Farsinn á enda

Ég var að spekúlera...... munið þið ekki eftir hinni tilfinningaþrungnu yfirlýsingu Christiano Ronaldo í fjölmiðlum, að hjarta hans væri hjá Utd. og hann færi hvergi? Þegar orðrómurinn var sem hæstur um þreifingar Real Madrid á leikmanninum, þá kepptust allir aðilar málsins við að neita þessum orðrómi, þ.e. Ronaldo sjálfur, forráðamenn Real Madrid og "sörinn" í stjórastólnum hjá Utd.

Jæja, það er gott að strákurinn er farinn, þá þarf maður ekki að hlusta á þetta leikrit meir. Það verður spennandi að sjá hvað Ferguson hristir fram úr erminni í leikmannakaupum í sumar. Ég held að það sé keppni í gangi milli Wenger hjá Arsenal og Ferguson hjá Utd., hvor kaupi fleiri unga og óþekkta.

269751_f520

Christiano Ronaldo er hæfileikaríkur náungi. Hér er hann í einu fjölmargra áhugamála sinna utan knattspyrnunnar.

 

 


mbl.is Finnur einhvern í stað Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er maðurinn í samfellu? Hvað heitir þessi dans, blautur ballett?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi "bleiki" snillingur hefur einfaldlega lært af meistaranum sínum Sir Alex sem er líklega meiri pólitíkus og meistari í sálfræðihernaði gegn andstæðingnum en þjálfari. Ronaldo gæti líka átt bjarta framtíð sem stjórnmálamaður á Íslandi.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband