Gekk vel með Pólverjana

Nýr rekstraraðili tók við eina pöbbnum sem er á Reyðarfirði fyrir rúmlega mánuði síðan. Sá aðili tók forskot á reykingabannið og það hefur gengið ágætlega. Pólverjarnir sem eru stór hluti viðskiptavina um helgar, reykja og drekka mikið en tala fæstir orð í ensku. Það hefur ekki þurft sérstaka manneskju í að elta uppi reykingafólk á staðnum eins og Kormákur Geirharðsson virðist hafa áhyggjur af í þessari Mbl. frétt. Nú er hægt að reka þar inn nefið án þess að þurfa að þvo allt af sér í kjölfarið. Ég hef ekki trú á að þetta muni hafa áhrif til hins verra til langframa en kannski fara einhverjir reykingamenn í fýlu, svona til að byrja með. En það er hætt við því að sala á þvottaefnum muni dragast saman í kjölfarið.


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband