Frábær úrslit.... fyrir tónleikana

Þorsteinn Helgi Árbjörnsson, tenórsöngvari, heldur tónleika í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á morgun kl. 16.00. Ég syng með karlakórnum Glað á Eskifirði, tvö lög á tónleikunum og okkur nokkrum úr kórnum fannst tímasetningin á tónleikunum vægast sagt óheppileg, m.t.t. þess að Ísland spilaði úrslitaleikinn á morgun. Tónleikarnir hafa auðvitað verið planaðir með löngum fyrirvara og auglýstir á þessum tíma, svo vonlaust er að breyta því.

En nú getum við andað léttar Blush... Ísland spilar ekki til úrslita.

Þorsteinn Helgi er 28 ára gamall Eskfirðingur og hefur stundað söngnám í Bandaríkjunum undanfarin ár. Ég heyrði fyrst í pilti þegar hann var 18 ára gamall og heyrði strax að þarna var miikið efni á ferðinni. Þegar hann söng með okkur á einni æfingunni um daginn, þá sá ég að hann er ekkert efnilegur. Hann er stórgóður.

Ég hvet alla til að koma á tónleikana og hlusta á frábæran tenór. Fleiri listamenn koma einnig við sögu . Þetta verður pottþétt skemmtun og vel við hæfi að ná sér aðeins niður, eftir að bronsið er komið í höfn, í borg borganna á tónlistarsviðinu, Vínarborg, en yfirskrift tónleikanna er einmitt: "Frá Vínarborg til Broadway".

þorsteinnH

 


mbl.is Átta marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband