Gosið að aukast?

Á vefmyndavél Mílu frá Hvolsvelli nú kl. rúmlega eitt eftir miðnætti, má sjá all svakalegar sprengingar í gígnum og á hitamyndavélinni frá Þórólfsfelli má sjá að hraun er farið að renna á ný.

gos

gos3

Ég hef ekki séð svona miklar eldglæringar áður í gígnum. Er eitthvað svakalegt að gerast þarna núna?

gos4

Hitamyndin sýnir hraunstrauminn og hann eykst hratt


Skilaboðaæði

Mér leiðist að fá skilaboð í tíma og ótíma á blogginu og í e-mailinu, frá einhverjum bloggvini að nú hafi hann bloggað.

Ég var að eyða þessum "vinum" af blogglistanum hjá mér.


Fínt að fá nýja eyju þarna suður af

pd500650Surtsey er margra miljarða virði vegna þess að landhelgin stækkaði um nokkur þúsund ferkílómetra þegar hún varð til. Það væri fínt að fá nýja eyju suður Eldey. Eins mætti koma önnur eyja norður af Kolbeinsey. Þá erum við í góðum málum.

Ætli lánshæfismat íslenska ríkisins myndi ekki hækka við þetta? Errm


mbl.is Áfram virkni á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Askan og álverið

dsc_7638"Álpappírinn" er innanhúsfréttabréf Fjarðaáls á Reyðarfirði og þar má finna margan fróðleiksmolann.

Hætta vegna öskufalls var ekki tekin með í reikningin við hönnun álversins á Reyðarfirði og því þurfti sérfræðingateymi að bregðast hratt við þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst. Neyðaráætlun var sett í gang því öskufall hefði getað stöðvað starfsemi álversins. Áhættugreining leiddi í ljós að mesta hættan steðjaði að vatnshreinsivirki, loftpressum og rafveitu.

Mikil hætta var talin á að aska kæmist í kæliturna vatnshreinsivirkis. Stefna Alcoa Fjarðaáls er að losa ekkert vatn úr framleiðsluferlum í sjó. Þess vegna er allt kælivatn í steypuskálanum kælt, hreinsað og endurnýtt. Sérfræðingateymið sýndi mikið hugvit og fann á skömmum tíma snjallar lausnir. Meðal annars var náð í 270 metra langa sjólögn og sjódælu sem notuð var í hlýraeldi í Norðfirði, til að ná ferskum sjó í kælivirkin.

Á Stjörnufræðivefnum eru magnaðar myndir af eldgosinu, m.a. myndin í þessum pistli.


mbl.is Drunur norður í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíð á Reyðarfirði

armannÞann 1. júlí nk. verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá hernámi Breta á Reyðarfirði. Leikfélag Reyðarfjarðar, ásamt kirkjukór staðarins mun flytja frumsamið leikverk/söngleik eftir Ljóta hálfvitan, Ármann Guðmundsson.

Kórinn er byrjaður að æfa klassísk lög frá þessu tímabili sem flestir þekkja eins og "We´ll meet again" o.fl. Mikil tilhlökkun er meðal þeirra sem ætla að taka þátt í verkinu en Ármann hefur áður komið til starfa fyrir leikfélagið þegar sett var upp verkið "Álagabærinn"  sem sýnt var við miklar vinsældir árið 2004. 

Ármann frumsamdi það verk jafnóðum og æfingar fóru fram. Mikill talent þar á ferð.


mbl.is Minntust stríðslokanna 1945
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að lyfta undir rassinn?

Ég skil ekki jafnréttisbaráttu af þessu tagi.

Félagsmenn BÍ kjósa væntanlega stjórnina fyrir félagið og konur og karlar hafa þar jafnan atkvæðarétt. Er verið að fara fram á það hvert atkvæði sem fellur konu í skaut, hafi meira vægi en þau sem karlar fá?

Eiga konur ekkert að hafa fyrir því að komast í áhrifastöður? Er það jafnréttið í hnotskurn.... er það hugmyndafræði kvenna?

Mér finnst þetta niðurlægjandi hugsunarháttur fyrir kvenþjóðina.

femínismi


mbl.is Fjölmiðlakonur harma átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Worlds Wonder Kid

Frábært hjá Gylfa!

Á youtube er hægt að finna mörg myndbönd með Gylfa, mörk og viðtöl.


mbl.is Gylfi Þór bestur hjá staðarblaðinu (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagið mun "floppa"

Samkvæmt netkosningu á http://wiwibloggs.com/ mun íslenska lagið lenda í neðsta sæti ásamt Slóveníu. Ég tel þá niðurstöðu líklegri en spá vitringanna í Svíþjóð Errm

Who Will Win Eurovision 2010? Update #3

Posted on 03 May 2010 at 3:52pm

As of 5pm on Monday, May 3, a total of 16,721 votes have been cast in Wiwi’s poll to determine who will win Eurovision 2010. Here’s where we stand:

Spain’s Daniel Diges with “Algo Pequeñito”7,28243.55% 
Turkey’s maNga with “We Could Be the Same”4,58927.44% 
Germany’s Lena Meyer-Landrut with “Satellite”1,3398.01% 
Armenia’s Eva Rivas with “Apricot Stone”9235.52% 
Israel’s Harel Skaat with “Milim”3802.27% 
Azerbaijan’s Safura with “Drip Drop”3081.84% 
Poland’s Marcin Mrozinski with “Legenda”2331.39% 
Serbia’s Milan Stankovi? with “Ovo je Balkan”1981.18% 
Belarus’ 3 + 2 with “Butterflies”1620.97% 
Ukraine’s Alyosha with “Sweet People”1170.7% 
Croatia’s Feminnem with “Lako Je Sve”1120.67% 
Lithuania’s Inculto with “Eastern European Funk”1030.62% 
Romania’s Paula Seling and Ovi with “Playing With Fire”990.59% 
Sweden’s Anna Bergendahl with “This Is My Life”970.58% 
Greece’s Giorgos Alkaios and Friends with “Opa”910.54% 
Slovakia’s Kristina with “Horehronie”840.5% 
Latvia’s Aisha with “What for?”710.42% 
Portugal’s Filipa Azevedo with “Há dias assim”560.33% 
Albania’s Juliana Pasha with “It’s All About You”470.28% 
Denmark’s Chanée & Tomas N’evergreen with “In A Moment Like This”450.27% 
Finland’s Kuunkuiskaajat with “Työlki ellää”420.25% 
Norway’s Didrik Solli-Tangen with “My Heart Is Yours”360.22% 
Moldova’s Sun Stroke Project & Olia Tira with “Run Away”340.2% 
Ireland’s Niamh Kavanagh with “It’s For You”320.19% 
Belgium’s Tom Dice with “Me and My Guitar”270.16% 
Cyprus’ Jon Lilygreen & The Islanders with “Life Looks Better In Spring”270.16% 
Estonia’s Malcolm Lincoln with “Siren”250.15% 
United Kingdom’s Josh Dubovie with “That Sounds Good to Me”200.12% 
F.Y.R. Macedonia’s Gjoko Taneski with “Jas Ja Imam Silata”190.11% 
France’s Jessy Matador with “Allez! Ola! Olé!”180.11% 
Bulgaria’s Miro with “Angel Si Ti”170.1% 
Malta’s Thea Garrett with “My Dream”170.1% 
Bosnia’s Vukašin Braji? with “Munja I Grom”130.08% 
The Netherland’s Sieneke with “Ik Ben Verliefd (Shalalie)”130.08% 
Russia’s Peter Nalitch with “Lost and Forgotten”120.07% 
Georgia’s Sofia Nizharadze with “Shine”110.07% 
Switzerland’s Michael von der Heide with “Il pleut de l’or”100.06% 
Iceland’s Hera Björk with “Je Ne Sais Quoi”60.04% 
Slovenia’s Ansambel Roka Žlindre in Kalamari60.04%

mbl.is Spá Íslandi úrslitasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB- Nei takk.... ég er góður

Ég hef á undanförnum mánuðum verið heldur mótfallinn ESB aðild, en þó enginn fantík í þeim efnum. Björgunarhugmyndir Evrópusambandsins... hvernig þetta bandalag hyggst takast á við fjármálakreppuna með sameiginlegu átaki hafa gert mig enn meira afhuga þeirri hugmynd að við ættum við vera í þessum pakka.

Það eru ekki einungis Slóvenar sem þurfa yfirdrátt til að bjarga öðrum þjóðum í bandalaginu. Portúgalar hafa upplýst að þeir þurfa einnig að taka lán fyrir þegna annars ríkis, þ.e. Grikklands. Ekki nóg með það heldur er þeim gert skylt að lána þeim með 5% vöxtum, á meðan að lánakjörin sem þeim sjálfum bjóðast eru 5,5%

Spánverjar, Írar og Ítalir eru í svipuðum vandræðum.

Þjóðverjar eru aflögufærir og gætu hugsanlega "grætt" á þessari lánastarfsemi, EF við gefum okkur að Grikkir geti yfir höfuð borgað eitthvað af þessum björgunarpakka/lánum til baka. En það er alls óvíst og hvað verður þá um "fátæku" löndin?

ESB- nei takk! ....Ég er góður Errm


mbl.is Slóvenar þurfa lán til að hjálpa Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófar að nóttu

Þessi bloggfærsla mín kemur viðtengdri frétt ekkert við að öðru leyti en því að hún varðar nýbakaða foreldra, en ég ákvað að tengja færsluna við fréttina í þeirri von að ef margir lesa þetta, þá er e.t.v. örlítil von þó veik sé, að málið upplýsist.

Þannig var að sl. nótt var öllum dekkjum á fólksbíl mágs míns stolið fyrir utan heimili hans að Ásakór í Kópavogi. Dekkin voru ný sumardekk á álfelgum og tjónið er mjög tilfinnanlegt fyrir hann og fjölskyldu hans, ekki undir 400 þúsund krónur.

Mágur minn greindist með MS-sjúkdóminn fyrir um ári síðan og var frá vinnu í marga mánuði en fyrir Guðs blessun hefur hann náð sæmilegri heilsu á ný þó vissulega sé óvissa með framhaldið. Hann er nú í fæðingarorlofi ásamt konu sinni en þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um mánuði síðan.

3

Svona var aðkoman í morgun þegar hann kom að bílnum.

1

Svona líta felgurnar út: Felgur, VW Vision 18x8". Dekkin eru IronMan 235/40/R18

Ef einhver sér svona felgur, væntanlega nýkomnar undir bíl eða verða það fljótlega, þá væri ljúft ef þið létuð viðkomandi vita: Örn Ingi, sími 849 6845. Felgurnar eru ekki nýjar en dekkin eru það.

Ömurlegt að lenda í þessu.

Ps. Mér þykir merkilegt að lögreglan sem kölluð var á staðinn strax í morgun, skyldi ekki athuga hvort fingraför væru á bílnum í kringum brettin. Þeir reiða nú ekki allir með vitið í þverpokum, þjófarnir GetLost og ég hefði haldið að lögreglunni ætti að vera kunnugt um það.


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband