Jóhann Hauksson hefur sótt um nánast allar stöður á vegum hins opinbera frá því hann hætti með fússi á RUV, af því hann fékk ekki yfirmannsstöðu. Nú loksins fær hann starf, en það var auðvitað ekki auglýst og þurfti hann því ekki að fara í gegnum umsóknarferli og nálarauga óháðra aðila.
VG- maðurinn Jóhann Hauksson fær nú starf hjá Samfylkingarformanninum. Eru þessi hrossakaup til þess gerð að styrkja stjórnarsamstarfið?
Viðbót: VG er að hreiðra um sig á RUV... og það með ólöglegum hætti, Í Viðskiptablaðinu má lesa eftirfarandi m.a. um kjör Björgu Evu Erlendsóttur í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. undir fyrirsögninni: "Einn stærsti eigandi vefrits VG tekur sæti í stjórn RÚV"
"Athygli vekur að í 8. grein laga um Ríkisútvarpið, þar sem fjallað er um stjórn félagsins, kemur fram að stjórnarmönnum skuli ekki hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum.
Orðrétt segir: ...Stjórnarmenn skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf., fyrst og fremst skyldur þess til útvarps í almannaþágu. Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf. (Feitletrun mín)
Samkvæmt hluthafalista Smugunnar, vefriti Vinstri grænnda, er Björg Eva þó hluthafi í félaginu en hún á þar tæplega 5% hlut. Sambýliskona Bjargar Evru, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, er jafnframt ritstjóri Smugunnar.
Vinstri hreyfingin grænt framboð er stærsti einstaki hluthafi Smugunnar, með rúmlega 40% hlut, en þá á Lilja Skaftadóttir, listverkasali, tæplega 24% hlut. Lilja er jafnframt einn stærsti eigandi DV. Steingrímur J. Sigfússon er þriðji stærsti eigandi Smugunnar með tæplega 4,8% hlut en Björg Eva er fjórði stærsti eigandi félagsins."
Nýtt Ísland... ?
Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.1.2012 (breytt kl. 22:50) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Hvar getur maður nálgast svona snjalla skeinipappírsrúllu? Eru þær líka til með Steingrími J. ??
Sigurbjörn Friðriksson, 26.1.2012 kl. 14:19
Ég var að reyna að finna hvar ég útbjó þetta en virðist hafa týnt síðunni. Það er boðið upp á svona djók á mörgum "fótósjopp-síðum".
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 15:00
Setti með þessari frétt á fésbókina:
Viðbjóður gagnsætt vellur um gólf
vinir fá stöður á fati
Flokkshollir gæðingar finna sér hólf
fólkið það stendur á gati
Þórður (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:03
Góður, Þórður
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.