Ég hef fylgst með pólitík í rúm 30 ár og hef aldrei orðið vitni að öðrum eins hroka og yfirlæti stjórnarþingmanna, gagnvart fréttamönnum og núverandi stjórnarþingmenn hafa sýnt að undanförnu. Ítrekað neita þeir að svara fréttamönnum og labba snúðugir á braut.
Ögmundur jónasson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld eitthvað á þessa leið: Afhverju spyrjið þið ekki að einhverju öðru sem skipti máli. Ég hélt satt að segja að stjórnmálamenn veldu ekki sjálfir, hvers þær væru spurðir. Þetta er sjálfsagt hið "Nýja Ísland".
Lára Hanna Einarsdóttir, "ofurbloggari", eins og hún er kölluð, birti frægt myndband, sem sýndi Geir Haarde á þennan hátt, þ.e. pirraðan og strunsa burt frá fréttamönnum. Hluti þess myndbands var upptaka án vitundar Geirs. Það var svo G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður RUV, sem tók upptökuna ófrjálsri hendi, m.ö.o. stal hann efni frá fyrrum vinnuveitanda sínum, sem Lára Hanna notaði svo á bloggsíðu sinni.
Svo alvarlegt þótti athæfi G. Péturs, að útvarpsstjóri sendi starfsfólki sjónvarpsins bréf, dags. 25. nóv. 2008, en þar sagði m.a.:
"Nú hefur það því miður gerst að fyrrverandi fréttamaður RÚV hefur tekið ófrjálsri hendi upptöku sem hann sjálfur taldi ekki ástæðu til að nota á sínum tíma en frumbirtir nú á bloggsíðu sinni löngu síðar, - jafnvel bút þar sem augljóst má vera að viðmælandinn vissi ekki að upptaka væri í gangi."
Hvers vegna G. Pétur Matthíasson sætti ekki opinberri ákæru fyrir verknaðinn, er mér hulin ráðgáta. . Enn fremur segir í bréfinu:
Þetta er að mínu viti svo ómerkileg og óheiðarleg framganga að ekki verður við unað, - fyrir nú utan að brjóta á ýmsum hagsmunum RÚV, þ.m.t. eignarrétti og höfundarrétti. Ég hef því ákveðið að gefa viðkomandi sólarhrings frest til að skila þeim gögnum sem hann tók í heimildarleysi frá Ríkisútvarpinu og biðjast opinberlega afsökunar á framferði sínu. Að öðrum kosti verður málið afhent lögmanni RÚV til meðferðar.
Lára Hanna þarf ekki að leita fanga hjá þjófi til að skeyta saman myndbandi af dónalegum stjórnmálamönnum, eins og hún gerði þegar hún fékk efni frá G. Pétri Matthíassyni. Hún þarf bara að ýta á "Rec"þegar viðtöl birtast í ljósvakamiðlunum, við Jóhönnu Sig, Steingrím, Ögmund... ah, ég nenni ekki að telja upp allt þing og ráðherralið ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Þingflokksfundi VG lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.1.2011 (breytt kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fæ ómögulega séð hvernig það, að leigja nýtingarrétt á auðlind sé slæmt fyrir þjóðina... nema leigusamningurinn sé þá bara lélegur. Þess vegna er það út í hött að stjórnarskrárbinda að ekki megi leigja nýtingarréttinn. Um eignarhald gegnir allt öðru máli.
Ég held að ansi margir sem skrá nafn sitt á þennan undirskriftalista, hafi ekki hugmynd um hvað í honum felst, né hvernig forsprakkar þessa svokallaða átaks, komi til með að túlka og nota hann, í nafni fólksins/þjóðarinnar.
Og bara það að tala um "vilja þjóðarinnar" í þessu samhengi, setur að mér ákveðinn óhug. Ég hef fengið nasasjón af hugmyndafræði, t.d. Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri aðila sem er áberandi í þessu söfnunarátaki. Ég treysti þeim ekki til að túlka minn vilja.
![]() |
Söfnunin heldur áfram í viku í viðbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 9.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég fór á Eskifjörð frá Reyðarfirði rétt upp úr kl. 18 í dag. Þetta átti að verða skot túr en ég var að koma inn úr dyrunum heima, þrem klukkutímum síðar. Að jafnaði er maður tæpan hálftíma að keyra þessa leið, fram og til baka.
Ekki er ófærðinni fyrir að fara, heldur er skyggnið nánast ekkert, 10 stiga frost og vindur 20-30 m. á sekúndu. Það er þó er farið að draga svolítið í skafla, innanbæjar á Eskifirði. Eina leiðin til að komast þokkalega öruggur áfram, er að vera í fyrsta gír og horfa á vegkantinn út um hliðarrúðuna. Það dugar þó ekki til á löngum köflum og þá er ekkert annað en að gera en að stoppa.
Asskoti var ég feginn þegar ég komst loksins heim.
![]() |
Vitlaust veður fyrir austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
VG-liðum þykkir skynsamlegt að leyna kjósendum sínum hvað fer fram innan flokksins. Það rímar ekkert sérlega vel við "allt opið, gegnsætt og upp á borðum", en með slíkum slagorðum voru kjósendur lokkaðir til fylgis við ríkisstjórnarflokkana.
Lilja Mósesdóttir á sér tvífara, eins og sést á myndinni hér að neðan.
![]() |
Vildu ekki birta minnisblaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég sagði í bloggpistli fyrir nokkrum dögum að Gylfi og Lexi væru líklegir, og það kom á daginn.
Alexander er mjög vel að titlinum kominn, eftir mörg góð ár með landsliðinu. Hann gefur sig 100% fyrir handboltalandsliðið, og rúmlega það og virðist alltaf tilbúinn, bæði andlega og líkamlega. Hann spilaði kjálkabrotinn næstum heilan leik á evrópumótinu í Sviss 2006, en það virtist ekki skipta hann nokkru máli. Alexander er aðdáunarverður Íþróttamaður.
Ég held ég muni það rétt, að Lexi er fyrsti maðurinn sem ekki er infæddur mörlandi og hlýtur þennan titil. En hann hefur sýnt að meiri Íslendingur er ekki hægt að vera og raunar mættu margir innfæddir taka hann sér til fyrirmyndar.
Til hamingju, Lexi!
![]() |
Alexander íþróttamaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Með núverandi ríkisstjórn við völd, eru þrjár leiðir í boði út úr kreppunni:
- Icelandair
- Iceland Express
- Norræna
![]() |
Átökin mest um ESB-stefnu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | 4.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Margir telja það réttlætismál að jafna vægi atkvæða til alþingiskosninga. Allir hljóta að sjá hvernig það færi. Sárafáir landsbyggðarmenn kæmust á þing.
Nú hefur þingmaður Vestfirðinga, Ólína Þorvarðardóttir, fengið fund með hraði hjá umhverfisnefnd, vegna eiturmengunar frá sorpbrennslufyrirtæki. Hún á hrós skilið fyrir það.
Ég er ekki viss um "101" þingmaður hefði verið mikið að flýta sér í þessu máli.
![]() |
Funi í umhverfisnefnd Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 4.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Loftslagshysterían"er að ná nýjum hæðum þessa dagana.
Nú þegar fréttir berast af kuldum um víða veröld, meira að segja á Suðurhveli, þar sem nú er hásumar, þá hamast vísindamennirnir sem aldrei fyrr við að koma vátíðindum af hlýnandi loftslagi til skila.
Þeir eru auðvitað skíthræddir um að hinir djúpu ríkisvasar lokist á þá, ef engin er váin. Þess vegna dynja yfir okkur stanslausar fréttir af voðalegum atburðum sem í vændum eru. Einhverjir "vísindamenn"segja að Grænlandsjökull gæti horfið á 50 árum og sjávarborð hækki um 7 metra. En Dr. Hubbard segir það af og frá. Hans tímamörk eru 100-1000 ár.
Loftslags og veðurfræði er blómlegur bissness í dag, enda hefur ásókn í að læra fræðin, stóraukist á undanförnum árum. Hagfræði og viðskiptafræði er eitthvað svo "2007" í dag.
![]() |
Grænlandsjökull bráðnar ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 4.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndi það drepa þig, ef þú hægðir aðeins á þér?
Fínt slagorð, ekki satt?
Aldrei hafa orðið jafn fá banaslys í umferðinni á Íslandi og árið 2010, ef miðað er við fjölda bíla í umferðinni. Þegar síðast sást svona lág tala, var árið 1968!
Punktakerfið fyrir byrjendur í umferðinni er þar lykilatriði að mínu mati. Fyrirhugað er að hækka bílprófsaldur í 18 ár, en afar skiptar skoðanir eru um að það skili árangri, einnig meðal fagaðila í umferðarmálum. Sömuleiðis er talað um akstursbann 17-18 ára á nóttunni um helgar, nema í fylgd með fullorðnum. Einnig eru uppi hugmyndir um að akstursleyfi ungra ökumanna sé bundið við tiltekinn hestaflafjölda.
Ég held reyndar að sumar þessara hugmynda séu óraunhæfar. Er ekki rétt að kenna fólki að umgangast hlutina freka en að banna þá?
![]() |
Færri látast í umferðarslysum á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 3.1.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 947243
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Miðsumar - eða þar um bil
- Í dag: þetta
- Tíska : Fyrirsæti setur sig í stellingar
- Sjúkleiki Morgunblaðsins á sér fá mörk.
- Bill Gates: Vísindamaður? Bjargvættur? Eða bara ókjörinn heimsstjórnandi?
- Hver er svikaraflokkurinn?
- Heilsuspillandi loftmengun á Suðvesturlandi
- Hér er viljayfirlýsingin sjálf, undirrituð.
- Skjöldur Íslands og staðreyndir um samfélagið .
- HÚN ROÐNAR VÍST ÞEGAR HENNI VERÐUR ÞAÐ Á AÐ SEGJA SATT..........