Ómar Ragnarsson er væntumþykjanleg manneskja en hann er "úti á túni" í umhverfisvernd.
Í október árið 2006 skrifaði ég grein í Morgunblaðið vegna fréttar um að Ómar væri "kominn út úr skápnum" varðandi skoðanir sínar í umhverfismálum. Ómar hafði verið gagnrýndur nokkuð harkalega (aðallega af Austfirðingum) fyrir að vera með áróður gegn framkvæmdunum við Kárahnjúka sem fréttamaður á RUV. Hlekkur á greinina fylgir með hér að neðan.
Á undanförnum árum hef ég átt ágætt skoðanaskipti við Ómar á blogginu hans. Hann hefur alla tíð neitað því að hafa verið með áróður gegn framkvæmdunum eystra þegar hann var fréttamaður og bendir á, því til staðfestingar, að hann hafi flutt álíka margar jákvæðar fréttir af málinu og neikvæðar.
Þetta er auðvitað rangt hjá Ómari, það vita flestir Austfirðingar sem drukku í sig allar fréttir af gangi mála á þessum árum. Í markaðsmálum er þekkt sú staðreynd að ef fyrirtæki fær eina neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum, þarf sjö jákvæðar fréttir til að jafna það út.
Ómar sagði í einni fréttinni að álverið við Reyðarfjörð myndi skapa tiltekinn fjölda af störfum, en sýndi svo í næstu frétt Dimmugljúfur í sinni hrikalegustu mynd (þann hluta sem ekki fór undir vatn) og talaði um eyðilegginguna sem framkvæmdunum fylgdu, og dramatísk tónlist var spiluð undir myndskeiðinu.
Var Ómar þar með búinn að jafna út umfjöllun sína? Nei, auðvitað ekki.
Það er leitt að vita af Ómari í fjárhagsvandræðum á gamals aldri og ég vona sannarlega að úr þessu rætist hjá honum. Ævistarf hans er ómetanlegt fyrir íslensku þjóðina og "Stikluþættir" hans eru mikil menningarverðmæti, ásamt mýmörgu öðru sem hann hefur afrekað. Umhverfisvernd er auðvitað meðal þess sem hann á heiður skilinn fyrir og sennilega eru ekki margir Íslendingar fróðari um landið okkar. Að mínu mati hefur hann þó misst fótanna í umhverfisverndinni, allt frá því að Karahnjúkaverkefnið fór af stað.
HÉR er greinin sem ég skrifaði árið 2006.
Orðlaus, hrærður og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 18.7.2010 (breytt 19.7.2010 kl. 01:51) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
Athugasemdir
Já, en ... stóra spurningin í málinu er:
Ertu búinn að gefa Ómari þúsundkallinn?
Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:45
Nei, en ég er að velta því fyrir mér.
Ég held að kallinn sé óreiðumaður í fjármálum. Held að honum veitti ekki af fjárhaldsmanni utanum þessi verkefni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2010 kl. 15:59
Nú? Jæja, þá hefur hann vonandi efni á að ráða einn núna
Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 16:24
Heheh... já, ´það er rétt
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2010 kl. 16:45
Ég held að þú ættir að hætta að fjalla um það sem þú hefur minna en ekkert vit á, þ.e náttúruvernd og fréttafluttning. Þú afhjúpar aftur og aftur hversu þröngsýnn þú ert og ílla upplýstur um íslenska náttúru. Það er svona fólk eins og þú sem hugsar einungis um eigin hag sem hafa/munu koma okkur á kaldan klaka. Kárahnjúkavirkjun skilur ansi lítið eftir sig hér á Austurlandi, nema ílla stödd eða gjaldþrota verktakafyrirtæki og handónýtan húsnæðismarkað. Fólksfjölgun er óveruleg og stefnir í sama farið og fyrir hryðjuverk.
HStef (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:35
"Kárahnjúkavirkjun skilur ansi lítið eftir sig hér á Austurlandi, ".
Það má skilja þig svo (nafnleysingi ) að þú búir hér á Austurlandi. Hvar býrð þú annars? Ef þú býrð í stærsta sveitarfélaginu, Fjarðabyggð, þá ertu meðal 3% íbúanna með þessar skoðanir. Erfitt er að átta sig á þessu fólki. Fólksfjölgunin í Fjarðabyggð síðan 2003 er um 20%. Ef við bara skoðum fjölgunina á Reyðarfirði, þá er hún um 85%.
-
Ef þú býrð í "jaðarbyggðum" Austurlands, s.s. sunnan Stöðvarfjarðar og norðan Mjóafjarðar, þá eru þessi svæði að mestu utan áhrifa álversins. Norðfjörður, sá mikli útgerðarbær, er einnig á jaðrinum þó vissulega vinni töluverður fjöldi Norðfirðinga í álverinu. En íbúar þessara jaðarbyggða urðu ekki fyrir neinum vonbrigðum með álverið, því þeir bjuggust einfaldlega ekki við neinu. Ekki bjuggust íbúar Stykkishólms við neinu af álverinu á Grundartanga, er það?
-
Egilsstaðir hafa notið góðs af álverinu og í raun meira en ég bjóst við í upphafi. En Egilsstaðir og Reyðarfjörður skera sig töluvert úr öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Þar var alltof mikið byggt af íbúðarhúsnæði. Það er sorglegt að þetta skyldi fara svona úr böndunum, eftirlitslaust, að því er virðist. En þetta gerðist líka á höfuðbörgarsvæðinu í miklum mæli og jafnvel á Akureyri.
Vonandi jafnar þessi markaður sig sem fyrst, það er öllum í hag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2010 kl. 15:30
Þess má geta að frá árinu 2003 hefur störfum í sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu, fækkað í Fjarðabyggð um nokkur hundruð. Þrátt fyrir þetta er svona mikil fjölgun í sveitarfélaginu. Lang minnsta atvinnuleysið á landinu er í Fjarðabyggð og á Mið-Austurlandi og hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, þá virðist álver Alcoa í Reyðarfirði vera miðpunktur atvinnuvelsældar á svæðinu. Þræðir viðskipta og verkefna liggja ótrúlega víða frá fyrirtækinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2010 kl. 15:39
Það sköpuðust 11 bein störf á Fljótsdalshéraði auk nokkurra tímabundinna. Þetta eru gríðalegar fórnir á náttúru Fljótsdalshéraði fyrir nánast ekki neitt. En þið sjáandi blindu virkjunarofstækifíklar sjáið það auðvitað ekki enda blindir á íslenska náttúru, það er augljóst og sorglegt. Mér finnst samfélagið , a.m.k hér á Héraði, hafa að mörgu leiti hnignað eftir þessi ösköp þó svo auðvitað megi tína eitt og annað smálegt sem hefur eflst. Ég horfi fyrst og fremst á þetta með náttúruna í huga ,enda verða einhverjir að stíga á bremsuna því hvar værum við stödd ef þínir líkir fengju ekki aðhald, nóg er nú samt.
HStef (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:30
Hvaða náttúru var fórnað á Fljótsdalshéraði?
Um 100 manns á Egilsstöðum hafa beina atvinnu af virkjuninni eða álverinu. Til samanburðar væri þetta hlutfall á höfuðborgarsvæðinu, um 10 þúsund manns.
-
Ég veit ekki í hvernig samfélagi þú lifir, en í mínu samfélagi er hagsæld mæld í atvinnuöryggi og almennri og góðri þjónustu við íbúana. Þessir þættir hafa elfst til muna á Mið-Austurlandi og mannlífið og menningin hefur blómstrar með.
-
Ef þú dregur nú hausinn út úr svartnættis og neikvæðniborunni þinni eitt augnablik og færð meðhöndlun við vistkvíða þínum, þá verðurðu e.t.v. var við hinar jákvæðu breytingar sem orðið hafa á búsetuskilyrði á M-Austurlandi sl. ár.
En ef þú gerir ekkert í þínum málum... tja... þá sendi ég þér mínar samúðarkveðjur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.7.2010 kl. 10:07
Hvaða náttúru ? Þetta segir allt um þig og þína líka, þvílík hræsni. Það var sökkt milli 40-50 ferkílómetrum af vel grónu landi og vatnabúskap tveggja stórra vatnsfalla raskað verulega ! Auk þess sem þó nokkuð land fór undir risa háspennulínur með miklu jarðraski. Þetta sannar kenningu mína um það að þið virkjunarofstækissinnar vitið harla lítið þegar ykkar hag sleppir. Og að skíta Ómar út fyrir að verja náttúruna kauplaust er ömulegt. Hann er þó hugsjónamaður, það ert þú ekki. Ómar keyrir um á 20-30 ára bílum, sefur í þeim og étur dósamat þegar hann safnaði myndefni af þessum hryllingiog hefur hugsjónir. Þínir líkir hafa einungis eina "hugsjón": Að skara eld af eigin köku ! Ég þarf enga samúð, allar síst frá ofstækismönnum eins og þér !
HSteF (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 10:41
Það er nú langt seilst af Héraðsmönnum, en þeim kannski líkt, að telja Kárahnjúka til Fljótsdalshérðs.
Hálslón er 57 ferkílómetrar og efsti hluti þess fer yfir neðsta hluta Kringilsárrana, en þar var mesta gróðurþekjan.
-
Það er sjálfsagt smekksatriði, hvað telst til mikilla eða lítilla fórna í náttúrunni, þegar velferð mannsskepnunnar er annars vegar. En ég frábið mér að "vistkvíðasjúklingar" fái að ráða för í "opinberri" náttúruvernd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2010 kl. 15:56
Kárahnjúkar ERU innan marka Fljótsdalshéraðs, ansi ertu ílla upplýstur á mörgum sviðum ! Brú á Jökuldal á m.a land þarna og Valþjófsstaður. Hélstu kannski að þeir væru innan "lögsögu Landsvirkjunar" ? Vesturöræfin voru nánast öll vel gróin, en það viljið þið ofstækisöfgamennirnir alls ekki heyra. Komst þú inn á Vestur Öræfi áður en þeim var sökkt ? Eða etv "sástu" allt frá "útsýnispalli" Landsvirkjunar ?
HStef (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:35
Gaman af þessum vangaveltum Ómar, en hann er mikill snillingur það er óumdeilt. Það mér töluvert á óvart þegar ég og fleiri aðstoðuðum hann við að sækja "Rósu" inn á (eða undir) Hálslón, hvað kallin var kátur og skemmtilegur og talað jú að vísu eitthvað um það hvaða skemmdir þar væru en hann vildi ekki dvelja mikið við það hann vildi eiginleg frekar gera sem best úr þessu úr því sem komið var. Áðdánarvert fannst mér það, en það er meira en HStef getur sagt, að dvelja við það sem er orðið í stað þess að líta fram á veginn.
Það sem mest hefur farið í taugarnar á mér í allri umræðunni í aðdraganda álvers eru rangfærslur og lygar beggja megin borðs, bæði virkjanasinna og þúfnavina.
Því hefur verið haldið fram að allt land sem fór undir vatn væri vel gróið, og því hefur líka verið haldið fram að það væri allt örfoka melar, en sannleikurinn er þarna mitt á milli.
Ég hef ferðast um þetta svæði fyrir og eftir virkjun, og það er eftirsjá í sumu sem þarna var, en ekki mörgu, ég held að ég muni sakna Lindarkofa mest, þó svo að hann hafi nú ekki merkilegur verið sá gamli Rarik skúr.
En Ómar á heiður skilinn fyrir marga hluti, en ég mun ekki senda honum þúsundkall, en ef honum vantar aðstoð af einhverju tagi hér við sína iðju þá skal ég glaður aðstoða hann eins og við félagar í Ársól gerðum hér um árið: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/284859/
Og myndir má finna hér: http://picasaweb.google.com/Asbyrgi/BjRgunHLslNi#
Eiður Ragnarsson, 30.7.2010 kl. 01:26
Ég hef ferðast um Reyðarfjörð fyrir og eftir virkjun og það er eftirsjá í sumu sem þarna var , en ekki mörgu, ég held að ég sakni síst Reyðfirðinganna sem biðu eftir álveri í eigin ræfildómi fullir af heift út í íslenska náttúru...
HStef (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:59
Þú hlýtur að vera krakkabjáni. Haltu þig fjarri þessari síðu.
Mér leiðist svona vitleysingar eins og þú.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 14:32
Þú ert ekta virkjunarsinni, vilt einhliða umræðu ,aðeins ykkar hlið og þeir sem eru annara skoðunar eru neikvæir nöldurseggir og svona vitleysingjar ! Þetta minnir á þá sem vildu ekki heyra gagnrýni á ruglið hér fyrir hrun, stimpluðu alla gagnrýni sem neikvæðni og nöldur. Og hvernig fór ? Mér lieðist svona sjáandi blint fólk eins og þú virðist vera.
HStef (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.