Guðjón Þórðarson fyrv. landsliðsþjálfari sagði eftir að Ísland tapaði fyrir Tékklandi 4-0 ytra, (þá var Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari) að það væri ekkert að því að tapa 4-0, heldur hvernig liðið spilaði, það skipti öllu máli. Það er hægt að fara stoltur af velli þrátt fyrir stórt tap, ef liðið spilar vel og af baráttu. Ég er sannfærður um að bæði Svíar og Danir hafa lið á topp 10-15 listanum í heiminum í dag og ekkert að því að tapa fyrir þeim, jafnvel 5-0, en ekki á þennan hátt.
Ekkert hefur sést til gleði, bárrátu eða spili hjá íslenska landsliðsins lengi og þeir sem hafa gaman af að horfa á fótbolta verða þunglyndir af að horfa á íslenska landsliðið. Ef Eyjólfur verður ekki látinn taka pokann sinn eftir 8 leiki og aðeins einn sigur þá er það merki um metnaðarleysi allra sem að KSÍ koma.
Ég horfði á leik Eista og Englendinga þar sem England vann 3-0. Eistar geta farið stoltir af heimavelli sínum eftir þann leik því þeir höfðu áhuga á því sem þeir voru að gera og spiluðu með hjartanu. Flottur leikur hjá þeim, þrátt fyrir stórt tap.
![]() |
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tók þetta af vef Fjardabyggdar . Myndin er úr vefmyndavél vegagerðarinnar í Oddskarði. Sést niður í Reyðarfjörð og nesið sem er örlítið hægrameginn við miðju er Hólmanesið við minni Eskifjarðar.
Reyðarfjörður er stærstur Austfjarða um 30 km. langur enda eru hafnarskilyrði eru hin ákjósanlegustu frá náttúrunnar hendi í firðinum. Innst í fjarðarbotninum er samnefndur bær, sem áður var nefndur Búðareyri. Búðareyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1890. Reyðarfjörður er nú hluti Fjarðarbyggðar.
Enda þótt sjávarútvegur og fiskvinnsla hafi verið töluverð á Reyðarfirði hér áður vógu þessar greinar ekki hlutfallslega jafn þungt í atvinnulífi staðarins eins og í flestum öðrum sjávarbyggðum austanlands. Verslun, þjónusta og samgöngur skiptu verulegu máli einkum þegar vegasamband við Fljótsdalshérað komst á og verslun héraðsmanna fluttist á Reyðarfjörð.
Nú er útgerð og fiskvinnsla hverfandi en atvinnulífið byggist á ört vaxandi þjónustu og byggingastarfsemi vegna byggingar álvers Alcoa og Kárahnjúkavirkjunar. Höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins á Austurlandi eru á Reyðarfirði svo og aðalskrifstofa Fjarðarbyggðar. Samskip er með fastar áætlunarsiglingar til Reyðarfjarðar.
Áhugaverðir staðir í Reyðarfirði
Íslenska stríðsárasafnið.
Stríðsárin eru eitthvert litríkasta tímabilið í íslenskri menningarsögu á síðari öldum. Þau nutu lítillar virðingar lengst af en hafa loks fengið uppreisn æru. Bretar hernumu Reyðarfjörð í síðari heimsstyrjöldinni, þar var fjölmennt setulið og víða stríðsminjar að finna. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist, árið 1995, í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra.Safnið er opið daglega frá 1.júní til 31.ágúst frá kl. 13:00 - 18:00 alla daga vikunnar. Utan þess tíma, eftir samkomulagi við safnvörð.
Hólmanes.
Fólkvangur á nesinu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Afar ánægjulegur staður til útiveru, hvort sem er í klettum eða fjöru.
Völvuleiðið.
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.
Grænafell.
Skjólsæll og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við bæinn. Auðveld stikuð gönguleið á fellið meðfram afar fallegu gili Geithúsaár.
Andapollurinn
Andapollurinn er lítil tjörn við bæinn, sem eldisfiski er sleppt reglulega í. Seldi eru veiðileyfi í Veiðiflugunni. Við tjörnina er tjaldsvæði bæjarinns
Þrívörður.
Upplýsingamiðstöð Fjarðarbyggðar og Fjarðaáls skammt ofan þjóðvegar við Sómastaði. Þar er hægt að fræðast um framkvæmdir við álverið auk þess að upplýsingar um Fjarðabyggð almennt eru veittar þar.
Þjónusta á Reyðarfirði.
Öll almenn þjónusta við ferðamenn er góð á Reyðarfirði. Þar eru dagvöru- og sérvöruverslanir, söluskálar, bifreiðaverkstæði, hótel, gistiheimili, vínbúð, lyfjaverslun, kvikmyndahús, heilsugæslustöð o.fl.
Bloggar | 6.6.2007 (breytt kl. 17:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá hef ég eignast mína fyrstu fartölvu. Ég er voðalega lukkulegur með gripinn sem er Acer Aspire 9300 með 17" skjá. Hljóðlát, þægileg og eldsnögg (hljómar eins og drauma eiginkona)
annað en gamli garmurinn, borðtalvan. (Ekki eiginkonan) Fyrir rúmu ári síðan formattaði ég harða diskinn á þeirri gömlu og hún var voða spræk, svona fyrsta kastið, en svo hægði á henni fljótlega aftur. Ég er viss um að einhversstaðar djúpt í stýrikerfinu er timer sem segir tölvunni að pirra eigandi sinn að ákveðnum tíma liðnum svo hann kaupi sér nýja tölvu. Samantekin ráð hjá tölvuframleiðendum
. Fáránlegt að þetta dýr tæki dugi ekki nema 3-5 ár.
Ég er svona aðeins að skoða þetta Windows Vista og mér líst bara vel á það. Ef einhver er með sniðug tips þá eru þau velkomin.
Bloggar | 6.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er eins gott fyrir þennan að haga sér vel. En pælið í þessu, ekki nóg með að vera sendur til Íraks, heldur fá tengdamömmu með í kaupbæti!!
Ps. Ég á yndislega tengdamömmu
![]() |
Með tengdamömmu sem yfirmann í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég má til með að leifa ykkur að njóta þessa með mér. Gæsahúð!
Bloggar | 5.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt merki Ol 2012 hefur litið dagsins ljós. Ég er enginn sérfræðingur í lógóum eða auglýsingahönnun en mér finnst þetta merki alveg laust við allann sjarma. Hvað varð um einfaldleikan? Að mínu mati eru einföldu lógóin langbest. Merki HM í Þýskalandi var dæmi um misheppnað lógó. Þar var einhver samvinna í gangi þar sem allt of margir komu að málum.
Merki Ol 2012
![]() |
Merki Ólympíuleikanna 2012 kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://www.youtube.com/v/l_dppH8kaeo">
Gaman að hlusta á þessa. Svo er hún líka með sexý munn
Bloggar | 4.6.2007 (breytt kl. 02:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landsleikur Dana og Svía verður lengi í minnum hafður. Frábær leikur hjá báðum liðum og dramatíkin ótrúleg. Ég og Jökull 11 ára sonur minn horfðum á leikinn í gær og svo aftur í endursýningu í dag. Og við vorum næstum jafn spenntir í endursýningunni! Lýsing Þorsteins Gunnarsson hjá Rúv á leiknum var í sama gæðaflokki og leikurinn.
Extrar Bladet í Danmörku er með þessa mynd og fyrirsögn á netmiðli sínum í dag. Gaurinn sem hljóp inn á völlinn mun ekki eiga sjö dagana sæla á næstunni, en hann mun vera Dani búsettur í Svíþjóð. Spurning hvort upphlaup hans bjargi Christian Poulsen, en hann sló sænskan sóknarmann í magann inn í vítateig, fékk rautt fyrir vikið og vítaspyrna dæmd, þó boltinn væri víðsfjarri.
Miðað við fyrirsögn Extra Bladet þá er Poulsen einnig í djúpum skít. Atvik þetta átti sér stað á 89. min., en Dönum hafði tekist að jafna á ævintýralegan hátt eftir að Svíar komust í 3-0 eftir 26 mínútna leik. FIFA hefur enn ekki lagt sinn dóm á ákvörðun þýska dómarans í leiknum að flauta leikinn af í kjölfar árásar fótboltabullunnar og dæma Svíum 3-0 sigur og því hafa staðfest úrslit á leiknum ekki fengist. Auðvitað veit enginn hvort Sörensen hinn danski hefði varið vítaspyrnuna eða ekki, en úr því fæst aldrei skorið. Ég hefði mikið viljað gefa fyrir að vera á Parken þessa kvöldstund. Ógleymanlegt!
![]() |
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.6.2007 (breytt kl. 16:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það litla sem má lesa úr þessari Mbl. frétt er að verkamenn á Kárhnjúkum hafa yfir litlu að kvarta nema veðrinu. Um það mun sendiherra Portúgals skila skýrslu til stjórnavalda í heimalandi sínu. Hvert upphlaupið af öðru hefur verið um meint harðræði og slæman aðbúnað á svæðinu frá upphafi framkvæmda. Stórar fyrirsagnir í blöðum í æsifréttastíl sem við nánari skoðun hefur oft reynst tómt bull eða í besta falli ýkjur. Það efast auðvitað enginn um að aðstæður þarna eru mjög erfiðar og margir Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta. En verkið þarf að vinna og málið snýst um hvort vinnulöggjöf sé brotin. Enginn er þarna nauðugur og ef laun eru lág þá er það ekki við Impregilo að sakast heldur íslenska verkalýðshreyfingu sem semja um lágmarkslaun.
Því verður þó ekki á móti mælt að Impregilo hefur gefið höggstað á sér og því hefur þeim reynst erfitt að reka af sér slyðruorðið. En andstæðingar framkvæmdanna hafa verið duglegir að hlaupa í blöðin með illa rökstuddar ásakanir. Sennilega hafa fáar framkvæmdir verið undir jafn öflugri smásjá og framkvæmdirnar fyrir austan og þar hafa þekktir andstæðingar framkvæmdanna verið áberandi, s.s. Guðmundur Gunnarsson form. rafiðnaðarsambandsins o.fl.Ég þekki persónulega Íslendinga sem hafa unnið þarna sem hafa allt aðra sögu að segja, en ég þekki líka Íslendinga sem taka undir bullið, en svo merkilega vill til að þeir eru líka á móti virkjuninni.
Ég sé stundum kvartað yfir því að málum sé ekki fylgt eftir af blaðamönnum, þegar fréttir með stórfyrirsögnum hafa birst um ástandið þarna. Hvers vegna er málum ekki fylgt eftir? Eða er þeim fylgt eftir, bara komið í ljós að ekki er eftir neinu að slægjast? En svo mikið er víst, að leiðréttingarnar fá ekki jafnstórar fyrirsagnir og ásakanirnar. Það eru ekki ný sannindi.
![]() |
Mun senda skýrslu til stjórnvalda í Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 (breytt kl. 14:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 4
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 947465
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Skiptir það máli hvað bítur á ?
- Duty free okurverð.
- 60 en líður sem 50
- Bara Evrópa hata frið
- Innri sundrung ógnar lýðræði
- ,,Sjálfan sig selur enginn nema með tapi"
- Hið góða samtal stjórnar og stjórnarandstöðu
- Sálarsundruð sturlun á firringu ofan
- Silja Bára styður menntamorð
- ÞAÐ VÆRI SVO SEM Í LAGI MEÐ VERÐTRYGGINGUNA EF HÚN VÆRI RÉTT ÚT REIKNUÐ....