Eins og margir lesendur þessa bloggs eru eflaust farnir að átta sig á, þá læt ég mér ekki náttúruvernd óviðkomandi, enda er ég ötull talsmaður þess að öll sjónarmið fái notið sín og vil helst að allt fái að "njóta vafans", eins og vinsælt var að mæla í nafni náttúrunnar hér um árið. Náttúran átti að njóta vafans.
En ég hef jafn miklar mætur á náttúruvernd, og ég hef óbeit á ýkjuáróðri sumra náttúruverndarsamtaka og/eða talsmanna þeirra. Það verður óþægilegt gengisfall á trúverðugleika slíkra samtaka í heild og á slíkum stalli eiga svo göfug samtök ekki heima.
Hið hörmulega "Exon Waldes" olíuslys er gott dæmi um þegar náttúruverndarsamtök komast í ham. Fullyrðingar þeirra um ómetanlegt og óbætanlegt tjón, hafa ekki reynst á rökum reistar. Allskyns umhverfis og líffræðingar á vegum náttúruverndarsamtaka fullyrtu að olíumengunin myndi vara í tugi og jafnvel hundruði ára. Staðreyndin er hins vegar sú að í dag, um 20 árum síðar, sjást engin ummerki olíunnar á yfirborði jarðar. Það má hins vegar finna ummerki olíunnar á litlu afmörkuðu svæði næst slysstaðnum, á um hálfsmeters dýpi í sandfjöru. Ekki er sjánlegt að lífríkið á svæðinu sé með óeðlilegum hætti í dag.
Ýmsar dýrategundir áttu beinlínis að vera í útrýmingarhættu á svæðinu, eða að viðkomandi tegund átti að verða tugi ára að jafna sig. Sæoturinn var nefndur sérstaklega, einnig nokkrar fuglategundir og fleiri sjávarspendýr. Engir af þessum spádómum hafa ræst.
Svona vitleysa er ekki góð fyrir orðspor náttúruverndarsamtaka.
Greiði tugi milljarða í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945776
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frjálslynd Viðreisn?
- Rannsóknarbl... nei niðurrifsblaðamaðurinn er þá svona innrættur !
- Vilhjálmur Birgisson hristir upp í liðinu.
- Hérna er okkur sögð ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AF HVERJU MENNSKIR GESTIR Í ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM ERU ALMENNT EKKI AÐ HEMSÆKJA jarðarbúana á sínum UFO-diskum:
- Spursmál og Kristrún...og meiri skattar!
- Nýtt landshitamet fyrir nóvember
- Kanntu annan Ruv
- Áður en haninn galar tvisvar.....
- Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf þessa hugmynd nánar
- Hversvegna yfirburðasigur Donald Trump og Repúblíkanaflokksins ?
Athugasemdir
Skiftir þig nokkru hvaða orðspor náttúruverdarfólk hefur ?, þú snýrð hvort er eð öllu á hvolf til að lítilækka þau sjónarmið og réttlæta eigið bull. En þú notar það orð, bull, ansi oft um þá sem hafa aðra lífsýn heldur en þú og sýnir það fátæklegan málstað þinn oft á tíðum, þ.e að gera lítið úr skoðunum annara.
HStef (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 17:11
Ég geri ekki lítið úr skoðunum öfga-náttúruverndarsinna. Þeir sjá um það sjálfir, hjálparlaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.6.2009 kl. 19:07
Þar skeit nú kýrin sem ekkert rassgatið hafði !
HStef (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:25
Draumalandið verður sýnd á Seyðisfirði í kvöld klukkan 20 og höfundar svara spurningum eftir sýningu klukkan 15:00 á sunnudag. Kærkomið tækifæri til að skoðanaskipta utan athugasemdakerfa. Vonanst til að sjá þig. Kveðja
Andri Snær Magnason
andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 11:56
Takk fyrir þetta Andri. Ég ætla að reyna að komast.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 12:19
Byrjar sýningin á sunnd. kl. 15:00 ?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 12:34
Ha, ég hef lesið hér á blogginu hjá þér gagnrýni á myndina!!!
Varstu ekki búinn að sjá hana?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 17:01
Ég er búinn að sjá glefsur úr myndinni og ég gagnrýni þá búta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.6.2009 kl. 20:10
Undarlegir þið hægriöfgamenn!!allt farið hér og þið haldið áfram að dangla hausnum við álklump
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:36
Ég heyrði vin minn segja eftir vini sínum að reyðfirðingar séu illa gefnir og ég dæmi útfrá því...
HStef (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.