Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Jarðgangnagerð á landsbyggðinni eru brýn heilbrigðismál. Sumstaðar eru samgöngur með þeim hætti á veturna að ekki er hægt að flytja sjúklinga undir læknishendur eða koma læknum til meiddra og veikra.
Nú, þegar gatið er komið undir Oddskarð, er þegar búið að hleypa sjúkrabílum í gegn vegna ófærðar í Skarðinu, til sjúkrahússins á Neskaupstað í nokkur skipti. Göngin verða þó ekki opnuð fyrir almenna umferð fyrr en haustið 2017.
Ps. auk þess þurfti sjúkrabíll að komast frá sjúkrahúsinu á Neskaupstað um daginn og fór þá í gegnum göngin, til að aka til Breiðdalsvíkur með fárveikan hvítvoðung til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem gat ekki lent á Neskaupstað. Sú björgun tókst giftusamlega, þökk sé boraða gatinu.
Á að bora göt eða hlúa að fólki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 25.1.2016 (breytt kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Breski læknirinn segir að skapahár hafi hlutverk. Væri ekki réttara að segja að þau höfðu hlutverk, áður en hreinlæti varð almennt meðal manna og áður en fólk klæddist hreinum nærfatnaði?
Hár undir höndum, á fótlegggjum... bringu, hafði eflaust einhvern tíma hlutverk.
Mjög varasamt að fjarlægja skapahárin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 9.8.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fáir reykja inni hjá sér á Íslandi í dag. Þeir sem búa í fjölbýlishúsum fara því út á svalir ef þeir reykja. Reykurinn sogast inn um opna glugga í næstu íbúðum og veldur ama og óþægindum.
Ég bý á neðstu hæð í blokk og þarf að loka öllum gluggum þegar íbúarnir fyrir ofan mig reykja á svölunum, þ.e.a.s. þegar veðrið er stillt.
Reykingar á svölum brot á reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 21.3.2012 (breytt kl. 15:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hafna áformum um sjúkrahúslokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 9.1.2012 (breytt kl. 13:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er auðvitað varla gerandi grín að þessu... og þó
Leyfi til rannsókna afturkallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 8.12.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arðsemi er töfrahugtak nútímans. Allt þarf að skila arði og sumir eru með hundraðshlutfallið á hreinu.... tíu er oft sagt "ásættanlegt"
Það er vel hægt að reikna út arðsemina í beinhörðum peningum, af því að halda fársjúkum alkóhólistum frá neyslu. Hinn mannlegi harmleikur sem hægt er að losna undan, verður þó seint hægt að reikna til króna og aura. Hugsum til barnanna og annarra aðstandenda hinna veiku.
Allir eiga vin eða ættingja sem eiga við áfengis eða fíkniefnavanda að eiga. Sýnið þeim vinarþel og látið fé af hendi rakna til styrktar SÁÁ. Þeim peningum er vel varið.
SÁÁ leitar eftir aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 5.12.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nokkrar byggingar voru bleikar að venju á Reyðarfirði þetta haustið. Hér er það Reyðarfjarðarkirkja sem nýlega varð 100 ára.
Alcoa Fjarðaál hefur stutt Bleika borðann undanfarin ár.
Upphafskona Bleika borðans látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 13.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er hugsanlegt að fordómar gagnvart lyfjum sem misnotuð eru af fíklum, fái lítinn séns í læknisfræðilegum tilgangi. Amfetamín er ágætis lyf, sömuleiðis rítalín, en þau eru misnotuð með skelfilegum afleiðingum.
Nú halda menn að hugsanlega séu not fyrir e-töflur.
Lyfjaiðnaðurinn hefur ljótt orð á sér og hann stendur straum af kostnaði við ýmsar "rannsóknir".
Hverju á maður að trúa?
Vissuð þið að LSD- "fíklar" eru ekki til?
E-tafla gegn áfallastreitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 30.9.2011 (breytt kl. 17:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Maður slasaðis mjög alvarlega í vélsleðaslysi í Reyðarfirði á laugardaginn, sjá hér
Um tvo klukkutíma tók að koma manninum í sjúkrabíl og tæpan klukkutíma í viðbót að koma honum í heilsugæsluna á Egilsstöðum. Ljóst var strax að manninn þyrfti að flytja suður til Reykjavíkur í aðgerð, því annars hefði ekki verið farið með hann til Egilsstaða, heldur á fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði.
Maður spyr sig; afhverju var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki kölluð út til að sækja mannin á slysstað?
Þyrlan er kölluð út til þess að ná í mann í nágrenni Reykjavíkur, vegna hugsanlegs fótbrots! Hvað er eiginlega í gangi?
Fluttur með þyrlu á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 25.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sjómenn sitja ekki við sama borð og aðrir landsmenn, varðandi heilbrigðisþjónustu. Þú "skreppur" ekki til læknis, þegar þú kennir þér meins.
Það var "ræs" á togara fyrir nokkrum árum síðan. Háseti á rúmlega miðjum aldri, sagði við þann sem ræsti: "Ég held að ég treysti mér ekki á vakt... ég er með svo mikinn sting fyrir brjóstinu".
Sá sem ræsti, fór með þau skilaboð til skipstjórans. Skipstjórinn kom niður til hásetans með hraði og sagði þrumandi röddu, inn um klefadyrnar: "Það er ræs!".
"En ég er með svo mikinn sting fyrir brjósti", sagði hásetinn.
"Sting! ...Já!... það vantar einmitt mann með sting úti á dekki!", sagði skiptsjórinn.
Hásetinn fór út á dekk... fékk hjartaáfall og dó.
Þyrla sótti hjartveikan mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | 6.2.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 946213
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Herratíska : BOSS í sumarið 2025
- Inga Sæland – spilling frá a til ö
- Ísland þarf leiðtoga eins og Donald Trump
- Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
- Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
- Efast um SA og samningamarkmið
- Mjakast þótt hægt fari
- Framhald á því sem ekki er?
- Stunguskófluslektið komið á kreik
- Bæn dagsins...