Jóhann Hauksson hefur sótt um nánast allar stöður á vegum hins opinbera frá því hann hætti með fússi á RUV, af því hann fékk ekki yfirmannsstöðu. Nú loksins fær hann starf, en það var auðvitað ekki auglýst og þurfti hann því ekki að fara í gegnum umsóknarferli og nálarauga óháðra aðila.
VG- maðurinn Jóhann Hauksson fær nú starf hjá Samfylkingarformanninum. Eru þessi hrossakaup til þess gerð að styrkja stjórnarsamstarfið?
Viðbót: VG er að hreiðra um sig á RUV... og það með ólöglegum hætti, Í Viðskiptablaðinu má lesa eftirfarandi m.a. um kjör Björgu Evu Erlendsóttur í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. undir fyrirsögninni: "Einn stærsti eigandi vefrits VG tekur sæti í stjórn RÚV"
"Athygli vekur að í 8. grein laga um Ríkisútvarpið, þar sem fjallað er um stjórn félagsins, kemur fram að stjórnarmönnum skuli ekki hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum.
Orðrétt segir: ...Stjórnarmenn skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf., fyrst og fremst skyldur þess til útvarps í almannaþágu. Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf. (Feitletrun mín)
Samkvæmt hluthafalista Smugunnar, vefriti Vinstri grænnda, er Björg Eva þó hluthafi í félaginu en hún á þar tæplega 5% hlut. Sambýliskona Bjargar Evru, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, er jafnframt ritstjóri Smugunnar.
Vinstri hreyfingin grænt framboð er stærsti einstaki hluthafi Smugunnar, með rúmlega 40% hlut, en þá á Lilja Skaftadóttir, listverkasali, tæplega 24% hlut. Lilja er jafnframt einn stærsti eigandi DV. Steingrímur J. Sigfússon er þriðji stærsti eigandi Smugunnar með tæplega 4,8% hlut en Björg Eva er fjórði stærsti eigandi félagsins."
Nýtt Ísland... ?
Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.1.2012 (breytt kl. 22:50) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Hvar getur maður nálgast svona snjalla skeinipappírsrúllu? Eru þær líka til með Steingrími J. ??
Sigurbjörn Friðriksson, 26.1.2012 kl. 14:19
Ég var að reyna að finna hvar ég útbjó þetta en virðist hafa týnt síðunni. Það er boðið upp á svona djók á mörgum "fótósjopp-síðum".
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 15:00
Setti með þessari frétt á fésbókina:
Viðbjóður gagnsætt vellur um gólf
vinir fá stöður á fati
Flokkshollir gæðingar finna sér hólf
fólkið það stendur á gati
Þórður (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:03
Góður, Þórður
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.