Saga af hugrekki

    Skipstjórinn á hinu konunglega spænska flaggskipi "Quando", Diego Montoya Garcia var uppi á dekki dag einn þegar fyrsti stýrimaður kom hlaupandi til hans og hrópaði: "Kafteinn, það er óvinaskip út við sjóndeildarhringinn!". Diego skipstjóri sneri sér rólega að stýrimanninum og sagði; "Farðu og náðu í rauðu skyrtuna mína". Stýrimaðurinn flýtti sér niður í káettu skipstjórans og kom til baka með rauða skyrtu sem kafteinn Diego fór strax í. img-092

Því er skemmst frá að segja að flaggskipið Quando og áhöfn þess, gjörsigraði óvinaskipið í sjóorustu. Að orustunni lokinni, þá spurði fyrsti stýrimaður skipstjóra sinn; "Herra, hvers vegna fórstu í rauða skyrtu fyrir bardagann?". Skipstjórinn svaraði stýrimanni sínum í föðurlegum tón; "Ef ég særist í orustu, þá munu menn mínir ekki sjá mér blæða og það eflir baráttuanda þeirra". Stýrimaðurinn horfði aðdáunaraugum á skipstjóra sinn og hugsaði með sér, "hvílikur foringi!".

Nokkrum andartökum síðar, kemur annar áhafnarmeðlimur hlaupandi og hrópar í mikilli geðshræringu, "Skipstjóri! Það eru 20 óvinaskip út við sjóndeildarhringinn!".

Skipstjórinn snéri sér að fyrsta stýrimanninum og sagði í skipunartón; "Náðu í brúnu buxurnar mínar!".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Shit!!!!

Haraldur Bjarnason, 1.4.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi var flottur!

Jóhann Elíasson, 2.4.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband