Færsluflokkur: Bloggar

Hvalaskýrslan

Ég renndi yfir skýrslu Þorsteins Siglaugsonar sem hann gerir fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare, sem ég er að minnast á hér í fyrri færslu. Ég sé hana ekki aðgengilega á heimasíðu Náttúruverndarsamtakana nema á Ensku. Orðið "potential" (hugsanlega, mögulega) kemur nokkuð oft fyrir í skýrslunni og einnig er orðið "risk" (áhætta) víða að finna. Um áhrif hvalveiða í efnahagslegu tilliti segir, í lauslegri þýðingu minni:

 "Samkvæmt heimildum okkar eru engin konkret dæmi um að lánamöguleikar íslenskra fyrirtækja, eða fyrirtækja tengdum Íslandi hafi skaðast, né vaxtakjör þeirra. Þetta gæti þó engu að síður auðveldlega breyst með aukinni vitundarvakningu á miklum kostnaði en litlum hagnaði [á veiðunum?] Auk þess starfa bankar og önnur fjármálafyrirtæki eftir siðfræðilegum og umhverfisfræðilegum forsendum sem við þessar aðstæður gætu alfarið komið í veg fyrir að fyrirtæki fengju yfir höfuð lán, ef þau starfa ekki eftir þeirra viðmiðum".

Einnig segir í skýrlsunni varðandi ferðamannaiðnaðinn:

"Ferðamannaiðnaðurinn er eini iðnaðurinn sem hægt er að benda á konkret dæmi um neikvæð áhrif, sem hlotist hafi af hvalveiðum Íslendinga. Þar hafur hvalaskoðunariðnaðurinn orðið fyrir mestum áhrifum, sem er skiljanlegt þar sem viðskiptavinir þeirra eru líklegastir til að vera á móti hvalveiðum. Það er þó engu að síður afar erfitt að meta heildaráhrifin, þar sem ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin ár".

Getur verið að Þorsteinn Siglaugsson fái kaup fyrir að semja þessa speki?

 


Trúverðugleiki Náttúruverndarsamtaka Íslands

Það er nóg að gera hjá Þorsteini Siglaugssyndi rekstrarhagfræðingi við að reikna út fyrir Náttúrverndarsamtök Íslands. Nú reiknar hann út fyrir þau svo almenningir megi sjá hvað hvalveiðar eru mikið glapræði. Ég vil byrja á að taka það fram að ég hef ekkert skoðað þessa útreikninga Þorsteins en það virðist blasa við að ekki geti verið um hagnað að ræða af hvalveiðum í núverandi mynd. En ég treysti einkafyrirtæki í þessum geira til þess að "skanna" möguleikana í Þorst.siglstöðunni og er sannarlega fylgjandi því að þessi auðlind sé nýtt ef það er arðbært. En einnig þarf að taka tillit til hugsanlegs skaða sem hvalveiðar gætu valdi öðrum útflutningsgreinum. Það er löngu afsannað að ferðaiðnaðurinn í heild beri skaða ef þessu.

En í ljósi fyrri afreka Þorsteins fyrir Náttúruverndarsamtökin þá hljóta að vakna efasemdarraddir um hæfi mannsins til umfjöllunar af þessu tagi, þrátt fyrir þann titil sem hann skreytir sig með. Mikla athygli vakti skýrsla Þorsteins um arðsemi Kárahnjúkaverkefnisins árið 2001 sem hann gerði fyrir Náttúruverndarsamtökin. Andstæðingar framkvæmdanna flögguðu skýrslunni sigri hrósandi í nokkrar vikur, eða þar til skýrslan var hrakin sem bull og vitleysa. Þá hvarf hún í nokkur ár en var svo flaggað aftur af einum frambjóðanda VG, Andreu Ólafsdóttur, í aðdraganda kosninganna í vor.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og lektor í Háskóla Íslands sagði m.a. um skýrslu Þorsteins: "... nýjar forsendur Þorsteins séu einkennilegar og að svo virðist hann ,,breyti forsendum eftir þörfum, til þess eins að fá óhagkvæma niðurstöðu.”  Einnig sagði Guðmundur; "....Kárahnjúkavirkjun sé einhver arðsamasti virkjunarkostur sem Íslendingum býðst. Virkjunin vegi margfaldlega upp hugsanlegar tapaðar tekjur á sviði ferðamennsku og útivistar". Guðmundur gagnrýnir niðustöður Þorsteins Siglaugssonar, rekstarhagfræðings harðlega og segir að vegna þess að hann sé að vinna fyrir Náttúruverndarsamtök gefi hann sér forsendur eftir þörfum. Hann hafi gefið sér í fyrstu útreikningum að verð á raforku myndi lækka um 1% á ári í 60 ár. Og síðan breytir hann forsendum þar sem að framleiðslumagnið er aukið og kostnaður er lækkaður, sennilega samkvæmt ábendingum Landsvirkjunar. Og til þess að missa nú ekki virkjunina upp í arðsemi þá einfaldlega lætur hann raforkuna lækka um 2% á ári í 60 ár til þess að halda henni kyrfilega neðan við strikið. Ég held að þetta flokkist nú bara undir það að gefa sér forsendur eftir þörfum. 

Í annari grein eftir Guðmund Ólafsson sem sjá má HÉR segir, segir Guðmundur m.a.

Náttúruverndarsamtök Íslands keyptu skýrslu sem byggir á þessari aðferðafræði af Þorsteini Siglaugssyni. Hann velur greinilega forsendur við hæfi viðskiptavina sinna.

logo-náttúruv.
mbl.is 750 milljónum varið í verkefni tengd hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg fyrir Sóley

image01010Eða blús fyrir Birnu.

Þetta á náttúrulega heima í einhverju femmablogginu...en ef þetta sæist þar, þá myndi það missa marks Whistling 


Þegar ég varð íhaldsmaður

 

Þegar ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í fyrsta sinn fyrir 12 árum síðan þá fékk ég þungan hjartslátt þegar ég gekk inn í kjörklefann. Ég hafði kosið Alþýðubandalagið í þrennum kosningum þar á undan.

 Ég var búinn að vera laumuaðdáandi Davíðs Oddsonar í nokkur ár, ég elskaði að hata Hannes Hólmstein, en ég fann að ég var smátt og smátt að blána. Það sem olli mér mestum áhyggjum var sá þráláti orðrómur um íhaldið að þeir vildu einkavæða heilbrigðis og menntakerfið. En það var sama hvern ég spurði úr röðum Sjálfstæðismanna, enginn var talsmaður þeirra hugmynda. Ég spurði háa sem lága innan raða flokksins, aldrei hitti ég á neinn sem kannaðist við að hafa þetta að markmiði. En flestir vildu hafa fjölbreyttara rekstrarform, án þess að skerða möguleika fólks m.t.t. efnahags á þjónustunni. Þegar ég taldi mig hafa sannfærst um þetta, ákvað ég að kjósa flokkinn. En vegna áralangrar innprentunar í hausinn á mér um einkavæðingar-eðli Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokkum, þá voru það þung spor sem ég átti inn í kjörklefann á Reyðarfirði 1995. Þegar ég hafð sett x-ið mitt við D-ið, þá kom ég skömmustulegur, flóttalegur jafnvel og rjóður í andliti, út úr kjörklefanum, flýtti mér að setja kjörseðilinn í kassann og labbaði út sakbitinn á svip. Þessi frásögn eru engar ýkjur, svona var þetta.

Hin skiptin tvö sem ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn, gekk ég sporléttur með góða samvisku inn í kjörklefann. c_xdfalkinn

Margir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins benda á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og segja; "...svona viljið þið hafa þetta! Dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi sem þjónar aðeins þeim sem eiga peninga". En ég hef heldur ekki hitt neinn framámann úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem lítur á Bandaríkin sem fyrirmynd í heilbrigðismálum.

Ef sá dagur rennur einhvern tíma upp, að Sjálfstæðisflokkurinn kemur hér á heilbrigðis eða menntakerfi, sem mismunar fólki, þá verður það dagurinn sem ég hætti að kjósa flokkinn.


Magnaður talnarýnir

Marinó G. Njálsson  Tövunarfræðingur er með fróðlegan pistil á bloggsíðu sinni. Ég tek mér það bessaleyfi að copy/paste þetta af síðunni hans. Ég vona að hann amist ekki við því Sick

Það er fróðlegt að skoða úrslit kosninganna og sjá hvað stutt var á milli feigs og ófeigs þ.e. hvað í raun örfá atkvæði hefðu geta haft veruleg áhrif á það hverjir hlutu kosningu og hverjir ekki.

  1. Það munaði aðeins 11 atkvæðum á 2. jöfnunarmanni/8. þingmanni Framsóknar og 1. jöfnunarmanni/25. manni Sjálfstæðisflokks.  Ef Framsókn hefði fengið 11 atkvæðum meira á landsvísu hefði Samúel Örn Erlingsson orðið þingmaður í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.
  2. Það munaði aðeins 0,06% að Mörður Árnason yrði 1. jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í stað Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.  Þessi 0,06% jafngilda 86 atkvæðum sem Samfylkingin hefði þurft að fá til viðbótar í Reykjavík norður eða 85 atkvæði sem Samfylkingin hefði fengið færri í Reykjavík suður.  Ef Mörður hefði komist inn, þá hefði farið í gang hringekja þar sem Guðfríður Lilja hefði komið í stað Álfheiðar Ingadóttur, Steinunn Valdís og Árni Páll hefðu fylgt Merði og Sigríður Andersen hefði komið í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.  Í þessu tilfelli hefði Jón Sigurðsson komið inn ef atkvæðin 11 hefðu dúkkað upp hjá Framsókn.
  3. Það munaði aðeins 57 atkvæðum að Róbert Marshall hefði verið kjördæmakjörinn á kostnað Bjarkar Guðjónsdóttur af D-lista.  Það hefði þýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 2 jöfnunarmenn eins og Samfylkingin.  Nú hefði Álfheiður Ingadóttir farið inn, ásamt Steinunni Valdísi, Sigríði Andersen, Árna Páli og Ragnheiði Ríkharðsdóttir.  Í þessu tilfelli hefði ekkert getað bjargað Merði, en Samúel hefði ekki þurft nema 11 atkvæði á landsvísu til að fella Ragnheiði.
  4. Þá saumuðu Árni Páll og Ragnheiður stíft að Siv Friðleifsdóttur og vantaði Árna Pál 155 atkvæði og Ragnheiði 193 til að fella hana.  Það hefði að vísu bara haldið henni úti sem kjördæmakjörinni, en hún hefði komið inn sem jöfnunarmaður.
  5. Nú Framsókn vantaði aðeins 104 atkvæði til að fá tvo kjördæmakjörna í Norðvesturkjördæmi, sem hefði þá fellt út Einar Odd.  Þessi 104 atkvæði hefðu að auki tryggt annan jöfnunarmann, sem líklegast hefði orðið Jón Sigurðsson.
  6. Síðast má nefna að stjórnarandstöðuna vantaði aðeins 117 atkvæði til að fella ríkisstjórnina, þ.e. ef þau hefðu fallið Frjálslyndum í skaut.  Þar með hefðu Frjálslyndir ná 4. jöfnunarmanni sínum inn á kostnað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Kaffibandalagið hefði náð markmiði sínu að fella stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Þetta er að sjálfsögðu allt til gamans gert, en ef haft er í huga hvað munaði mjóu á mörgum stöðum, þá er það alveg sjálfsögð krafa að það fari fram endurtalning.  11 atkvæði Framsóknar á landsvísu er ótrúlega lítið eða 117 atkvæði Frjálslyndra.  Auðvitað gæti endurtalning leitt ýmislegt annað í ljós.


Og viðbrögðin láta ekki á sér standa

Þetta var auðvitað fyrirsjáanlegt hjá Steingrími með umhverfismálin. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar...Það er einnig merkilegt að það megi ekki leita leiða til þess að efla heilbrigðisgeirann. Ekki er aðeins verið að reyna að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara þannig að skattgreiðendur fái meira fyrir peningana sína, heldur er þetta besta leiðin til þess að bæta kjör þeirra lægst launuðu í geiranum. Þegar ríkið stendur eitt frammi fyrir því að rétta við kjör láglaunahópa í heilbrigðisgeiranum, þá getur það verið þungur kross að bera að gæta þess að ekki verði um alsherjar launaskrið að ræða. Einkarekstur mun fljótlega verða í samkeppni um vinnuafl við aðrar atvinnugreinar og hann mun ekki þurfa að loka vegna manneklu. Hann leifir því ekki að gerast. Eftir sem áður mun ríkið borga brúsann, eins og sátt er um í Þjóðfélaginu. Líka meðal frjálshyggjumanna.
mbl.is Steingrímur: Samfylking virðist hafa gefist upp á umhverfismálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðið bara, eftir viðbrögðum VG

Þegar ég sá að Dofri Hermannson Samfylkingarmaður, bloggaði við þessa Mbl. frétt undir fyrirsögninni "Fagnaðarefni fyrir náttúruverndarfólk", langaði mig að kommenta hjá honum og benda á að þess yrði ekki langt að bíða að þessi áætlun yrði rökkuð niður af VG. Og viti menn!, þau eru strax byrjuð í athugasemdadálkum hans. Skiljið þið nú, Samfylkingarfólk, við hvað er að eiga þegar öfgaumhverfissinnar eru annars vegar? Um sátt verður aldrei að ræða hjá VG um þessi mál. Hjá þeim er bara talað um vernd, ekki nýtingu. Hins vegar verður að virða þeim til vorkunnar að þeir eru enn og aftur í stjórnarandstöðu, og þurfa þess vegna ekki að sýna neina ábyrgð gagnvart núlifandi kynslóðum og kjósendum. Bara þeim ófæddu. En þeir átta sig ekki á því að ófæddu kynslóðirnar munu einnig hafa þarfir, drauma og vonir og þær munu einnig öðlast kosningarétt, í fyllingu tímans.

Svo er það annar handleggur hvort forystumenn V-grænna sé eins "hreinir" í náttúruverndartrúnni og fótgönguliðar þeirra. A.m.k. sýndi Steingrímur J. Sigfússon á sér aðra hlið, þegar hann missti pólitíska vitið, og uppgötvaði sér til skelfingar að Geir Haarde ætlaði ekki að snúa sér að VG, heldur að Samfylkingunni, þegar samstarfinu við Framsókn var slitið. Þá hrundi hann niður kjökrandi á skeljarnar og bauð ISG forsætisráðherrastólinn og umfaðmaði Framsóknarflokkinn um leið og sagðist vera tilbúinn að slá af kröfunum um stóriðjustopp. Guði sé lof og dýrð fyrir þau gleðilegu tíðindi að VG mun ekki hafa ríkisstjórnaráhrif, a.m.k. næstu 4 ár.


mbl.is Ekki farið inn á óröskuð svæði fyrr en náttúruverndaráætlun liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snubbóttur Geir

Þá er þetta allt saman á hreinu og bloggheimar verða að finna sér annað ágiskunarefni. Það verður Spennandi að sjá málefnasamninginn á morgunn. Allir virðast mjög sáttir við hann og svo hljómar hann eins og tónlist í eyrum Péturs Blöndal. Vonandi að hann hafi sæmilegt tóneyra. Eitthvert kurr í Sjálfstæðiskonum vegna lítils hlutar kvenna í ríkisstjórninni og Sturla auðvitað spældur.

Allt eðlilegt...nema eitt atriði. Geir H. Haarde sýndi á sér nýja hlið þegar hann loks fékkst út úr skrifstofu sinni eftir eins og hálfs tíma setu með Þorgerði Katrínu og Árna Mathiesen eftir að hann tilkynnti ráðherraval sitt. Þegar fréttamennirnir þustu að honum, virkaði hann pirraður og þreyttur og alls ekki eins ánægður og kollegi hans í Samfylkingunni. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með framkomu Geirs í garð fréttamannanna. Ég geri þá kröfu til hans nú sem hingað til að hann sýni fréttamönnum, sem eru jú tengiliður okkar almennings við þessi merku tímamót, þá virðingu að strunsa ekki í burtu frá hálfkláruðu viðtali. Jafnvel þó honum finnist spurningarnar innihaldslitlar og vitlausar. Svona framkomu vil ég ekki sjá...heyrirðu það Geir?


mbl.is Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir Norðmenn óánægðir

Olíusjóður Norðmanna óx um 5,2% á fyrsta ársfjórðungi ársins og eru eignir hans nú metnar á 1.876 milljarða norskra króna, eða sem svarar um 19.570 milljörðum íslenskra króna. Óánægja er meðal margra frænda okkar með að kynslóðir dagsins í dag fái ekki að njóta olíuauðsins í ríkari mæli, t.d. í formi lægri skatta og afnáms vegatolla sem eru mjög víða í Noregi, svo eitthvað sé nefnt. Viðkvæði aðhaldsmanna er að gott sé að eiga varasjóð til mögru áranna en sjóðnum er einnig ætlað að standa straum af lífeyrisskuldbindingum landsins. Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.Sjóðurinn skilaði á tímabilinu 1,5% hagnaði af fjárfestingum sínum á tímabilinu sem gerir um 6% arðsemi á ársgrundvelli. Þetta þætti fjármálaspekingum V-grænna á Íslandi slök arðsemi á fjárfestingamarkaði ef marka má gagnrýni þeirra á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sem er yfir 7%. En Guðmundur Ólafsson lektor í hagfræði við Háskóla Íslands sagði hins vegar ; " ....ég er ansi hræddur um að margir lífeyrissjóðir myndu vilja eiga kost á slíku, eiga kost á yfir 7% hérna, verðtryggðum arði 100 ár fram í tímann".
mbl.is Olíusjóður Norðmanna vex hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynslusaga af vaxi

Konan mín fékk þetta e-mail frá vinkonu sinni:

Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Ég fór í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur..... og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.

 Um kvöldið þegar ég hafði svæft börnin fór ég inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda wax2renningana  en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd. Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls ekki sársaukalaust! En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.

Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!! Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir. Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann var tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ???

Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður tók fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman! Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax. Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.

 Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax! Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því! Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum  svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt  yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót. wax

 Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki eitt einasta hár horfið! Ekki eitt einasta!!! Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband