Neikvæður fréttaflutningur á Stöð2

Uppleggið í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var að liðið hefðu tapað öllum leikjunum á EM. Tónninn var afar neikvæður og fréttastofunni til skammar. Íslenskt lið í fyrsta sinn á stórmóti í fótbolta og þó liðið hafi tapað leikjum sínum, þá var það landi og þjóð til mikils sóma.

Vissulega náði liðið ekki að sýna sínar bestu hliðar, en með örlitla meiri reynslu í farteskinu hefði liðið farið í 8 liða úrslit. Ég er sannfærður um það.

SKAMM... Töð Stvö! Angry


mbl.is EM: Reynslunni ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ómögulega gert að því að mér finnst árangur stelpnanna alveg stórkostlegur, við verðum, eins og þú bendir á, að gera okkur grein fyrir að þetta er FYRSTA stórmótið sem þær fara á og alveg örugglega ekki það síðasta og þær hafa sko sýnt það að þær eru "WINNERAR" (fyrirgefðu, þetta er ljót "sletta" en ég fann ekki annað).

Jóhann Elíasson, 31.8.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Jóhann

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 18:06

3 identicon

Þær komust lengra en karlarnir hafa nokkru sinni komist. Aðeins það gerir þær að sigurvegurum.  Þær eru með stórum , undirstrikuðum og feitlletruðum stöfum, SIGURVEGARAR!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband