Margir Norðmenn óánægðir

Olíusjóður Norðmanna óx um 5,2% á fyrsta ársfjórðungi ársins og eru eignir hans nú metnar á 1.876 milljarða norskra króna, eða sem svarar um 19.570 milljörðum íslenskra króna. Óánægja er meðal margra frænda okkar með að kynslóðir dagsins í dag fái ekki að njóta olíuauðsins í ríkari mæli, t.d. í formi lægri skatta og afnáms vegatolla sem eru mjög víða í Noregi, svo eitthvað sé nefnt. Viðkvæði aðhaldsmanna er að gott sé að eiga varasjóð til mögru áranna en sjóðnum er einnig ætlað að standa straum af lífeyrisskuldbindingum landsins. Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.Sjóðurinn skilaði á tímabilinu 1,5% hagnaði af fjárfestingum sínum á tímabilinu sem gerir um 6% arðsemi á ársgrundvelli. Þetta þætti fjármálaspekingum V-grænna á Íslandi slök arðsemi á fjárfestingamarkaði ef marka má gagnrýni þeirra á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sem er yfir 7%. En Guðmundur Ólafsson lektor í hagfræði við Háskóla Íslands sagði hins vegar ; " ....ég er ansi hræddur um að margir lífeyrissjóðir myndu vilja eiga kost á slíku, eiga kost á yfir 7% hérna, verðtryggðum arði 100 ár fram í tímann".
mbl.is Olíusjóður Norðmanna vex hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband