Skoðanakönnun - landsdómur

Ég hef haft um nokkurn tíma þessa skoðanakönnun á blogginu. Niðurstaðan kemur mér frekar á óvart því ég bjóst ekki við að svona margir vildu draga Geir fyrir landsdóm.

En svona er niðurstaðan hér og  því forvitnilegt í framhaldinu að skoða hug fólks til þeirrar hugmyndar að draga Steingrím J. Sigfússon, fyrir landsdóm sem höfuðábyrgðarmaður "Svavars-samningsins". Ég var að spá í hvort Svavar sjálfur, Indriði H.Þorláksson og Jóhanna forsætisráðherra, ættu ekki að vera nefndir líka í spurningunni, en í þessari könnun læt ég Steingrím J. einann á sakamannabekkinn.

En hér kemur s.s. niðurstaða síðustu könnunar. Endilega takið þátt í þeirri nýu.

Spurt var:  Er rétt að draga Geir Haarde fyrir landsdóm? 

Nei 55.2%
44.8%
290 hafa svarað

mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég svaraði JÁ en hvað heldur þú að Einar bróðir þinn kjósi?

Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 02:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á ekki vona á öðru en að hann kjósi "nei"

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 07:33

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Föstudagur hinn 17. des kl. 16:15 og staðan er að 191 hafa kosið á skömmum tíma,

19,9% = NEI

og

80,1% = JÁ.

Nokkuð afgerandi finnst mér.

Hafðu þökk fyrir þessa skoðanakönnun, þessa niðurstöðu er fróðlegt að vita.

Mbkv, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 17.12.2010 kl. 16:16

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk. Ég ætla að leyfa þessu að standa eitthvað áfram Einnig fróðlegt að fylgjast með hvort einhverjar sveiflur verða í þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband