Um helgina var ball á Eskifirði og ég var að sjálfsögðu að þjónusta það. Kvöldið var fagurt og heiðríkt og á ferðum mínum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, sem voru þó nokkrar, var dýra og fuglalífið með sérdeilis miklum blóma í góðviðrinu. Hópur hreindýra var að kroppa í nýgræðingin við girðinguna við álverið og í einni ferð minni þurfti ég að stoppa til að hleypa þeim yfir veginn þegar þau stefndu upp í fjallið . Þau gengu löturhægt yfir eins og beljuhópur á leið til mjalta. Á þessum árstíma hafa hreindýr ávalt verið fastir gestir á svæðið þar sem álverið er nú. Það hefur ekkert breyst þó þetta mikla mannvirki sé nú risið og komið í fullan gang.
Í hópnum voru um 40 dýr og þar af nokkrir tarfar með tíguleg horn, einnig fáeinir nýfæddir kálfar. Spóapar elti máf á röndum sem greinilega hefur langað í egg í morgunmat og tófa snuðraði í vegkantinum, sennilega í svipuðum hugleiðingum og máfurinn.
Í síðustu ferð minni til baka um morguninn með farþega til Reyðarfjarðar, sat ung stúlka varla meira en 18 ára í framsætinu hjá mér. Stúlkan var gestkomandi úr Reykjavík og þegar við ókum upp Hólmahálsinn og sáum fjallgarðana við spegilsléttan fjörðinn, baðaða í morgunsólinni, þá sagði hún upp úr eins manns hljóði, "Váá hvað þetta er fallegt".
Mér þótti gaman að heyra hana hafa orð á þessu, það var svo einlægt.
![]() |
Regína fæddist í húsdýragarðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þingnefnd rær til fiskjar
- Hitt liðið setur strik í reikninginn
- Ógn við lýðræðið
- Lýðræðið er í kröggum - svona ákvæði er virkjað til að komast útúr klemmu
- Frekari hlýindi
- Fyrsta og eina skiptið
- Ömurlegasta ríkisstjórn sögunnar verður enn verri
- Fróðlegt viðtal Tucker Carlson við Ted Cruz um Úkraínustríðið.
- Stórfrétt dagsins.
- Úttekt á Stjórnsýslukæru 11. júlí 2025 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.