Slúðursnepill

Ég skil ekkert í Moggamönnum að tékka og doble tékka ekki frétt frá DV, áður en þeir vitna í hana. Þessi annarsflokks slúðursnepill hefur ekki verið vandur að virðingu sinni hingað til.

Ég hélt að allir vissu það Errm

060110

Þessi forsíða DV varð til þess að maður á sextugsaldri svifti sig lífi. Enginn dómur hafði fallið í málinu og rannsókn þess var á frumstigi.

Dv tók að sér að dæma og refsingin var fullnustuð með aftöku.


mbl.is Röng frétt um ferðir Ólafs Þórs í DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Röng frétt" !!!!  Ef ég rifja rétt upp íslenskukunnnáttuna og vísan í blaðamannalög þá vísar þetta orðalag til þess að umrædd ummæli eigi ekki við viðkomandi mynd eða fréttatilkynningu, en í þessu tilviki er augljóst að um er að ræða "misvísandi og villandi  frétt" ,

en annars varðandi umrædda frétt hjá DV þá er augljóst að DV hefur lengi vel farið frjálslega með íslenskuna svo og túlkun blaðamannalaganna í gegnum tíðina !  Ég er fyrir löngu orðin hissa á að DV skuli enn vera á lífi, en án efa er það vegna dulbúinna fjárfesta sem vilja ekki segja til nafns, heldur setja peninga sína að veði á nafni Reynis Trausta og co.

Brynja (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Elle_

Já, sammála Gunnar.  Lélegur pappír.  Og ömurlegt með manninn. 

Elle_, 10.5.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ef einhver kæmi fram og segði að þú hefðir nauðgað honum, myndir þú fara yfir um og drepa sjálfan þig ef þú værir saklaus eða myndir þú brjálast yfir lygunum sem bornar væru á þig?

Fyrir mér er þetta skólabókardæmi, ef bornar eru upp á þig rangar sakir þá verður þú reiður að það skuli vera vegið að þér á ómaklegann hátt, ef sakirnar eru á rökum reistar þá hagar þú þér á annan hátt.

Og ef út í það er farið, var einhver kærður og dæmdur fyrir að birta lygar, var einhver kærður og dæmdur fyrir þá meinyrði að bera rangar sakir á þennan mann?  Ég spyr þar sem ég ekki veit. En ég tel að þessi einhenti hafi verið sekur og tekið auðveldu leiðina út því ég tel að enginn fari að svipta sig lífi saklaus, fólk sviptir sig lífi ef það er sekt og kemst upp um það.

Tómas Waagfjörð, 10.5.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta mál vakti viðbjóð fólks á DV á sínum tíma en Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson voru þá ritstjórar blaðsins.

Myndbirting á grunuðum mönnum á ekki að eiga rett á sér. Þær vekja upp svona drauga eins og þig, Tómas.

Það geta verið ótal ástæður fyrir því að maðurinn svifti sig lífi, aðrar en þær að þessar ásakanir hafi verið sannar.  

En það verður ekki upplýst úr þessu, þökk sé DV

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2010 kl. 23:35

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það eitt og sér að enginn skuli hafa verið kærður, hvorki ritstjórarnir né þeir sem báru á manninn sakirnar, hlýtur að segja þér að hann hafi verið sekur. Ég meina, ef hann hefði verið saklaus þá hefði eldi og brennistein rignt yfir þá alla og allir dregnir fyrir dóm. En þú mátt halda það sem þú vilt, ég aftur á móti neita að trúa því að saklaus maður fremji sjálfsmorð vegna upploginna saka. Sekur maður er mun líklegri til að drepa sig þegar kemst upp um hann.

Tómas Waagfjörð, 10.5.2010 kl. 23:49

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki hægt að sanna eitt nér neitt ef ekki er hægt að yfirheyra.

Það eitt að bera á menn sakir, er ekki sönnun. Að maðurinn hafi svift sig lífi er heldur ekki sönnun á neinu. Maðurin getur hafa átt við andleg veikindi að stríða og ekki þolað þessar skelfilegu ásakanir. Kannski var hann sekur.....

En hvaða tilgangi þjónar myndbirting og nafngreining á manninum? Jú, blaðið seldi einhver aukaeintök af blaðinu í lausasölu, sennilega fólki eins og þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 00:19

7 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Núna sýnir þú þinn innri mann, ræðst á persónu mína vegna þess að okkar skoðanir eru ekki eins. Þú veist akkúrat ekkert um mig annað en það sem ég hef leyft þér að vita, sem er voða lítið. Samt virðist þú geta sett mig í einhvern hóp sem þú hefur myndað þér um hvernig persóna ég er.

Ég hélt í alvörunni út frá skrifum þínum að þú værir betri en það en mér greinilega hefur skjátlast. Sumir eru greinilega yfir aðra hafna, ekkert sem ég get gert í því.

En burt séð frá því hvaða álit þú virðist hafa myndað þér um hversu mikill skítur og ómenni ég er þá stend ég við það sem ég hef sagt hér fyrir ofan, því ég tel að kynferðisafbrotamenn eigi ekkert gott skilið.

Meina comon, gaurinn neitaði ekki, hann sagði þetta misskilning, döööh.

Tómas Waagfjörð, 11.5.2010 kl. 01:21

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

´Veit ég ekkert um þig?

Mér finnst ég vita nóg, hins vegar leggur þú mér orð og skoðanir í munn.

-

"skítur og ómenni ég er", eru þín orð, ekki mín

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband