Tévez í akstursbann - Skildi ekki bréf lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.3.2013 (breytt kl. 12:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um leið og nýju bankarnir risu upp af rústum þeirra gömlu, snerust gróðahjól þeirra á fullu að nýju. Lánveitendur úr einkageiranum eru ekki í neinni kreppu, aðeins skuldarar.
Í "gróðærinu" gátu allir fengið lán, nánast engum var neitað. Jafnvel þeir sem stóðust ekki greiðslumat, stóðust það samt, ef bankastarfsmaðurinn sleppti bara nógu mörgum útgjaldaliðum. 90-100% lán fyrir íbúðakaupum var ekkert mál fyrir bankana.
Frelsi lánveitenda fylgir ábyrgð.... eða á það bara við um skuldarana?
"Gjör rétt, þol ei órétt"
Jón Steinar: Lýðskrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.3.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sumir hafa sagt að Björn Valur hafi verið bergmál Steingríms Joð allt kjörtímabilið. Sé einungis óheflaða útgáfan af formanninum fyrrverandi. Ekki það að Steingrímur sé tiltakanlega heflaður.
Katrín vill engan styggja en Björn Valur lætur sér í léttu rúmi liggja þó hann safni að sér óvinum.
Steingrímur hlýtur að vera ánægður að "bergmál" hans heyrist í forystusveit VG.
Björn Valur kjörinn varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heyrst hefur að Björn Valur trúi á pólitískt framhaldslíf og fái úthlutað "öruggu" þingsæti nái hann varaformannsembættinu.
Reyndar skilst mér að VG eigi ekkert öruggt þingsæti lengur.
Björn Valur í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað "selur" í kosningunum í vor? Sennilega ekki Árni Þór Sigurðsson
Vinstri menn reittu hár sitt og skegg af bræði yfir ritstjórnarpistli Moggans í gær.... og einhverjir sjálfstæðismenn líka, sem greinilega eru ekki almennilega jarðtengdir.
Ég tók þessa tilvitnun af facebook-síðu vinar:
"Eiga kvenkynsstjórnmálamenn að vera í skjóli fyrir allri gagnrýni vegna kynferðis síns? Hafa ekki stærri orð verið látin falla um nafngreinda menn og jafnvel konur á hægri væng stjórnmálanna? Það sem Mogginn er einfaldlega að benda að er að Katrín hefur ekki skapað sér sjálfstæða ímynd sem stjórnmálamaður heldur bakkað Steingrím J. upp í öllum hans verkum. Lilja Mósesdóttir sem starfaði með Katrínu í þingflokki Vg sagðist ekki vita eftir þau kynni fyrir hvaða stefnu Katrín stæði fyrir. Mun Katrín ná að hrista Steingrím af sér? Er ekki öllu líklegra að hann stjórni því sem hann stjórna vill með sína klíku við höndina. Katrin er með öðrum orðum kosningaskraut, nauðvörn flokks í frjálsu falli." ( Andrés Andrésson )
Ég tek undir þessi orð.
Fer ekki í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2013 (breytt kl. 18:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kína, N-Kórea, Jemen, Sádi Arabía... ekki leiðum að líkjast
Hugmyndir Ögmundar vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | 14.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hefði vel trúað þessari forræðishyggju upp á vinstri menn
Eftirlit og innheimta yrði kostnaðarsöm og svo eiga ekki allir heimangengt.... veikir o.s.f.v. Þá þarf væntanlega að skila inn vottorði og fara yfir þau. Ég held að hægrimenn í Frakklandi hafi ekki hugsað málið alveg til enda.
Munið að "kjósa" í skoðanakönnuninni hér til hliðar
Vill knýja Frakka til að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.2.2013 (breytt kl. 09:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær ók ég manni frá Filippseyjum. Stór snjókorn féllu, svokölluð "hundslappadrífa", þegar hann settist inn í bílinn hjá mér. Ég tók eftir að hann horfði á þetta í forundran og svo sagði hann að hann væri að sjá snjó í fyrsta sinn á ævinni. Ekki einu sinni í hæstu fjöllum á Filippseyjum er snjór, sagði hann mér.
Hér til hægri hef ég sett inn nýja skoðanakönnun. Endilega takið þátt til gamans.
Bloggar | 13.2.2013 (breytt kl. 13:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa ítrekað sagt að stjórnarskrárfrumvarpið skuli keyrt í gegnum þingið, hvað sem það kosti og lagt um leið pólitískt líf sitt að veði. Ólina Þorvarðardóttir sagðist í Silfri Egils á sunnudaginn ætla að kalla sig hund ef þetta tækist ekki.
Hver borðtuskan af annarri, blautar og skítugar, skella í andlit ríkisstjórnarinnar. Nú er það álit Feneyjarnefndarinnar.
Þegar menn leggja líf sitt að veði en tapa svo, þá gjalda þeir fyrir með lífinu. En það er ekkert að marka þetta lið frekar en fyrri daginn. Það hangir eins og hundar á roði á stjórnartaumunum í stað þess að hunskast á brott. Það veðjar en geldur ekki, en sjálfsagt tæki það glaðhlakkandi við sigurlaunum ef svo ólíklega vildi til að það álpaðist einhvern tíma til að veðja rétt.
Flókin ákvæði í stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virkilega flott hjá þessum stelpum á myndbandinu.
Eyþór Ingi er flottur söngvari þó mér finnist nefhljómurinn mikill löstur á rödd hans. Þetta hefur þó skánað mikið frá því hann öðlaðist athygli í þættinum "Bandið hans Bubba". Ég sá Eyþór í "Rocky Horror" í Hofi á Akureyri í fyrra vetur og þar fór hann algjörlega á kostum í hlutverki Riff Raff sem sjá má HÉR
Evróvisjónlagið sungið í messum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 11.2.2013 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir