Einfaldleikinn er bestur

Ég hef átt nokkra gemsa í gegnum tíðina og mín reynsla er að einföldustu og ódýrustu símarnir eru bestir. Sá sem ég á í dag keypti ég fyrir um 5 árum síðan, ódýrasta gerð af Nokia og hann klikkar aldrei. Meira að segja rafhlaðan er eins og ný. Ég hef margsinnis misst síman í gólfið og stundum hefur hann opnast og rafhlaðan og kortið hrokkið úr honum. En allt kemur fyrir ekki neitt... eins og maðurinn sagði.

cellbooth_nick_rodrigues


mbl.is Flóknir gemsar pirra notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Keypti Samsung S900i (minnir mig) fyrir tveimur árum. Hann virkaði svo frábær, en stýrikerfið, eins fallegt og það er, er handónýtt. Allt er flókið og allt annað en rökrétt. Ég nota hann til að hringja og taka einstaka mynd. Hann átti að geta svo mikið meira, en ég nenni ekki að eyða heilum degi eða meira í að finna út hvernig þetta virkar.

Er samt að spá í iPhone, enda er allt svo notendavænt sem kemur frá ávaxtafyrirtækinu.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Einar Steinsson

"I have always wished that my computer would be as easy to use as my telephone. My wish has come true.

I no longer know how to use my telephone!"

Bjarne Stroustrup höfundur C++

Einar Steinsson, 19.1.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er með tvo síma, annan til þess að hringja og hinn til að svara í, vegna þess að ég vil ætíð vera til taks. Sá fyrrnefndi var keyptur til þess að eiga sem flesta möguleika á notkun ef til þess kæmi en hinn síðarnefndi er ódýrasti 3ja banda síminn sem ég fann.

Skemmst er frá því að segja að í daglegri notkun er litli, ódýri síminn miklu þægilegri.

Á einhvern óskiljanlegan hátt hefur lyklaborðið á stærri símanum verið gert þannig úr úr garði að mjög erfitt er að nota það vegna þess að aðrar tölur koma á skjáinn en maður ætlar að velja.

Ég get nefnt ennþá betra dæmi um það þegar fyrirtæki upp á þúsundir milljarða klikka á einföldustu atriðum. Það er ferðaútvarp sem ég átti og sjálft Sony fyrirtækið hafði sett on-off takkann á hornið á tækinu að því er virðist vegna þess að leit betur út.

Á tækinu var enginn takki til að "frysta" aðgerðir þannig að engin leið var að ferðast með tækið í tösku eða poka en að það færi í gang vegna staðsetningar takkans fyrrnefnda.

Hvað eftir annað þegar ég ætlaði að grípa til tækisins var það rafmagnslaust vegna þess að það hafði farið í gang af sjálfsdáðum. Rafmagnslaust ferðatæki uppi á fjöllum er eitthvert vonlausasta fyrirbæri sem hægt er að hugsa sér.

Ég gafst upp á að reyna að sjá við þessu með því að stilla tækið þannig að það heyrðist vel í því ef það hrykki í gang. Þá átti það til að fara í gang með hávaða og látum hvar sem var og valda ónæði og leiðindum.

Ómar Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband