Hvern á að blekkja?

steingrimur-j-sigfusson-kann-ekki-ad-segja-satt_962997Heldur Steingrímur Joð virkilega að almenningur í landinu trúi honum, þegar hann segir að tafir á stóriðjuframkvæmdum á Suðurnesjum, "hafi ekkert með ríkið að gera"?

Að vísu hefur eitt stykki fjármálakreppa ekki liðkað fyrir, en það er þó annarskonar strik.

Í þrengingum og í áföllum virðast vinstrimenn og hugmyndafræði þeirra, eiga greiðari leið að almenningi. Ástæðan er sú að þeir hafa aldrei komist nálægt því að bera pólitíska ábyrgð þegar ástandið er "normalt" og hyllir jafnvel í góðæri. Við slíkar aðstæður hefur vinstrimönnum einfaldlega aldrei verið treyst af kjósendum. En svo þegar áföll dynja yfir, þá eru vinstrimenn auðvitað stikkfrí. Ekkert er þeim að kenna og þeir kunna að hamra á því í kosningabaráttum og fylgi þeirra ríkur upp. Það er í sjálfu sér ekkert skrítið við þetta.

Nýir kjósendur eru gjarnan markhópurinn við svona aðstæður en við bankahrunið mikla árið 2008 varð reiðin í þjóðfélaginu svo mikil að góðir og gegnir hægrimenn til margra ára, kusu annan hvorn vinstriflokkinn, í refsingarskyni við sinn flokk.

egheldegturfiadælaAuðvitað var það einhverskonar sjálfspíning hjá þessum mönnum að kjósa "vinstrið" yfir sig.

Líkt og heittrúaður lemur bak sitt til blóðs með svipu í refsingarskyni fyrir syndugar hugsanir, gengu þessir hægrimenn niðurlútir í kjörklefann með ásetning sinn.

Í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2003, héldu Steingrímur og Þurríður Bachman fund á Reyðarfirði. Þar sögðu þau kinnroðalaust framan í Reyðfirðinga, að ekki væri of seint að hætta við framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Þá voru liðin um tvö ár frá því framkvæmdir hófust og þegar hafði verið varið mörgum miljörðum í verkefnið.

Steigrímur og Þurríður vildu að við gerðum eitthvað annað. Errm


mbl.is Hefur ekkert með ríkið að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband