Hér kemur ótrúleg lygasaga úr DV, þar sem ég kem persónulega við sögu.
Hún verður sennilega seint talin "fréttaskúbb", þessi bloggfærsla mín um óáreiðanleika fréttamiðilsins, DV. Flestir (þó ekki alveg allir) átta sig á því að margar staðhæfingar, sérstaklega í "Sandkorni", eiga ekki við rök að styðjast, svo það sé orðað kurteisislega. Hinar tilhæfulausu staðhæfingar eru gjarnan mjög mergjaðar og eiga það margar sameiginlegt að vera persónulegt níð um náungann.
Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson eru í miklu uppáhaldi hjá Sandkornsmönnum. Raunar í svo miklu uppáhaldi að það jaðrar við geðbilun. Þessar sífelldu árásir með lygafréttum, eru orðnar verulega vandræðalegar fyrir blaðið, svo ekki sé meira sagt.
Í Sandkornsfréttinni Hannes vill spjallþátt sem ég bendi ykkur á hér , fáið þið lesendur góðir, upplýsingar um málið frá fyrstu hendi. Í fréttinni segir: (undirstrikun mín).
"Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er á meðal fyndnustu fræðimanna landsins. Þegar hann er ekki í vinnunni í Háskóla Íslands eða að vinna að árlegum stórvirkjum á sviði bókmenntanna leggur hann lærisveini sínum á amx.is lið.
Fullyrt er að Hannes skrifi á vefinn en sjálfur segist hann aðeins vera til aðstoðar. Á dögunum var lagt til á vefnum að Hannes fengi spjallþátt: Það vantar nýja spjallþáttakóng á Íslandi. Ég mæli með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Honum yrði vel treystandi..., segir amx.is. Menn veljast ekki í vafa um að þarna er Hannes sjálfur á ferð."
Þetta rætna níð og lygabull fellur auðvitað um sjálft sig, ef fólk hefði fyrir því að lesa viðkomandi "frétt" (í Fuglahvísli) á AMX-hér, frá 8. desember sl., þar sem vitnað er í mig af blogginu, sem höfund tillögunnar. Blogg mitt um þessa hugdettu skrifaði ég 6. og 7. desember, sjá HÉR .
Svona blaðamennska segir mér meira en margt annað, um að samfélagið sé sjúkt. Svona blaðamennska er veira í þjóðarlíkamanum, sem vert er að losna við.
Flokkur: Fjölmiðlar | 13.12.2010 (breytt kl. 18:29) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
DV er alveg ótrúlegt óþverrablað, eins og þetta litla dæmi þitt sýnir glögglega. Hver sem las amx.is greinina sá umsvifalaust að þar var verið að vitna í þinn bloggpistil og það tekið mjög skýrt fram.
Hverning halda menn að þessi snepill framreiði aðrar fréttir, þegar svona lágt er lagst í lyginni um svona atriði.
Sennilega er alveg rétt að þetta sé hrein geðveiki.
Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 16:58
Já, alveg magnað helvíti
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2010 kl. 17:19
Þarna beit hugmynd þín, þig í hælinn hehe......
Sagt í gamni (og svolítilli alvöru).
Mbkv, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 09:56
Ég á erfitt með að gera upp á milli hvor hópurinn er á lægra (greindar)stigi: Þeir sem skrifa Sandkornin, eða þeir sem trúa því sem þar stendur.
Geir Ágústsson, 14.12.2010 kl. 13:30
Já, þú meinar.... Geir.
Maður er kannski bara óttalega vitlaus að fjargviðrast út af þessu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2010 kl. 15:11
Ert virkilega svona vit...s ? Áttar þú þig ekki á því að Sandkornið er svona háðsádeilugrín ? Ja hérna...!
HStef (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:04
Ef þetta á að vera grín.... þá eru þetta algjörlega húmorslausir menn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 16:28
Ég tók skakkt eftir, tók þetta sem Svarthöfða, ekki Sandkorn og biðst velvirðingar á því.
Hstef (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 18:31
ekkert mál
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.