Eins og kálfur í fóðurbæti

frygðarkjóllMaðurinn sem lést vegna frygðarlyfsins sem talað er um í fréttinni, hefur ætlað sér að veita stelpunni sem hann var að sverma fyrir, "A night to remember". Kannski hefur hann verið þjakaður af frammistöðukvíða eftir að hafa horft of mikið á netklám. Crying 

Japanir ku vera sérlega ginkeyptir fyrir allskyns frygðarlyfjum. Mulin nashyrningshorn eiga t.d. að gera menn alveg spól..

albert_rhino

Karlmenn hafa látið draga sig á asnaeyrunum öldum saman... við erum í heljargreipum djöfullegs samsæris kvenna. Þær þóttust vera veikburða og tilfinninganæmar, þurftu vernd, öryggi og umhyggju. Í staðinn lofuðu þær að vera undirgefnar og örlátar. En svo uppgötvuðu þær fullnæginguna... fjandans!....og í kjölfarið fylgdi jafnréttiskjaftæðið. Hvað næst?!! 

Jú, næst hjá þeim var að sá efasemdarfræjum í sjálfsmynd okkar sem kynverur. Nú eigum við að vera eins og einhverjar vélar, með "ON" og "OFF" takka. Annars erum við alveg glataðir. Við eigum að vera fullir orku, hvenær sem þeim þóknast... og þá komu frygðarlyfin til sögunnar. Undecided

Æ, má ég þá frekar biðja um þá gömlu góðu daga, þegar við þurftum bara að eiga slatta af kreditkortpeningum til þess að vera kvennagull. Það var miklu einfaldara.

P.s. Ekki það að ég hafi einhverntíma átt einhverja peninga að ráði, en maður vissi þó hvað þurfti til. Ég notaði bara það sem Guð gaf mér... náttúrulegan sjarma, ómótstæðilegt augnaráð og tungulipurð. Það dugði a.m.k. fyrir "one night stand". Cool

vagina

 

 

 

 


mbl.is Varað við banvænu ástarlyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ætli peningarnir dugi nú ekki ennþá til í augum sumra kvenna? þó það sé nú eflaust meira varið í þær sem falla fyrir hinum náttúrulega sjarma...

Gunnhildur Ólafsdóttir, 26.5.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Jú, ætli það ekki

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2008 kl. 01:52

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Úff, hvað þetta er freistandi... er að reyna að stilla mig... aarg!

 Góð stelpa!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.5.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband