Sömu úrslit og í Frakklandi ´89

Til hamingju ísland!!!!

Þetta eru sömu úrslit og í úrslitaleiknum í B-keppninni í Frakklandi árið 1989 á móti Pólverjum.

Þetta var óþægilega spennandi í seinni hálfleik en strákarnir stóðust þolraunina á lokasprettinum. Hreiðar markvörður átti frábæra innkomu á lokakaflanum en sömu sögu má segja um Smal í marki Póllands allan seinni hálfleikinn.

Mér fannst hann verja allt niðri og svo virðist sem leikmenn átti sig ekki á þessu í hita leiksins. Nú er það HM í Svíþjóð á næsta ári og ég vona að keppnin fari fram í Stokkhólmi en þar á ég vísa gistingu hjá systir minni. Þangað stefni ég á að fara að ári.


mbl.is Ísland landaði bronsinu í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Það verður haldið í Gautaborg, Skövde,Malmö og einhver annar bær en ekki í Stockhólmi.

Sævar Guðbjörnsson, 31.1.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helv....

Verður úrslitaleikurinn ekki í Globen í Stokkhólmi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband