Færsluflokkur: Íþróttir
Ekki er fagmennskunni fyrir að fara hjá Arnari Björnssyni í því að setja Eið á toppinn í þessu vali. Zladdi er auðvitað langbestur á Norðurlöndum í dag.
Hér er Zladdi ásamt eiginkonu sinni Helenu Zeger, sem er 10 árum eldri en hann. Hún hefur gráðu í hagfræði og starfaði sem markaðsfræðingur áður en hún giftist knattspyrnumanninum.
Zlatan sá besti á Norðurlöndum - Eiður Smári í 7. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 8.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég bloggaði um erfiða stöðu og meinta óráðsíu í rekstri Golfklúbbs Eskifjarðar, fyrir um 4 mánuðum síðan. Sjá HÉR
Samkvæmt mínum heimildum er brotalöm á bókhaldi klúbbsins og spurning hvort rannsókn fari fram á rekstrinum á næstunni.
Kylfingar á nýrri kennitölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef áhuga á flestum íþróttum en ekki bílaíþróttum. Íslensk torfærukeppni kemst þó næst því að vekja áhuga minn.
Formúla 1 er sjónvarpsefni sem ég eyði ekki tíma mínum í og á reyndar erfitt með að skilja áhuga fólks á að sjá pínulitla frethólka keyra hring eftir hring. Ég get alveg eins horft á flugu fljúga í kring um ljósaperu. Meira að segja hljóðið er það sama.
Hamilton öruggur eftir að keppinautar voru víttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 27.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað fara margir einstaklingar í svona ferð fyrir handboltafélag? U.þ.b. 20 manns hefði ég haldið, 15 í leikmannahópi og svo þjálfari og aðstoðarfólk.
Hvað getur tveggja daga ferðalag til Slóvakíu kostað? Flug til Berlín fæst ódýrt í dag og þaðan er tiltölulega stutt rútuferð yfir til Slóvakíu. Flugfélögin hljóta að gefa 20 manna íþróttaliði einhvern hópafslátt. Semsagt, flug: 1.000.000., rúta: 100.000., og gisting í tvær nætur: 500.000. Samtals 1.600.000.
Síðan hljóta einhverjir áhorfendur að koma í Safamýrina á heimaleikinn, segjum 500 manns. Aðgangseyrir, veitinga- og mynjagripasala, samtals: 1.000.000. Auglýsinga og rekstrarkostnaður, samtals 600.000. Hagnaður 400. 000. Heildartap vegna verkefnisins er því 1.200.000. Endurskoðað af KPMG
Fram spilar leikina ytra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þó danska deildin sé þokkalega sterk, þá á Snorri Steinn heima í þeirri bestu.
Frábær leikstjórnandi þar á ferð og minnir á Magnus Anderson, hinn sænska... bara betri, fjölhæfari og sterkari.
Gott fyrir íslenska landsliðið í Austurríki á næsta ári.
Snorri Steinn til Rhein-Neckar Löwen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 4.9.2009 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppleggið í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var að liðið hefðu tapað öllum leikjunum á EM. Tónninn var afar neikvæður og fréttastofunni til skammar. Íslenskt lið í fyrsta sinn á stórmóti í fótbolta og þó liðið hafi tapað leikjum sínum, þá var það landi og þjóð til mikils sóma.
Vissulega náði liðið ekki að sýna sínar bestu hliðar, en með örlitla meiri reynslu í farteskinu hefði liðið farið í 8 liða úrslit. Ég er sannfærður um það.
SKAMM... Töð Stvö!
EM: Reynslunni ríkari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 31.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það var ekki að sjá á leik Fjarðabyggðar í dag að liðið vildi sigra í leiknum en Selfyssingar vildu það svo sannarlega.
Annars hefur þetta verið fínt tímabil hjá Fjarðabyggð því liðinu var spáð falli af þjálfurum liðanna í deildinni. Skoðanakönnun um möguleika liðsins á að komast upp sýnir að ekki voru margir sem höfðu trú á því.
Ég bendi á nýja könnun hér til hliðar.
Spurt var:
Selfoss fékk fín stig á Eskifirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 29.8.2009 (breytt 30.8.2009 kl. 00:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta tókst ekki í þetta sinn. Mér fannst liðið spila undir getu í báðum leikjunum, en svona er þetta stundum í boltanum. Stelpurnar okkar eiga samt fullt erindi í svona stórmót en sennilega hefur spennustig leikmanna truflað getuna. Baráttuna vantaði ekki, svo mikið er víst.
Hómfríður Magnúsdóttir og Ólína Viðarsdóttir voru bestu menn liðsins í þessum tveimur fyrstu leikjum. Þær voru ótrúlega mikið í boltanum eins og allir gátu séð í sjónvarpinu. Flottar stelpur.
EM: Við ætlum aftur á stórmót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 28.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ah... ég meina sko... dansleikjum
En ég er alveg sammála stelpunum, þessi dómari var slakur og öll vafaatrið féllu Frökkum í vil. En við hengjum ekki haus yfir þessu. Þessi leikur er búinn og nú eru það Nojarararnir.
Áfram stelpur!
EM: Ég vil dómara með typpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 26.8.2009 (breytt kl. 08:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ætli það sé ekki heimsmet að 1.100 manna þorp eigi þrjá verðlaunahafa á heimsmeistaramóti í íþróttum?
Verðlaunahafarnir reyðfirsku í heimsmeistaramótinu í glímu eru:
- -100 kg. flokkur: Hjalti Þórarinn Ásmundsson, bronsverðlaun
- -90 kg. flokkur: Magnús Karl Ásmundsson, bronsverðlaun
- -81 kg. flokkur: Snær Seljan Þóroddsson, silfurverðlaun.
Þess má geta að Snær Seljan Þóroddsson er handhafi svarta beltisins í karate en því náði hann á undraskömmum tíma þegar hann dvaldi í Japan í nokkra mánuði fyrir fáeinum árum síðan.
Þann 12. ágúst 2008 var annað heimsmeistaramót í glímu. Á heimasíðu
Ungmennafélagsins Vals á Reyðarfirði má lesa eftirfarandi:
Nú í morgun 12 ágúst komu okkar sigursælu glímumenn frá Val heim á Reyðarfjörð þar sem þau tóku þátt í heimsmeistaramóti í glímu um síðustu helgi.
Það er ekki ofsögum sagt að okkar fólk stóð sig með miklum sóma í danaveldi og kom heim með eftirtalin verðlaun:
Snær Seljan Þóroddsson Heimsmeistari.
Sindri Freyr Jónsson Silfurhafi.
Guðrún Heiður Skúladóttir Silfurhafi.
Laufey Frímannsdóttir Bronshafi.
Heimsmeistaramót í hryggspennu.
Laufey Frímannsdóttir Silfurhafi.
Guðrún Heiður Skúladóttir 4.sæti.
Snær Seljan Þóroddsson Bronshafi.
Skandinavian open í Belt-Wresting.
Laufey Frímannsdóttir Gullhafi.
Guðrún Heiður Skúladóttir Silfurhafi.
Íslendingar sigursælir á HM í glímu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 23.8.2009 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
- Pólitískt mjög dýr fórnarkostnaður Framsóknar við borgarstjórastól Einars
- Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
- Er verið að eyðileggja borgina?