Til er fólk sem fær heilmikið út úr því að skemma fyrir öðrum. Slíkt fólk verður ekki flokkað eftir menntun, gáfum, þjóðfélagsstatus eðu öðru, það er einfaldlega svoleiðis innrætt. Þeir sem búa til tölvuóværur eru e.t.v. ekki allir í þessum skemmdarvargahópi. Sumir halda að ef þeir hanni nógu illvíga óværu, þá verði þeir frægir og fái í kjölfarið tilboð frá Microsoft eða öðrum hugbúnaðarrisa. Eða góða stöðu hjá Pentagon eða öðrum opinberum stofnunum sem sýsla mikið með dulkóðun o.þ.u.l.
99,99999 % af öllum tölvusýklum eru nauðaómerkilegir og auðveldir viðfangs, heyrði ég eitt sinn Friðrik Skúlason segja í sjónvarpsviðtali, en svo koma hinar óþægilegu undantekningar sem valda verulegum usla í tölvuheiminum. Lykillinn að hættulausri netnotkun liggur auðvitað í að hafa góða vírusvörn sem uppfærist með reglulegu millibili. PC-tölvur eru vinsælastu fórnarlömb vírushönnuða, einfaldlega vegna þess að þær eru langvinsælastar í heiminum. Makkinn (o.fl stýrikerfi) eru því öruggari að þessu leiti, þó hann sé ekki laus við þennan fjanda.
Samsæriskenningin segir að að vírusvarnafyrirtæki smíði sjálf vírusa og dæli á netið til þess að fólk gleymi síður mikilvægi þess að kaupa sér vírusvörn. Ég veit auðvitað ekkert um það en mér finnst það samt ágætis kenning.
Í þá gömlu góðu daga.. þegar tölvur voru fótstignar og/eða upptrekktar.
Tölvuormur æðir áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | 19.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
Athugasemdir
Fá tölvubandíttar nokkurn tíma maklega refsingu þótt upp á þeim hafist?
Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 19:02
Gunnar, kenníng þezzi er jafngóð þeirri sem segir að ökukennarar slugzi sífellt við ökukennzluna því að þeir vilji ekki að nemendurnir standist ökuprófið, til þezz einz að geta keyrt þá síðar sem leigubílstjórar.
(jamm, ég er kerfizfræðíngur, kyzzi ekki talandi frozga...)
Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 23:12
Neeee.... mér finnst víruskenningin skárri
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 23:56
Enda ert þú ennþá flokkzbundinn Sjálfstæðizmaður, & því auðveldlega fyrirgefið hvað þér finnzt um hitt & þetta.
Steingrímur Helgason, 20.1.2009 kl. 00:38
Takk
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 00:49
Sælir,
Einnig gætir þú sagt að slökkviliðsmenn gangi um og kveiki í til að fá eitthvað til að gera. Já eða læknar bregði fæti fyrir gamlar konur svo þeir geti fengið smá pening út úr því. Það sem fæstir vita er að þeir aðilar sem stunda þetta eru að græða á þessu. Þeir leigja út sýktar vélar til ýmiskonar ódæðisverka, DDos árási, senda spam o.s.frv. Þannig að það útskýrir vel útbreiðsluna. Fólk gerir ýmislegt fyrir peninga.
Góðar stundir,
Ragnar Gísli.
Ragnar Gísli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.