Snubbóttur Geir

Þá er þetta allt saman á hreinu og bloggheimar verða að finna sér annað ágiskunarefni. Það verður Spennandi að sjá málefnasamninginn á morgunn. Allir virðast mjög sáttir við hann og svo hljómar hann eins og tónlist í eyrum Péturs Blöndal. Vonandi að hann hafi sæmilegt tóneyra. Eitthvert kurr í Sjálfstæðiskonum vegna lítils hlutar kvenna í ríkisstjórninni og Sturla auðvitað spældur.

Allt eðlilegt...nema eitt atriði. Geir H. Haarde sýndi á sér nýja hlið þegar hann loks fékkst út úr skrifstofu sinni eftir eins og hálfs tíma setu með Þorgerði Katrínu og Árna Mathiesen eftir að hann tilkynnti ráðherraval sitt. Þegar fréttamennirnir þustu að honum, virkaði hann pirraður og þreyttur og alls ekki eins ánægður og kollegi hans í Samfylkingunni. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með framkomu Geirs í garð fréttamannanna. Ég geri þá kröfu til hans nú sem hingað til að hann sýni fréttamönnum, sem eru jú tengiliður okkar almennings við þessi merku tímamót, þá virðingu að strunsa ekki í burtu frá hálfkláruðu viðtali. Jafnvel þó honum finnist spurningarnar innihaldslitlar og vitlausar. Svona framkomu vil ég ekki sjá...heyrirðu það Geir?


mbl.is Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég tók líka eftir þessu með Geir.  Hann er yfirleitt svo kurteis og almennilegur við fréttamenn.  Kannski hefur hann verið hræddur við að Inga Jóna húðskammaði hann þegar hann kæmi heim fyrir hvað væru fáar konur í ríkisstjórninni.

Þorsteinn Sverrisson, 23.5.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband