Við erum öruggir áfram þó við töpum fyrir Frökkum. Það er alveg sama hvernig Svíþjóð-Slóvakía fer á morgunn, ef innbyrðis viðureignir þeirra og okkar eru reiknaðar. Fyrir þeirra viðureign er Ísland með 2 stig og 1 mark í plús. Svíar með 2 stig og 5 mörk í plús og Slóvakar með 0 stig og 6 mörk í mínus. Til þess að Slóvakar jafni okkur á markamun, þá þurfa þeir að vinna Svía með 7 marka mun. Þá sitja Svíar eftir með mínus 1 mark, Slóvakar og við með +1 mark. Þannig að fræðilega séð, sama hvernig allt fer, þá erum við komnir áfram.
Við þyrftum að sigra Frakka til að fara með 2 stig í milliriðil og enn betra er að Slóvakar sendi Svía heim, þá förum við áfram með fjögur stig, því Svíaleikurinn okkar dettur út. Ef Svíar vinna Slóvaka og við Frakka, þá eru öll liðin með 2 stig og Slóvakar heim. Þá gæti markatala skipt máli í milliriðlinum uppá framhaldið. Ef við töpum fyrir Frökkum og Svíar vinna Slóvaka, þá förum við áfram með ekkert stig í milliriðil og þá getum við gleymt því að komast í undanúrslit.
Guðjón Valur: Batamerki á leik okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 19.1.2008 (breytt 20.1.2008 kl. 05:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
St 2 og spekingarnir í EM stofunni hjá RUV töluðu um í gær að "fræðilega" séð gætum við dottið út og við verið á heimleið, ef allt færi á versta veg. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti og kallað til helstu stærðfræðinga þjóðarinnar þá komust þeir að sömu niðurstöðu og ég. Þeir hefðu getað sparað sér þá höfuðbleytingu og bara lesið bloggið mitt í gærkvöldi
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 12:49
Af hverju getum við gleymt því að komast í undanúrslit??
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:04
Vegna þess að þá þurfum við að vinna allar þrjár þjóðirnar í milliriðli, Þjóðverja, Spánverja og Ungverja og það er ekki að fara að gerast.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 20:39
Já vissulega er það hæpið, en miði er möguleiki þó örugglega ekki með
svona hugarfari.
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.