Þá er kallinn orðinn ökukennari. Ég er í fyrsta árgangi ökukennaranema sem brautskráist frá Háskóla Íslands.
Laugardaginn 5. des sl. fór brautskráningin fram við hátíðlega athöfn í "Skriðu" í gamla Kennaraháskólanum. 24 nýir ökukennarar voru brautskráðir, þar af voru 11 konur, en ökukennarastarfið hefur verið heldur "karl-lægt" hingað til og þetta mun vera óvenju hátt hlutfall kvenna í útskrift.
Undanfarin ár hefur ökukennaranám verið í Kennaraháskólanum, KHÍ, en við sameiningu KHÍ og HÍ, (eða á maður að segja "yfirtöku" HÍ á KHÍ?), þá færðist þetta nám undir "Menntavísindasvið Háskóla Íslands".
Þetta hálfa annað ár sem námið hefur tekið, hefur verið ótrúlega fljótt að líða og nú, eftir brautskráningu, er ekki laust við ákveðna tómleikatilfinningu og jafnvel söknuð, því hópurinn sem útskrifaðist nú var einstaklega skemmtilegur.
Ég var aldursforseti nemenda, 49 ára gamall en 23 ár voru á milli mín og yngsta nemandans.
"Afskiptamálanefnd" var stofnuð til þess að halda utan um lokahóf nemanna og meiningin er að hún starfi áfram á laun og skipuleggi reglulegan hitting í framtíðinni.
Flokkur: Menntun og skóli | 7.12.2009 (breytt kl. 17:57) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 946214
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu tuttugu dagar janúar 2025
- Er alþingi orðið aumingjastofnun?
- Fyrsti dagur Trumps í embætti
- Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025
- Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.
- Hérna er fullt af góðum ráðum ætli fólk að rækta melónur. Fólk þarf ekki að kaupa fræin sérstaklega, heldur getur fólk notað fræin þegar að þið kaupið melónur út úr búð:
- Tvö stelpuskákmót
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FYRIR SIGUR ÍSLANDS...
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
Athugasemdir
Til hamingju með það og gættu þín í hálkunni.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 16:51
Tek undir með honum Baldri.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:04
Til hamingju með þetta og gangi þér vel í framtíðinni.
Jóhann Elíasson, 7.12.2009 kl. 17:29
Til hamingju Gunnar.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 7.12.2009 kl. 17:32
Takk kærlega fyrir þetta, félagar
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 18:06
Til hamingju gamli íhaldsþrjótur! Þú ert áminntur um að ræða alltaf við nemendur þína um pólitík. Það tryggir að Flokkurinn fær í það minnsta ekki þau atkvæði.
(mátti til)
Árni Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 18:20
Góður Árni
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 19:19
Til hamingju Gunnar, segðu nemendunum brandara ef þú villt ekki fara að ráðum Árna. Það er aldrei að vita hverju góður brandari skilar þegar pólitík er annars vegar.
Magnús Sigurðsson, 7.12.2009 kl. 23:27
Mundu bara að láta brandarana alltaf snúast um tröllheimska vinstri menn.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 00:37
Gamli ökukennarinn minn sagði að það ætti engin að fá þróf fyrr en að hann væri búinn að taka nokkra tíma í vetrarfærð og ég hallast að því að það se nokkuð til í því hjá honum. Til hamingju með prófið.
Einar Steinsson, 9.12.2009 kl. 17:10
Takk fyrir það Einar.
Faðir minn, sem var lögga í mörg ár, m.a. á landsbyggðinni, sagði mér að í gamladaga, þegar engin formleg ökukennsla var, heldur tóku menn próf hjá sýslumanni, þá spurði sýslumaður á Norðurlandi hvort bóndi nokkur, sem var að sækja um ökuskírteini, gæti keyrt fullur.
Bóndinn svaraði einlægur "Nei, það gæti ég aldrei gert".
Sýslumaður svaraði: "Þá færðu ekki ökupróf því sá sem sem ekki getur keyrt fullur hér um slóðir, hefur ekkert við ökuréttindi að gera".
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 17:15
Hehe þetta hefur verið á Jökuldalnum.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:29
Mér skilst að þetta hafi verið á Húsavík fyrir 60-70 árum síðan
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 18:03
Aha var það á dögum Hafsteins? (eða Havsteen)
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 18:10
Veit ekki
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 23:39
Jú hann var sýslumaður á Húsavík og hafði sitt handbragð á öllum hlutum, þýddi Moby Dick.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.