Er þetta möguleiki hér?

Þessi hugmynd, að lögleiða cannabis, poppar upp hér öðru hvoru, en er jafnharðan slegin af borðinu.

Það væri gaman að fá að sjá útreikninga á því hvað lögregla, dómstólar og fangelsisyfirvöld, eru að borga mikla peninga fyrir marijúana - mál.

Og svo mætti kannski reikna líka út, úr því reiknisstokkurinn er kominn á loft, hvað hafa mætti í skatttekjur af þessum "iðnaði", ef hann væri löglegur. Við erum að tala um einhverja miljarða þarna í ávinning. Brot af því til meðferðarstofnanna sem taka við þeim sem leiðast út í ofneyslu, og við erum í fínum málum... held ég Errm

Hinn heimsþekkti sjónvarps og vísindamaður, Carl Sagan, sagði eitt sinn:  ...The illegality of cannabis is outrageous, an impediment to full utilization of a drug which helps produce the serenity and insight, sensitivity and fellowship so desperately needed in this increasingly mad and dangerous world

Maður spyr sig Woundering 

ps. viðbót:

Í Hollandi eru cannabisefni leyfð. Samt er neyslan þar ekki meiri en annarsstaðar þar sem neyslan er lögbrot, eins og sést á töflunni. ( http://en.wikipedia.org/wiki/Adult_lifetime_cannabis_use_by_country )

 CanadaNational200515+44.5[4]
 United StatesNational2002-318+42.4[2]
 New ZealandNational2004-516+41.9[2]
 DenmarkNational200516-6436.5 
 FranceNational200515-6430.6 
 EnglandNational2005-616-5929.8 
 WalesNational2005-616-5929.8 
 United KingdomUnited Kingdom overall2004 29.6 
 ItalyNational200515-6429.3 
 SpainNational2005-615-6428.6 
 GermanyNational200318-5924.5 
 NetherlandsNational200515-6422.6 
 Czech RepublicNational200418-6420.6 
 ScotlandNational200416-6420.5 
 AustriaNational200415-6420.1 
 IrelandNational2002-315-6417.4 
United Kingdom Northern IrelandNational2002-315-6416.8 
 NorwayNational200415-6416.2 
 SlovakiaNational200415-6415.6 
 FinlandNational200415-6412.9 
 LuxembourgNational199815-6412.9 
 SwedenNational200616-6412.0 
 IsraelNational2002-421+11.5[2]
 ColombiaAll urban areas of the country (approximately 73% of the total national population).200318-6510.8[2]
 LatviaNational200315-6410.6 
 BelgiumNational200415-6410.4[2]
 HungaryNational200318-549.8 
 GreeceNational (except Aegean and Ionian Islands)200415-648.9 
 South AfricaNational2003-418+8.4[2]
 MexicoAll urban areas of the country (approximately 75% of the total national population).2001-218-657.8[2]
 PolandNational200216-647.7 
 LithuaniaNational200415-647.6 
 PortugalNational200115-647.6 
 RomaniaNational200815-647.4 
 CyprusNational200615-646.6 
 LebanonNational2002-318+4.6[2]
 BulgariaNational200518-604.4 
 MaltaNational200118-643.5 
 Nigeria21 of the 36 states in the country, representing 57% of the national population.2002-318+2.7[2]
 JapanFour metropolitan areas (Fukiage, Kushikino, Nagasaki, Okayama).2002-320+1.5[2]
 ChinaBeijing and Shanghai metropolitan areas.2002-318+0.3[2]

 645px-Cannabis_use_among_adults_(aged_15-64)_svg

 Hér er svo kort af Evrópu. Danir og Frakkar eru soldið stoned Sideways

Ég var í Hollandi um daginn og tók myndina hér að neðan út um eldhúsgluggan hjá vinafólki sem við vorum í heimsókn hjá.

021

Við blasti "heimilisiðnaður" á verönd nágrannans. Leyfilegt er hverjum einstaklingi að rækta fjórar plöntur. Þarna er greinilega um meira magn að ræða. Kannski eru margir í heimili? Woundering


mbl.is Styður lögleiðingu maríjúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að leyfa MJ hér á landi; það er mannréttindabrot að leyfa það ekki... að auki kostar bannið ríkið óteljandi milljónir + að þeir sem reykja eru ofsóttir sem glæpamenn af ríkinu, af ríkinu sem sjálft selur mörg af hættulegustu eiturlyfjum sem til eru.

doctore (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:19

2 identicon

Það er ekkert annað en bjánaskapur að loka fólk eða sekta fyrir að hafa smá gras á sér. Tala nú ekki um hagnaðinn sem kæmi af þessu yrði þetta lögleitt.

Jón O. (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:36

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Og skítt með það þó að lögleiðingin rústi heilsu þúsunda ungmenna hér á landi.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.10.2010 kl. 12:47

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Einnig mætti afnema umferðalögin og spara mikinn kostnað sem fylgir að framfylgja þeim.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.10.2010 kl. 12:50

5 identicon

Finnur, komdu með nokkur góð rök fyrir því afhverju gras rústar lífi ungs fólks og afhverju það myndi rústa lífi ungs fólks eða öllum þessum þúsundum eins og þú talar um svona mikið meira ef það yrði lögleitt, því að ég og þúsundir geta sagt þér að það er léttara fyrir ungt fólk nú til dags að redda grasi en að redda áfengi. En já, nú ert þú án efa mikill fræðimaður og hefur mikla reynsli af grasi þannig lát heyra!

arnar (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:05

6 identicon

Haha, rosalega ertu einfaldur Finnur.

Það er ekki eins og það sé ekki fullt aðgengi að kannabisefnum nú þegar, það eru fleiri "gras" dílerar en vínbúðir á landinu.

Með því að banna hluti þá hverfa þeir ekki eins og svo margir vilja halda, þeim er bara haldið leyndum.

Og þetta með umferðarlögin lætur mig bara halda að þú sért kannski búinn að fá þér í eina... í alvöru?

Snjokaggl (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:06

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þú gerir sem sagt ekki ráð fyrir þeim möguleika að það sé einfaldlega til fólk sem vilji fara eftir lögum í landinu.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.10.2010 kl. 13:11

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnur, þú ert á villigötum. "...að það sé einfaldlega til fólk sem vilji fara eftir lögum í landinu."

Það er gott að til sé svoleiðis fólk, en efni pistilsins fjallar um að breyta lögunum.

og þetta með að afnema umferðarlögin sé eitthvað sambærilegt, er svo vitlaust að ég ætla að leyfa þér að leiðrétta þetta sjálfur í huganum... og svo segjum við ekki nokkrum manni að þú hafir misst þetta út úr þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 13:49

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég get ekki gert af því, að mér finnast báðar tillögurnar álíka heimskulegar, þ.e. afnema bann við fíkniefnum og afnema reglur um akstur.

Báðar tillögurnar myndu fækka lögbrotum verulega og báðar tillögurnar eru stórskaðlegar heilsu landsmanna.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.10.2010 kl. 14:16

10 identicon

Finnur.. fólk er farið að fatta að gras er ekki skaðlegt heilsu, þetta hefur verið áróður í fólki sem veit ekkert í sinn haus. Ef gras væri löglegt þá væri líka mikið erfiðara fyrir ungt fólk að redda sér.

Mæli með að þú prófir hluti áður en þú dæmir þá.

frikki (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:21

11 identicon

Og eitt en.. nikótín og alkahól stuðlar að margfalt meiri dauðsföllum og heilsuvandamálum en marijuana. Staðreynd.

frikki (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:23

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Enn ertu á villigötum, Finnur. Fíkniefni er samheiti yfir mörg efni. Hér er aðeins talað um eitt þeirra.

-

Ég set smá viðbót við pistilinn hér að ofan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 14:44

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það þarf varla að taka það fram (geri það samt til öryggis) að kannabisvörur verða seint flokkaðar sem "heilsuvörur".  

Að sjálfsögðu er neyslan heilsuspillandi og ávanabindandi. Það er áfengi líka, en hóflega neysla þess er í lagi. Reyndar hafa rannsóknir leitt í ljós að bæði nikótín og áfengi eru meira vanabindandi en marijúhana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 14:53

14 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég hryggbrottnaði í bílslysi fyrir mörgum árum, er með stanslausa verki.

Mér finnst vera brotið á mér þegar mér er meinað að taka inn eitt elsta verkjalyf sem mannkynið þekkir til að reyna létta mér verkina. Ef ég geri það þá er ég orðinn glæpamaður og á á hættu að fara í fangelsi. 

Ég vil ekki taka inn verkjalyf í pilluformi þar sem þau hafa öll aukaverkanir.

Þar af leiðandi get ég aldrei linað mína verki.

Tómas Waagfjörð, 27.10.2010 kl. 15:25

15 identicon

Finnur minn, þú berð saman að afnema bann við fíkni-og vímuefnum saman við það að afnema allar reglur í umferðini.

Í umferðini ertu ekki bara að leggja SJÁLFAN þig í hættu ef þú ferð ekki eftir lögum heldur alla sem eru í umferðini með þér, þetta á ekki við um með fíkniefni.

Að Jóhannes Jónsson fái sér jónu stofnar engum í hættu nema honum sjálfum.

Þetta er svona aðal áherslumunur á þessum tveim viðlíkingum hjá þér.

Ég tek undir það með Gunnari að kannabis séu ekki heilsuvörur, en það sem er verið að benda á er að það er ekki eins skaðlegt og fólk hefur viljað halda fram hingað til.

Mjög fá vímuefni hafa verið rannsökuð jafn ítarlega og kannabisefni og er yfirleitt niðurstaðan sú að kannabisREYKUR sé skaðlegur, en það er hægt að neyta kannabis á margan annan hátt en að reykja það, þó svo að það sé útbreiddasta leiðin vegna þess hve fljót áhrifin koma eftir það.

Reykir þú kannabis finnur þá áhrif innan nokkra mínutna, borðar þú það getur það orðið allt að klukkutími eða meira.

Ég tel að fíkniefnalöggjöfin geri meira slæmt en gott og þá er ég ekki bara að tala um kannabis. við sköpum bara svartann markað sem þrýfst mjög vel og það er ekki tilviljun að aðal tekjulind glæapaklíkna séu vímuefni, þetta er bara spurning um eftirspurn, hún er alltaf til staðar og þessvegna er alltaf til framboð.

Við eigum frekar að horfast í augu við vandann en ekki reyna að sópa honum undir teppi, við höfum renyt það í 40 ár en samt heldur neyslan áfram að aukast.

Það þarf að reyna nýja hluti og það þarf opnari umræðu um ÖLL vímuefni.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 15:33

16 identicon

Þarf bara að sjá hvernig Mexico er þegar þessu war on drugs byrjuðu. Hægt er að nota grasið til að framleiða ódýrari pappír fyrir dagblöð og fyrir pípulagninga menn.

Í bandaríkjunum fá löggur prósentur fyrir handtökur og löggur og eiturlyfjabarónar græða á þessu banni.

Finnur fáfræði þín er með eindæmum.

Arnar (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:18

17 identicon

Ég hef horft á þónokkuð af heimildarmyndum um marijuana á netinu og það er bráðsniðugt. Í heimildarmyndinni Stoned in Suburbia, sem fjallar um eldri borgara í Bretlandi sem neyta kannabisefna að staðaldri, er tekin fyrir ein kona sem notar kannabis fyrst og fremst sem verkjalyf. Hún lætur það í litlu magni í allan mat sem hún borðar yfir daginn og fyrir vikið sleppur hún við að taka heilan helling af pillum.

 Ég heyrði sögu um daginn í Reykjavík af strák sem greindist með magakrabbamein. Á meðan hann var í lyfjameðferð við krabbameininu reykti hann gras á hverjum degi. Niðurstaðan var sú að krabbameinið læknaðist á mun skemmri tíma en læknar höfðu vonað og á meðan var hann með fulla matarlyst og átti ekki við svefnvandamál að stríða. 

Það væri Íslandi svo sannarlega í hag að lögleiða kannabisefni. Öll fíkniefni voru decriminalæsuð í Portúgal fyrir nokkrum árum og það sem hefur gerst í kjölfarið er að neysla harðra efna hefur minnkað gífurlega, AIDS-smitum hefur fækkað, en kannabisreykingar hafa stóraukist. Þetta hefur ekki verið umfjöllunarefni fjölmiðl.

 Kannabis er náttúrulegt efni og vinnur með líkamanum, þess vegna er líkaminn lengi að losa sig við efnið. Aðrir vímugjafar, t.d. áfengi og amfetamín, vinna gegn líkamanum og þess vegna reynir líkaminn að losa sig við þá. Ef maður er tekinn í þvagprufu allt að þremur vikum eftir að maður hefur reykt gras er maður lagalega séð "undir áhrifum fíkniefna" og þarf að borga gífurlega háa sekt og missir bílprófið í heilt ár. Það er s.s. jafnólöglegt að keyra undir áhrifum amfetamíns og að keyra daginn eftir að maður reykir gras. Það þýðir að á hverjum degi stundi þúsundir Íslendinga "hættulegan glæp".

Ganja er bara framtíðin. Fólk verður að sætta sig við það og hætta að böggast í öllum.

Gaur (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:24

18 identicon

Ísland mun vera eitt af allra síðustu löndunum til að lögleiða kannabisefni og stjórnast það af alveg yfirmáta heimskulegum skoðunum eins og þær sem að Finnur Hrafn hefur verið að bera á borð í þessari umræðu...

Það að setja samasem merki á milli þess að vera með hugsanlegt morðvopn á milli handanna sem að vegur meira en tonn, og það að klippa niður plöntu, kveikja í henni og anda að sér reyknum er svo mikill fávitaskapur að ég á varla til orð.

Svo virðist hann algjörlega horfa fram hjá því að fólk á Íslandi er núþegar að neyta efnanna, spurningin er bara hvort við viljum gera glæpamenn úr fólki sem er ekki að skaða neinn annan en sjálft sig? Eða eins og hann segir, hann sér engan mun á því að setja saman reglur um neyslu vímuefna og það að afnema reglur um akstur bíla.

M.ö.o. að setja upp regluverk í kringum vímuefni = að hafa ekkert regluverk í kringum akstur.

Klikkun.

Maynard (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:38

19 identicon

Dóttir mín lærði jurtalækningar í háskóla erlendis og lærði m.a. að þessi planta hefur a.m.k. 10 heilverkanir: Lystaleysi, andvökur, gigt, MS sjúkdóm, krabbamein, AIDS, astma, heilarýrnun og verkjum almennt! 

Í Kassel í þýskalandi fá MS sjúklingar að taka þátt í tilraunum með inntöku á hreinum graslaufum í hylkjum, í stað venjulegra MS lyfja og það gefur góða raun þar sem þessu fylgja engar aukaverkanir, engar sprautur. Fyrir þá sem hafa áhuga er þessi slóð ágæt.

http://en.wikipedia.org/wiki/Medical_cannabis#Alzheimer.27s_disease

anna (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 19:52

20 identicon

http://video.google.com/videoplay?docid=6108672696241807159#

Hér er fjallað með vísindalegum hætti um skaðsemi 20 fíkniefna sem gjarnan eru notuð í Bretlandi, afar athyglisverður þáttur.

Í mínum huga er sá einstaklingur sem heldur því fram að áfengi sé hættulausara en kannabisefni fáráðlingur.

Mér líst mjög vel á stefnu íslenska samfélagsins í þessum málum. Fólk virðist vera að vakna og sjá að lögleiðing kannabisefna er eitthvað sem vert er að skoða.

Bragi (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband