Ég held að það sé afar lítill en hávær minnihluti sem fjargviðrast yfir boði Piu Kjærsgaard til landsins vegna hátíðarhalda fullveldisins. Píratar urðu sér til skammar að flestra mati og Helga Vala Helgadóttir er gjörsamlega dómgreindarlaus í málinu.
Hún yfirgaf þingpallinn á Þingvöllum þegar danski þingforsetinn hélt ræðu en situr svo til borðs með henni í hátíðarveislu á Hótel sögu um kvöldið ásamt manni sínum.
Það er auðvitað voða gott að fá frían hátíðarkvöldverð á hóteli fyrir sig og maka sinn.
Myndin er úr Fréttablaðinu í gær og sýnir Helgu Völu koma skælbrosandi til hátíðarkvöldverðarins ásam manni sínum.
Gagnrýnin fáránleg og til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.7.2018 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég fékk þann heiður að vera einkabílstjóri forsætisráðherra Slóvakíu í heimsókn hans til Reyðarfjarðar, 17. júní sl. í tilefni þess að Kapúsínamunkarnir á Reyðarfirði vígðu kirkju sína. Munkarnir eru frá Slóvakíu en biskup rómverks-kaþólskra á Íslandi, Davíð Tencer, sem einnig er slóvakískur sá um vígsluna. Einmuna veðurblíða var þennan dag, hægur andvari, léttskýjað og 20 stiga hiti. Daginn áður var kalt, svarta þoka og rigningarsuddi.
Kirkjan heitir Þorlákskirkja eftir heilögum Þorláki Þórhallssyni en árið 1984 lýsti Stjórnardeild sakramenta og guðsdýrkunar í Páfagarði hann verndardýrling Íslands.
Furðu lítil fjölmiðlaumfjöllun var á Íslandi um komu forsætisráðherrans, auk tveggja annarra ráðherra í ríkisstjórn hans til Reyðarfjarðar af þessu tilefni. Um 20 erlendir blaða og sjónvarpsfréttamenn komu með ráherrunum á Egilsstaðaflugvöll í einkaþotu slóvakíska ríkisins. Samtals voru í fylgdarliðinu 50-60 manns, flestir þeirra starfsmenn utanríkisþjónustunnar og þar á meðal starfsfólk sendiráðs Slóvakíu í Ósló, en þeir voru kontaktar mínir varðandi mitt hlutverk.
Það var mikil upplifun fyrir mig að taka þátt í þessu en ég var í stöðugum tölvupóstssamskiptum við sendiráðið í Ósló í 6 vikur fyrir heimsóknina. Ég þurfti að gefa upp kennitölu mína, senda mynd af bílnum mínum og skrásetningarnúmer og farið var ítarlega yfir alla dagskránna, hvert yrði ekið, vera í ákveðinni fjarlægð frá lögreglubílnum sem var á undan með blikkandi ljós og annar fyrir aftan. Mér var tjáð að fram í hjá mér yrði vopnaður lífvörður. Hann var ansi öflugur að sjá og ekki árennilegur, með dökk sólgleraugu og lítið samskiptatól í eyranu. Aftur í sat forsætisráðherrann ásamt kornungri og íðilfagurri snót sem ég vissi engin deili á.
Ráðherrar og fylgdarlið tilbúið til brottfarar frá Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum að morgni þjóðhátiðardagsins. Einkaþotan lenti kvöldið áður og þá var ég látinn aka alveg að landgangi flugvélarinnar.
Fyrst var ekið fram hjá Reyðarfirði og út að útsýnispallinum á Hólmahálsi, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.
Robert Fico, með hvítan klút í jakkafatabrjóstvasanum.
Fulltrúi sérsveitar ríkislögreglustjórans og heimalöggan, Þórhallur.
Sérsveitarmenn og heimalöggurnar.
Einn úr fylgdarlið Slóvaka að túristast á Hólmahálsi.
Fico á Hólmahálsi ásamt samráðherra sínum og fulltrúa frá sendiráðinu í Ósló en ég ók með henni nokkurskonar generalprufu daginn áður í þokunni, alla leiðina.
Komin að munkaklaustrinu á Kollaleiru. Fico á spjalli við biskup ásamt ráherrum. Vopnaði lífvörðurinn stendur álengdar, búinn að taka niður sólgleraun.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson við hlið Fico. Sonur Páls heilsar forsætisráðherranum og biskup og hinir ráherrarnir tveir glaðlegir á svip.
Færri komust að en vildu inn í kirkjuna við vígsluathöfnina. Þessir kaþólikkar krupu í bæn fyrir utan.
Þessum erlenda blaðamanni þótti þetta athyglisverð merking á lögreglubifreið.
Erlendu fréttamennirnir hópast að Robert Fico að athöfn lokinni. Enginn íslenskur blaðamaður var á staðnum.
Þokkadísin unga sem var í fylgd með Fico.
Páll bæjarstjóri og fjölskylda með Davíð biskup.
Miroslav Kovác,frá sendiráði Slóvaka í Ósló, sá sem ég var í samkiptum við fyrir heimsóknina. Áreyjartindur í baksýn.
Býðst til að segja af sér í kjölfar mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.3.2018 (breytt kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Vísindavefnum segir m.a. eftirfarandi:
"Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?
Í stuttu máli þá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fækka þeim.
Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári. Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman."
Seinkun klukkunnar mun þýða að sólarstundum fækkar eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. Margir vilja eiga kost á því að borða kvöldmat í síðdegissól utandyra á þeim fáu góðviðrisdögum sem bjóðast á Íslandi. Seinkun klukkunnar mun nánast útiloka þann möguleika.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=68760
Leggja til að klukkan verði færð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.2.2018 (breytt kl. 08:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar slys verða í umferðinni er það ávalt ökumaðurinn sem veldur slysinu sem ber ábyrgðina. Engu breytir þó hann sé réttindalaus eða bíllin bilaður. Ökumaðurinn á að ganga úr skugga um að ökutækið sé í lagi og hann á ekki að aka bíl ef hann er réttindalaus.
Ekki skiptir heldur máli þó vinnuveitandi ráði réttindalausan mann á ökutækið. Það er þó eflaust hægt að gefa út ákæru fyrir slíkt en sú ákæra væri sérstakt mál.
Sagt að réttindin væru fullnægjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.6.2017 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítill drengur sem varð vitni að þessu og lét foreldra sína vita að hann hefði séð krakka að leik við húsið rétt áður en vissi ekki hvort einhver hefði orðið undir. Foereldrarnir þustu út og mjög fljótlega dreif að margmenni og allir sem vettlingi gátu valdið hófu leit. Stutt síðar kom björgunarsveit, lögregla og sjúkrabíll.
Snjóflóðadeild björgunarsveita var við æfingar ´með hunda í Oddsskarði og þeir voru einnig mættir á svæðið undraskjótt. Guði sé lof að engin lenti undir flóðinu, leitað var af sér allan grun. Leiknir Fásk. og Fram voru að spila í höllinni og leikmenn, dómarar o.fl. komu einnig út að hjálpa til. Þarna mátti einnig sjá munka úr klaustrinu á Kollaleiru með skóflu. Mögnuð sjón að verða vitni að dugnaðinum, kraftinum og samheldninni í fólkinu á þessum hræðilegu mínútum sem enginn vissi hvort barn eða börn væru undir snjónum.
Myndband að leitinni hér að neðan
Talið hugsanlegt að börn væru undir snjónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.3.2017 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ýmsar hættur stafa af rafbílum en lítið heyrist um það í fréttum. Dæmi eru um að fólk fái raflost þegar það reynir að aðstöða ökumenn rafbíla sem lent hafa í árekstri. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru meðvitaðir um þessa hættu en almenningur ekki. Einnig eru dæmi um eldsvoða í rafbílum af litlu tilefni og rafmagnseldur getur verið erfiður viðfangs ef ekki eru viðeigandi slökkvitæki við hendina.
Engu er líkara en upplýsingum sé leynt viljandi fyrir almenningi í viðleitni til að auka hlut rafbíla á markaði á kostnað hinna hræðilegu mengandi bensín og díselbíla. Reyndar hefur komið fram að hlutur bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti er tiltölulega lítill af heildar losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og t.d. aðeins um 4% á Íslandi.
Í áróðri fyrir notkun rafbíla er oft bent á Noreg í því sambandi. Ýmsar ívilnanir hafa átt sér stað þar til að lokka fólk til að kaupa rafbíla, t.d. minni opinberar álögur, frítt í bílastæði, engir vegtollar o.s.f.v.
Þrátt fyrir þessar ívilnanir fer nú hlutur rafbíla á markaði hratt minnkandi í Noregi, m.a. af ofangreindum ástæðum en einnig vegna þess að endursöluverð slíkra bíla er afar lágt. Rageymar í bílunum endast mun skemur en drifbúnaður og yfirbygging bílanna og kostnaður við endurnýjun rafgeyma er gríðarlega hár.
Vita lítið um rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 13.9.2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mér hefur lengi fundist að fjármagnstekjuskattur sem lagður er á verðbætur á innlánsreikningum varla geta staðist lög, a.m.k. ekki sanngirnissjónarmið. Margir vinstrimenn eru mér ósammála í þessu og segja fullum fetum að verðbætur séu tekjur og ekkert annað. Ég skil ekki það sjónarmið.
Samkvæmt orðanna hljóðan er fjármagnstekjuskattur skattur á tekjur, en um engar raunverulegar tekjur er að ræða í tilfelli verðbóta. Raunvirði innláns hækkar ekki með verðbótum.
Tillagan um að fjármagnstekjuskattur skuli álagður miðað við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar tekur greinilega undir mitt sjónarmið.
Skattkerfið tekið í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | 6.9.2016 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef það var "klaufalegt" orðalag að segjast ætla að innheimta fyrir sektinni með því að velta kostnaðinum út í vöruverðið... hvernig er þá rétta orðalagið?
Ari Edwald útskýrir það ekki í tilkynningunni, en talar um eitthvað allt annað, eins og hann hafi aldrei sagt hitt.
Það er alþekkt að fyrirtæki hagi sér með þessum hætti en sjaldgæft að þau viðurkenni það berum orðum.
Ari Edwald viðurkenndi það berum orðum en sá eftir því.
Biðst afsökunar á klaufalegu orðalagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 12.7.2016 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Jarðgangnagerð á landsbyggðinni eru brýn heilbrigðismál. Sumstaðar eru samgöngur með þeim hætti á veturna að ekki er hægt að flytja sjúklinga undir læknishendur eða koma læknum til meiddra og veikra.
Nú, þegar gatið er komið undir Oddskarð, er þegar búið að hleypa sjúkrabílum í gegn vegna ófærðar í Skarðinu, til sjúkrahússins á Neskaupstað í nokkur skipti. Göngin verða þó ekki opnuð fyrir almenna umferð fyrr en haustið 2017.
Ps. auk þess þurfti sjúkrabíll að komast frá sjúkrahúsinu á Neskaupstað um daginn og fór þá í gegnum göngin, til að aka til Breiðdalsvíkur með fárveikan hvítvoðung til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem gat ekki lent á Neskaupstað. Sú björgun tókst giftusamlega, þökk sé boraða gatinu.
Á að bora göt eða hlúa að fólki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 25.1.2016 (breytt kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ýmsir menningarviðburðir áttu sér stað á Austurlandi, á "Dögum myrkurs" dagana 28. október til 1. nóvember.
Framlag okkar Reyðfirðinga var kvöldvaka í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Austfirskir rithöfundar lásu upp úr bókum sínum sem eru að koma út þessa dagana og Kór Reyðarfjarðarkirkju söng á milli upplestra.
Hér að neðan má sjá og heyra tvö laganna sem kórinn söng.
Menning og listir | 3.11.2015 (breytt kl. 01:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 946151
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Busl og skvamp
- Hvetjandi strætó og mögulegir galdrar
- Línan frá NATO
- Hérna er sniðugt ráð til að starta vínberja-grösum:
- Fortíðin skrifuð inn í samtímann
- Kennarar stéttin er ekki virt hjá mörgum Íslendingum
- Æðri íslenzkum lögum
- Borgarlínan ein versta ákvörðun í lýðveldissögunni
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ, ER FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ SKOÐA AF EINHVERJU SMÁ HLUTLEYSI HVAÐ RAUNVERULEGA VAR Í GANGI????
- Hver er ábyrgur - flækjustig stjórnsýslunnar eða háskólarnir?