Davíðsbrandari

 Maðurinn sem nokkuð margir elska að hata, Davíð Oddsson, hefur sennilega verið þræddur í gegnum fleiri og smærri nálaraugu rannsakenda en nokkur annar Íslendingur í sögu þjóðarinnar. Niðurstaðan úr þeim rannsóknum er mörgum "hatara" Davíðs, vonbrigði.

Ávirðingar þær er Davíð fær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, eru studdar hæpnum laga og siðferðisrökum, enda hefur Davíð ekki verið kærður og þaðan af síður dæmdur að lögum. Engin efni standa til lögsóknar á hendur Davíð og auðvelt yrði fyrir hann að hrynda slíkri málssókn.

Af ÞESSU bloggi nappaði ég þessari sögu hér að neðan, af hnyttni Davíðs í tilsvörum. Hann er fljótur að greina aðalatriði frá smáatriðum. Íslenska þjóðin þarf á manni eins og Davíð að halda, nú sem aldrei fyrr.

"Margrét Danadrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands í maí 1998. Við það tækifæri færði Ólafur Ragnar Grímsson henni að gjöf ljósmynd af Grími rakara Kristgeirssyni, föður sínum. Þótti mörgum það einkennilegt. Skömmu síðar var Davíð ræðumaður á fundi sjálfstæðismanna á Selfossi. Eftir framsögu Davíðs spratt upp einn fundarmanna og spurði, hvað hann segði um það sem forsætisráðherra, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara, föður sínum. Davíð svaraði: „Ég geri enga athugasemd við það.“ Nokkrar aðrar spurningar voru bornar upp, en þá kvaddi fyrsti fyrirspyrjandinn sér hljóðs aftur og spurði: „Skil ég forsætisráðherra virkilega rétt, að hann geri enga athugasemd við það, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skuli hafa gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara, föður sínum, í opinberri heimsókn hennar?“ Davíð svaraði að bragði: „Já, það er alveg rétt skilið, enda veit ég ekki til þess, að Margrét drottning hafi átt neina ljósmynd af Grími rakara.“


mbl.is Handtökuskipun alltof harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drullaðu þér frá

Mörg góð fræðslumyndbönd um umferðarmál má finna á youtube, m.a. þetta um "forgangsakstur"

En svo finnst mér þessi auglýsing algjör snilld:


mbl.is Forgangsakstur æfður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið að gera hjá leikkonunni?

charlotteÞessi leikkona starfaði með Polanski þremur árum eftir að meint nauðgun átti sér stað. Mér finnst frásögn hennar ótrúðverðug og benda frekar til þess að hún sé að auglýsa sig í dag. Hún hefur leikið í mörgum bíómyndum og flestar ef ekki allar tilheyra svokölluðum B-myndum, eða ódýrum og lítt vönduðum stykkjum.

Charlotte seldi Playboy tímaritinu aðgang að líkama sínum árið 1993. Hún hefur verið óspar á að sýna sig og árið 1990 varð hún í 9. sæti í einhverri kosningu um flottasta líkamann. 


mbl.is Nýjar ásakanir á hendur Polanski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki á valdi kæranda að draga til baka

Það er ekki á valdi kæranda í líkamsárásarmálum að draga til baka kæru. Ég hélt að þingmenn þyrftu "pungapróf" í löggjöf, áður en þeir setjast á þing Errm


mbl.is Vill að ákæra verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskipti og fjármál = sakamál

Eins og flestir vita er um nokkra bogg-flokka að ræða hér á Moggablogginu. Einn þeirra kallast "viðskipti og fjármál". Annar kallast "sakamál" og nú setur maður flestar bloggfærslur um bankahrunið í þann flokk.

Enn annar flokkurinn kallast "Stjórnmál og samfélag". Sennilega fer maður að nota sakamálflokkin undir stjórnmálabloggið líka.

Hvernig liti það út ef bandarískir stjórnmálamenn yrðu uppvísir að því að vera í fjárhagslegum tengslum við Mafíuna þar í landi? Tengslum sem næmi tugum, hundruðum og jafnvel miljörðum króna?

Flokksmenn mínir, Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín og sennilega fleiri... og einnig fólk í öðrum flokkum, eiga ekki að koma nálægt pólitísku starfi fyrir almenning. Þau eiga bara að einbeita sér að fjármálabraski.


mbl.is Glitnir: „Skýstróks-áætlunin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Bubbi nú?

"Stærsta bankarán sögunnar" Mig minnir að þetta hafi verið fyrirsögn með stríðsfréttaletri í baugsmiðlunum og höfð eftir Jóni Ásgeiri þegar ríkið yfirtók 75% af hlutafé bankans í upphafi hrunsins.

Þetta var hárrétt hjá "götustráknum", en ránið átti sér bara stað mun fyrr og ræninginn var ekki ríkið, heldur hann sjálfur.

Hvað segir Bubbi Morthens nú?


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldrifjaðir og forhertir glæpamenn

hvítflibbarEf einhver hefði sagt við mig í upphafi hrunsins að Hreiðar Már, Magnús Guðmunds, Sigurður Einarsson, Björgólfsfeðgar og sennilega miklu fleiri af toppmönnunum í íslenska bankakerfinu, væru kaldrifjaðir og forhertir glæpamenn, hefði ég sagt að það væri bull og vitleysa. Annað virðist komið á daginn.

Um Jón Ásgeir gegnir öðru máli, hann er "götustrákur".... eins og Davíð Oddsson orðaði pent.


mbl.is Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpirnir byrjuðu 2005!

white_collar_crimeÞað að glæpsamlegt athæfi þessara manna hafi byrjað árið 2005... kannski fyrr, hver veit, bendir til þess að mennirnir séu í grunninn óheiðarlegir. Árið 2005 var allt í blóma og engin teikn á lofti um að bankarnir væru að sigla í vandræði. Eftir því sem mér skilst var það ekki fyrr en 2006 sem síga fór á ógæfuhliðina, þó engan hér á landi grunaði það, a.m.k. ekki stjórnmálamönnunum okkar, nema Davíð Oddsyni, hann varaði við þessu.

En auðvitað vissu stjórnendur og eigendur bankanna hvað klukkan sló árið 2006.... kannski fyrr. Ég hef ákveðinn skilning á því að bankamennirnir hafi farið á taugum nokkrum mánuðum fyrir hrun og tekið óskynsamlegar og jafnvel glæpsamlegar ákvarðanir þegar hyldýpið blasti við. Ekki að það hafi verið réttlætanlegt á nokkurn hátt, en menn undir miklu álagi hugsa stundum óskýrt og missa glóruna.

 En skjalafals og markaðsmisnotkun í velgengni sýnir að þessir menn eiga sér engar málsbætur og í væntanlegum dómsmálum yfir þeim, eiga þeir því að fá sínar refsingar í samræmi við það.


mbl.is Framburður stangaðist verulega á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuhamlandi ríkisstjórn

Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn komu sér upp þeirri ímynd, og það réttilega á fyrrihluta 20. aldar, að þeir væru málsvarar verkalýðsins og lítilmagnans í þjóðfélaginu. Það væri hins vegar ofsagt að segja að réttindi og kjör verkalýðsins sé vinstrisinnuðum stjórnmálamönnum að þakka. Þar hefur verkalýðurinn sjálfur staðið í fremstu víglínu og barist með blóði, svita og tárum fyrir kjörum sínum með þeim fulltrúum sínum sem þeir kjósa beinni kosningu innan félaga sinna. Tengsl þeirra forystumanna hafa reyndar gjarna verið við stjórnmálaflokkana á vinstri vængnum, en það hefur ekki alltaf verið til farsældar.

hvalurÞær kynslóðir sem fæddar eru á seinni hluta 20. aldar, þekkja ekki þá tíma af eigin raun þegar verkalýðsforystan nánast þagnaði þegar "Þeirra" menn voru í ríkisstjórn". Þá eins og nú eru vinstrimenn bestir í stjórnarandstöðu. Þeir kunna sig í því umhverfi en þeir kunna ekkert að stjórna.

Tengslin milli forystu verkalýðsfélaganna og vinstriafla í stjórnmálum, eru fyrir löngu hætt að hafa einhverja þýðingu fyrir hagsmuni verkalýðsins, ef þau hafa þá nokkurntíma haft hana. A.m.k. hafa þessi tengs verið til óþurftar oft á tíðum.

Þetta hafa vinstrimenn skynjað og því hafa þeir þurft að taka aðrar hugsjónir í fóstur. Umhverfisvernd varð fyrir valinu. Útfærsla sumra stjórnmálamanna á þeirri hugmyndafræði, hefur verið kostuleg á undanförnum árum.

Sú hugmyndafræði kristallast í dag í þeirri stefnu að ekki megi nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða. Hinn vinnandi verkamaður er aukaatriði í dag. Hann er ekki eins öruggt atkvæði í kosningum og áður fyrr. Nú eru það millistéttarsófakommarnir sem er markhópurinn.


mbl.is Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slúðursnepill

Ég skil ekkert í Moggamönnum að tékka og doble tékka ekki frétt frá DV, áður en þeir vitna í hana. Þessi annarsflokks slúðursnepill hefur ekki verið vandur að virðingu sinni hingað til.

Ég hélt að allir vissu það Errm

060110

Þessi forsíða DV varð til þess að maður á sextugsaldri svifti sig lífi. Enginn dómur hafði fallið í málinu og rannsókn þess var á frumstigi.

Dv tók að sér að dæma og refsingin var fullnustuð með aftöku.


mbl.is Röng frétt um ferðir Ólafs Þórs í DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband