínar, við erum ekkert skárri en þið Cool

 

 


Græna kvenfélagið

Steingímur J. hefur opinberað fyrir alþjóð að skapsmunir hans eru honum fjötur um fót. Últra vinstriflokki sem setur tískumál í öndvegi nægir ekki að hafa ræðusnilling í forystu. Það dugir til tímabundinna vinsælda en lítt fallið til raunverulegs árangurs. Jafnrétti og náttúruvernd eru vissulega mikilvægir málaflokkar, en tilvist stjórnmálaflokks getur aldrei byggst á þeim428513A.
mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan launar kálfurinn ofeldið

Jón Sigurðsson sagði aðspurður í gær þegar hann og Geir tilkynntu stjórnarslitin, að um engan trúnaðarbrest hefði verið að ræða. Guðni Ágústsson er reyndari í pólitík en Jón og það er hann sem leggur línurnar í þessu máli. Nú þegar útlit er fyrir að Framsóknarflokkurinn verður í jonsigstjórnarandstöðu a.m.k. næstu 4 ár, þá er ekki eftir neinu að bíða. Nú skal herjað á samstarfsflokknum til 12 ára með öllum tiltækum ráðum. Manni dettur í hug máltækið "sjaldan launar kálfurinn ofeldið".

Framsóknarflokkurinn var tilbúinn í nýtt stjórnarsamstarf, þrátt fyrir aðeins eins þingmanns meirihluta, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Það er ekkert flóknara en það. Stutt símtal formanna D og S í fyrradag getur varla flokkast sem trúnaðarbrestur, þá væru allir flokkarnir seldir undir þá sök. Þetta eru eðlileg viðbrögð flokks sem er í sárum og nákvæmlega þau sömu og Alþýðuflokkurinn sýndi 1995. En athyglisverð þóttu mér sættir Guðna og Steingríms J. í Kastljósinu.

Það er hlýtur að vera tært í hugum margra vinstrimanna að Steingrímur J. hafi með afglöpum sínum komið í veg fyrir möguleika á myndun vinstristjórnar. Þau afglöp verða aldrei gleymd né fyrirgefin. Fylgi VG hefur að margra mati snúist að mestu um sterkan foringja, án Steingríms væri flokkurinn hvorki fugl né fiskur. Þetta "græna kvenfélag" eins og Pétur Tyrfingsson kallar orðið VG mun eiga afar erfitt uppráttur á komandi misserum.


mbl.is Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur mestur á Mið-Austurlandi

Þessi frétt var á visi.is 

Verulegur munur var á hagvexti eftir landshlutum 1998-2004. Hagvöxtur var mestur á Mið-Austurlandi, eða fimmtíu prósent, og næstmestur á höfuðborgarsvæðinu, eða fjörutíu prósent. Þetta kemur fram hjá Sigurði Jóhannessyni hagfræðingi í nýlegu tölublaði Vísbendingar.

Hagvöxturinn smitaði út frá sér og var 25-30 prósent upp í Borgarfjörð og austur í Árnessýslu en á Reykjanesinu var hann um 15 prósent og í Eyjafirði um 20 prósent. Á Snæfellsnesi var hagvöxturinn kringum fimm prósent.

Í grein Sigurðar kemur fram að þensluna á Austurlandi megi rekja til framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði auk þess sem áhrif framkvæmdanna á væntingar fólk um framtíðina skipta máli. Á höfuðborgarsvæðinu eiga fjárfestingar vegna Norðuráls og virkjunar á Nesjavöllum og Hellisheiði nokkurn þátt í hagvextinum og svo höfðu breytingar á íbúðalánamarkaði áhrif.

Á Reykjanesi var samdráttur í starfsemi varnarliðsins til skýringar en á móti kom aukning í farþegaflugi. Á Suðurlandi var vöxtur en í Vestmannaeyjum dróst fiskvinnsla saman. Í Borgarfirði höfðu áhrif Hvalfjarðargöng og stóriðja á Grundartanga en fyrir norðan vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri auk þess sem vöxtur var í byggingastarfsemi og þjónustu einkafyrir­tækja svo eitthvað sé nefnt.


Himneskur skilnaður

Bar ekki leikrit þennan titil? Formennirnir Geir og Jón skilja sáttir eins og skynsemdar foreldrum sæmir. Börnin þeirra (þingmennirnir) komast vel frá þessu og geta byrjað að byggja sig upp að nýju. Sérstaklega fram - sóknarbörnin. Sjálfstæðismenn þurfa ekki lengur að verja litlu bræður sína fyrir hrekkjusvínunum, þeir hafa beint úlfahjörðinni annað. Ekki þarf að velta vöngum yfir framhaldinu, VG-formaðurinn er búinn að opinbera innræti sitt og heimaskítsmátaði sjálfan sig með ódiplómatískum yfirlýsingum. Ég hef reyndar ekki trú á að þeir hafi nokkurntíma komið til greina, ekki einu sinni sem næst-sætasta stelpan. Það sem mér finnst mest spennandi á komandi kjörtímabili, fyrir utan samstarfið við Samfó, er hvernig framsókn og VG funkera saman í stjórnarandstöðu LoL.

Gott á vinstri græna hahaha

untitled

mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir kommúnistar

Árið 1988 kom út bók sem hét íslenskir nasistar. Höfundar bókarinnar eru bræðurnir  Hrafn og Illugi  Jökulssynir. Eftir seinni heimsstyrjöldina týndust þessir sem aðhyllst höfðu nasistahugsjónina og flögguðu að sjálfsögðu ekki fortíð sinni, sérstaklega eftir að voðaverk NurembergRallynasista í Þýskalandi urðu öllum kunn. Þjóðernishreyfing Íslendinga (ÞHÍ) var stofnuð árið 1933. ÞHÍ var sett saman úr tveimur andstæðum öflum: annars vegar óánægðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum og hins vegar ungum mönnum, sem smitast höfðu af þýska nasismanum. Eftir að margt hafði gengið á, klofnaði hreyfingin og eftir stóð Flokkur þjóðernissinna sem ekki varð langra lífdaga auðið.

Fróðlegt væri að sjá samantekt um sögu íslenskra kommúnista. Þar er um mun auðugri garð að gresja en um sögu nasista. Hér hafa starfað fjölmargar fylkingar kommúnista og saga þeirra er merkileg. Skrifuð hafa verið ótal sagnfræðirit og greinar af ýmsum fræðimönnum um kommúnistahreyfingar á Íslandi, en ekki svo mér sé kunnugt um, heilstætt verk, ekki sagan öll.

Hugsanlegt er að margir sem störfuðu innan hinna ýmsu flokksbrota sem kenndu sig við kommúnisma/sósíalisma séu tregir til að upplýsa náið um fortíð sína og þvi yrði þetta eflaust krefjandi og tímafrekt verkefni. Þó eru einnig til margir sem standa keikir og iðrast einskis og ekki að sjá að þeir hafi skipt um skoðun enn þann dag í dag, en hvort söguskýring þeirra á liðnum atburðum sé trúverðug er annað mál, en fróðleg engu að síður. c_documents_and_settings_maggi_my_documents_my_pictures_blogmyndir_the_people_and_the_army_are_one

Nokkur gróska var í kommúnistaflokkum á Íslandi um og upp úr 1970. Gefin voru út blöð og man ég í svipinn eftir tveimur, Neistinn (Fylkingin) og Stéttarbaráttan (KSML). Nokkrum árum síðar eða í kringum 1980 voru stofnuð Baráttusamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks, BSK, sem einnig gaf út blað og var Þorvaldur Þorvaldsson, fyrv. form. Trésmiðaf. Rvk. og síðar félagi í  Alþýðubandalaginu sáluga og nú VG, potturinn og pannan í þeim félagsskap. Bsk var þó örugglega fámennasta kommúnistahreyfingin á þessum árum. Sjálfur var ég félagi í þeim samtökum um tíma og upplifði það aprílnótt eina að vera handtekinn af lögreglunni og færður á lögreglustöðina í Tryggvagötu fyrir að líma upp áróðursplagöt í miðbænum, en glæpurinn var nú bara sá að við vorum að auglýsa 1. maí fundinn okkar á Hótel Borg. Forystumenn Bsk vildu endilega gera þetta í skjóli nætur og það held ég að hafi verið aðalástæða þess að lögreglan handtók okkur og tók af okkur skýrslu. Ég man að okkur þótti þetta voðalega spennandi, unglingunum að laumast um með pensil og límdollu og hengja þetta upp sen víðast.

Árið 1974 tóku Fylkingin og Kommúnistasamtökin KSML (Kommúnistasamtök Marxista-Lenínista) þátt í kosningum til Alþingis en fylgið var lítið sem ekkert. Fylkingin fékk 200 atkvæði og 121 kjósandi studdi Kommúnistasamtökin. Félagar innan þessara samtaka tóku hlutverk sín mis-alvarlega en í Mánudagsblaðinu sagði eftir kosningarnar 1974, þegar KSML hafði lýst markmiðum sínum og stefnu í fjölmiðlum; "Nú er orðið altalað að svokallaðir marx-lenínistar hafi viðað að sér ýmsum skotvopnum í von um þá blóðugu byltingu sem þeir hótuðu að yrði innan skamms". Einnig bættust við á þessum árum Einingasatök kommúnista (marx-lenínista), en þar var fremstur í flokki Ari Trausti Guðmundsson sem áður hafði verið í Fylkingunni." Eikarar" eins og þeir voru kallaðir, litu gjarnan til Mao, hins kínverska leiðtoga alþýðulýðveldisins í austri, eða a.m.k. gerði Ari Trausti það.

Saga þessara hreyfinga á Íslandi á þessum árum (og reyndar frá upphafi kommúnistasamtaka á Íslandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar) er stráð óeiningu og átökum um túlkun fræðikenninga og tortryggni í garðs hvers anars. Þegar KSML klofnaði í tvær hreyfingar 1974, þá var það altalað meðal félaga í þessum hreyfingum yst á vinstri væng stjórnmálanna, að lögreglan hleraði síma forystumannanna þegar einhver mótmæli stóðu fyrir dyrum, sérstaklega þegar erlendir þjóðhöfðingjar voru væntanlegir hingað til lands. En þegar nýjir félagar gengu til liðs við einhverja fylkinguna, grunaði forystumenn hópanna frekar að hinir nýju félagar væru útsendarar andstæðingsins á vetfangi stéttarbaráttunnar heldur en þeir væru flugumenn á vegum lögreglunar. Það hafði þó gerst hjá Fylkingunni einhverntíma að upp komst um slíkan njósnara, sem lak í lögregluna ýmsum upplýsingum. Í gögnum Fylkingarinnar er að finna tvö skjöl varðandi einhverskonar "réttarhöld" yfir njósnaranum. Engin eftirmál urðu út af þessari uppljóstrun og félaginn fékk að vera áfram í samtökunum!

Flestir þessara róttæku kommúnista enduðu í Alþýðubandalginu og síðar í V-grænum, og hafa ber í huga þegar vinstrimenn tala um sameiningu jafnaðarmanna, að þá eru þeir jafnframt að tala um fólk sem er sprottið úr þessum jarðvegi. Fólk sem ekki sér ástæðu til að gera upp þessa tíma, hvorki fyrir sjáfum sér né öðrum. Svo virðist sem nokkuð stór hluti þeirra eigi enga samleið með jafnaðarmannaflokki á skandinavíska vísu, til þess eru þeir of fastir fræðikenningunum. Sovéttengsl íslenskra sósíalista eru þekkt og einhver fjárstuðningur rann til Alþýðubandalagsins á fyrstu árum þess en fjaraði fljótlega út. Á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar dró mjög úr fjarstuðningnum frá Moskvu og þær upphæðir sem vitað er um með vissu runnu ekki til Alþýðubandalagsins, heldur til Máls og menningar (tvær greiðslur) og Kristins E. Andréssonar sem eftirlaunagreiðsla vegna starfa í þágu hinnar alþjóðlegu hreyfingar kommúnista. Eftir hrun Sovétríkjanna fundust gögn í Moskvu um fégjafir til norrænna sósíalista og kommúnistaflokka árin 1968-1990 en Íslands var þar hvergi getið. En róttæk kommúnistasamtök á áttunda áratugnum afneituðu með öllu tengslum við Sovétríkin og fordæmdu flest sem þaðan kom eftir að Stalin tók þar við völdum, en þó ekki allir. Bsk menn dýrkuðu og dáðu fjöldamorðingjan og sögðu að þessar sögusagnir um Stalín væru ýkjur. Vissulega viðurkenndu þeir að einhverjar hreinsanir hefðu átt sér stað, en þær voru réttlætanlegar vegna þess að tilvist Ráðstjórnarríkjanna lá undir og ásælni heims og auðvaldssinnanna í vestri var lævís og lúmsk. Einnig er athyglisvert að forystumenn Bsk litu til Albaníu, pólitískt einangraðasta lands Evrópu og þó víðar væri leitað, sem fyrirmyndarríkis og einræðisherrann Enver Hoxa var nánast í guðatölu. Þegar járntjaldið féll kom auðvitað í ljós, sem reyndar flestir vissu, að Hoxa var ekkert annað en ótíndur glæpamaður sem lifði í vellystingum pragtuglega á meðan þegnar hans liðu sáran skort.

En þetta var nú svo sem útúrdúr og upphaflega hugmyndin með þessum pistli var að vekja máls á því og kvetja einhvern sagnfræðing til þess að gera einhverskonar heildarúttekt á íslenskum kommúnistum. Um tæmandi úttekt verður auðvitað aldrei  að ræða. Ég hef verið að prófa að slá inn stikkorð í leitarvélar á netinu um þessi mál en ekki haft mikið upp úr krafsinu. Ég veit að bloggvinur minn Pétur Tyrfingsson er hafsjór af fróðleik um þessi mál enda félagi í Fylkingunni til margra ára. En þó hann sé beittur og skemmtilegur penni, er ég ekki viss um að hann sé rétti maðurinn til að bera ábyrgð á sagnfræðilegri úttekt á þessum málum, en holt væri hverjum sem er að leita til hans.

 


Samfylkingin tapaði 14%

Tilfinning tómleika fyllir mig stundum þegar einhverju líkur sem lengi hefur verið stefnt að. Sú tilfinning helltist yfir mig í gær að loknum kosningum og úrslit lágu fyrir og rifjaði upp fyrir mér sömu tilfinningu þegar tjaldið fellur í lokasýningu í uppfærslum Leikfélags Reyðarfjarðar. Að baki var langt og strangt æfingaferli og svo keyrt á nokkrar sýningar á fullu og svo er allt búið. 

Nú byrjar gamli söngurinn aftur hjá stjórnarandstöðunni um að völd Framsókanrflokksins sé of mikil miðað við stöðu hans í íslenskri pólitík. Ingibjörg Sólrún telur að fylgishrun Framsóknar séu skýr skilaboð frá kjósendum. En þegar hún er spurð um fylgistap síns egin flokks, þá svarar hún því til að hún hafi sigrað á lokaspretti kosningabaráttunnar, miðað við mánaðar gamlar skoðanakannanir. Vissulega er það rétt að fylgi Samfylkingarinnar jókst um 35% á lokasprettinum (miðað við skoðanakannanir) en fylgi Framsóknar jókst um 100% á sama tíma. Það er því ljóst að  ekki einu sinni sá mælikvarði sem hún kýst að nýta sér um fylgisaukningu/tap gerir hana að neinum sigurvegara. Sá stóri jafnaðarmannaflokkur sem átti að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins hefur tapað umtalsverðu fylgi frá síðustu kosningum, á meðan höfuðandstæðingurinn bætir við sig. Formannshrókering hennar við Össur Skarphéðinsson virðist því vera enn eitt pólitískt "harakiri" Ingibjargar. En auðvitað er það ekki fylgi í skoðanakönnunum sem skiptir máli. Sagan mun ekki greina frá því. Sagan mun hins vegar greina frá fylgishruni Samfylkingarinnar á milli kosninganna 2003 og 2007 og það er umtalsvert eða tæp 14%. Ríkistjórnin tapar hinsvegar aðeins rúml. 6% fylgi á milli kosninganna eftir 12 ára stjórnarsetu. Ef þetta er ekki áhyggjuefni fyrir flokk sem aldrei hefur setið í ríkisstjórn og aldrei hefur þurft að taka ábyrgð, þá veit ég ekki hvað þarf til. Samkvæmt hugmyndafræði Samfylkingarinnar eru skilaboðin þau, að þjóðin kærir sig ekki um Samfylkinguna í ríkisstjórn.

  
Stjórnin heldur Stjórnin heldur

Atkvæði

%

Breyt.
Kjörd.
sæti
Jöfn.
sæti
Sæti
alls

Breyt.

Á þingi
BB
21.349 11,7 -6,0617-5Þingmenn
DD
66.749 36,6 +2,924125+3Þingmenn
FF
13.233 7,3 -0,11340Þingmenn
II
5.953 3,3 +3,30000 
SS
48.742 26,8 -4,215318-2Þingmenn
VV
26.136 14,3 +5,5819+4Þingmenn

Aðalatriðið er að stjórning heldur velli, þó naumt sé. Ef við skoðum stuðninginn við ríkisstjórnina í landsbyggðarkjördæmunum fjórum, þá kemur í ljós að ríkistjórnin heldur velli með góðum meirihluta, eða 23 þingmenn á móti 18 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Það hallar hinsvegar á stjórnina í Reykjavík, en þar er þingmannafjöldin 13-9 stjórnarandstöðunni í vil og munar þar mestu að Framsókn fær þar engan þingmann.

Að loknum kosningum er gaman að velta því fyrir sér hverjum Forsetinn, Hr, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði falið stjórnarmyndunarumboðið, ef stjórnin hefði fallið. Samfylkingunni?


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja frá VG

 hryllingskort_titill

1M12B

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

 



Kær kveðja frá VG (Vinstri grænum) og takk fyrir þitt atkvæði

Kveðja VG

Ég fékk þetta kort...sendandi vill ekki upplýsa hver hann er

Stjörnuspeki á mbl.is: viðtöl, greinar, stjörnukort, sjálfþekking og m. fl. www.mbl.is/mm/stjornuspeki/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband