Færsluflokkur: Umhverfismál
Segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hvað skyldi hún eiga við með þessu? Vill hún auka völd t.d. ráðherra í málefnum er varða nýtingu náttúruauðlinda. Vill hún að valdið liggi hjá henni?
En svo segir hún að hún vilja hafa samráð við hugsanlega hagsmunaaðila og aðila sem "hafa sýn" á þennan málaflokk. Hvað skyldi hún eiga við með því?
Venjulega eru bara tvær andstæðar skoðanir sem komast í almenna umræðu í þjóðfélaginu; þeir sem vilja vernda náttúruna og þeir sem vilja nýta hana. Þeir sem vilja nýta hana hafa yfirleitt einn málsvara á opinberum vettvangi, en þeir sem vilja vernda hana eru óteljandi samtök, oftar en ekki afar fámenn en jafnframt mjög hávær og spara ekki gífuryrðin, ýkjurnar og bullið og þeirra helsti frasi er að "náttúran eigi að njóta vafans". Þessi frasi á víst að milda eitthvað ásjónu fullyrðinganna og bullsins sem frá þessu fólki kemur.
Og svo ætlar umhverisráðherra, í krafti valds síns að hlusta á þá sem "hafa sýn" á málið.
Guð blessi Ísland
![]() |
Lög um náttúruvernd endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 16.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Einhversstaðar las ég en man ekki hvar, að þó jöklar hyrfu að mestu í Himalaya, þá væri fjarri því að ár þornuðu upp, nema það hætti jafnfram að rigna/snjóa í fjöllunum. Hafa komið fram vísindalegar sannanir fyrir því að það muni gerast?
Þeir sem ala á heimsendaspádómum varðandi hnattræna hlýnun, tala um ofsaflóð, brakandi þurrka, fellibylji og hækkandi sjávarstöðu og allt fari á versta veg ef ekki verða settir skattar og aðrar hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda. Sumir segja: "Ok, kannski gerist þetta ekki, en viltu taka sénsinn?"
Mengun er vandamál, fæstir neita því og ýkjuáróður um loftslagsmál flýtir eflaust fyrir tækniþróun varðandi mengunarvarnir. Það er þó jákvætt.
Loftmengun í Peking.
![]() |
Segir hlýnun ekki ástæðu þess að jöklar hopi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 10.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sumir segja að "sérfræðingar" úr öllum geirum séu hættulegir.
Ég tek ekki afstöðu til þessarar vegagerðar í gegnum Teigsskóg, vegna þess að ég þekki ekkert til þarna. En þegar ég sé talað um að fuglalíf sé í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, fæ ég kjánahroll og það rifjast upp fyrir mér fjórar ástæður fyrir því.
- Fuglaífið á Tjörninni í Reykjavík átti að vera í hættu vegna byggingar Ráðhúss Reykjavíkur.
- Vegurinn yfir Gilsfjörð átti að ógna fuglalífi í firðinum og ekki nóg með það, heldur minnka alla lífsflóruna frá fjöru til fjalla.
- Fuglalíf í Héraðsflóa og uppsveitum Héraðs var ógnað með Kárahnjúkaverkefninu. Lóu og spóastofninn á stærstu varpstöðvar veraldar á Íslandi og því væri þetta alþjóðlegt áhyggjuefni. Sömuleiðis höfðu "sérfæðingarnir" áhyggjur af grágæsastofninum á Fljótsdalsheiði og einnig hreindýrunum.
- Höfðabakkabrúin yfir Elliðaárdal átti að skaða lífríkið í dalnum og útivistargildi hans.
Það er hægt að benda á fleiri dæmi. Mig minnir að byggingu Norræna hússins í Vatnsmýrinni hafi verið mótmælt á sínum tíma af sömu ástæðu. "Mesta útivistarperla" í nágrenni Reykjavíkur, Hvalfjörðurinn, var allur í hættu vegna Grundartangaverksmiðjunnar, o.fl o.fl.
Merkilegt hvað "mest, best, einstakt og ómetanlegt", er út um allar koppagrundir
Ég þarf vart að taka fram að þessar áhyggjur sérfræðinganna reyndust ekki á rökum reistar. Fugla og dýralíf er vaktað eftir framkvæmdir á öllum þessum stöðum og varðandi Gilsfjörð kom í ljós að fuglalíf jókst í firðinum eftir framkvæmdir. Skilyrði fyrir fjörugróður og smádýralíf batnaði nefnilega til muna eftir vegagerðina, þvert ofan í álit og spár fugla og náttúrufræðinga.
Vegurinn yfir Gilsfjörð lokaði fyrir hann, en litla brúin sér til þess að áfram gætir flóðs og fjöru. Mikill straumur er undir brúnni. (Spurning að virkj´ann )
![]() |
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 23.10.2009 (breytt kl. 02:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frekar rólegt hefur verið á Atlantshafinu og í Karabíska hafinu hvað fellibylji varðar þetta haustið. Af hálfu þeirra sem ofurtrú hafa á katastrófum varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum, hljóta þetta að vera ákveðin vonbrigði. Eins og margir muna sem horft hafa á bull-kvikmynd Al Gore, var lögð töluverð áhersla á aukningu fellibylja, hækkandi sjávarstöðu, flóð og þurrka... allt mjög myndrænt, enda fékk hann Óskarsverðlaun fyrir.
Eins og sést á þessari mynd sem sýnir veðrið í dag, 17. október, er frekar rólegt um að litast miðað við árstíma í meðalári. Fellibylurinn Rick í Kyrrahafinu sést þarna við suðurströnd Mexíkó. Fréttir af fellibyljum eru algengari Atlantshafsmegin.
Myndin er af: http://www.stormpulse.com/
![]() |
Fellibylurinn Rick styrkist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 17.10.2009 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það hefur lengi verið baráttumál vinstrimanna víða um heim að lækka kosningaaldur, jafnvel allt niður í 16 ára aldur. Eðlileg skýring er á þessu því yngra fólk er yfirleitt róttækara í skoðunum og það vill kúka á kerfið. En svo þroskast fólk og færist oft til hægri í skoðunum. Það er því augljóst hvað Svandís er að fara þegar hún gerir sér dælt við börnin. Þetta er svona "Power to the people" frasi og hann virkar ágætlega á ungviðið.
Þegar Willy Brandt, kanslari V-Þýskalands var eitt sinn "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á yngri árum, svaraði hann:
"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það enn þegar hann er fertugur, er heilalaus".
![]() |
Ungmenni til ráðgjafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 10.10.2009 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég horfði á Jóa Fel á Stöð 2 í gærkvöldi og nú var hvalur, nánar tiltekið hrefna viðfangsefnið. Ég fékk vatn í munninn, réttir sem ég ætla að prófa á næstunni.
![]() |
Hvalveiðum Íslendinga mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 2.10.2009 (breytt kl. 13:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Losunar og mengunarkvótar, sem sagt skattlagning, mun óhjákvæmilega hafa áhrif á vöruverð. Dettur einhverjum í hug að kostnaður við framleiðslu og þjónustu sé borgaður af einhverjum öðrum en neytendum?
Sjálfsagt sjá það einhverjir í hyllingum, að þegar hægt verður að skattpína stóru, ljótu, vondu verksmiðjurnar, þá verði peningunum varið úr sameiginlegum sjóðum okkar á göfugan hátt.
"Think again".
![]() |
Loftmengun minnkar í kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 22.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísbjörnum hefur ekki fækkað á þeim heimskautasvæðum þar sem mest hefur hlýnað, heldur þvert á móti, þar hefur þeim einmitt fjölgað. Um 1960 voru ísbirnir einungis um 5.000 á norðurslóðum en í dag eru þeir um 25.000. Um miðja öldina síðustu hafði þeim fækkað vegna ofveiði en undanfarin ár hefur heildarstofninn verið stöðugur.
Stöðugt heyrum við í fréttum að ísinn á Norðurpólnum sé að hverfa. Þetta er haft eftir "vísindamönnum". Þetta er einkennilegt í ljósi þess að ísinn hefur aukist jafnt og þétt um heil 20% síðan 2007, úr 4,2 milj. ferkm. í 5,2 milj. ferkm.
Með þessu áframhaldi verður öll jörðin þakin ís árið 2030. Oh My God!
Sjá HÉR
![]() |
Ísbirnir neyddir í megrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 8.9.2009 (breytt kl. 08:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Í Óskarsverðlaunamynd Al Gore, eru margar fullyrðingar sem ekki hafa staðist nánari skoðun. "Venjulegt" fólk, leikmenn, hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar; hvers vegna allar þessar ýkjur og rangfærslur? Hvað gengur manninum til? Og hvernig í ósköpunum er hægt að verðlauna "fræðslumynd" sem er svona uppfull af vitleysum?
Alls hafa 35 veigamiklar fullyrðingar í myndinni "The Inconvinient Truth", verið opinberaðar sem hrein fölsun eða í besta falli miklar ýkjur. Sjá HÉR
Ein fjölmargra fullyrðinga í myndinni er að fjöldi fellibylja sé að aukast og að þeir séu að verða æ öflugri með tilheyrandi tjóni. Þetta er rangt. Meira að segja leikmenn geta afsannað þessa fullyrðingu aðveldlega með því einfaldlega að skoða upplýsingar sem eru aðgengilegar á netinu, t.d. HÉR
Ef skoðaðir eru fellibyljir í karabíska hafinu s.l. 15 ár, kemur eftirfarandi í ljós:
- 2008: 8
- 2007: 5
- 2006: 6 Samtals: 36
- 2005: 10
- 2004: 7
- -------------
- 2003: 6
- 2002: 4
- 2001: 9 Samtals: 35
- 2000: 8
- 1999: 8
- -------------
- 1998: 10
- 1997: 3
- 1996: 9 Samtals: 36
- 1995: 11
- 1994: 3
Meðaltal þessara 15 ára er 7,1, en síðustu 3gja ára 6,3. Útlit er fyrir enn færri á þessu ári að mati Alþjóða fellibyljamiðstöðvarinnar í Miami, Florida og NOAA
Um það er ekki deilt að hnattræn hlýnun hefur átt sér stað og samhengi er á milli þess og fjölda fellibylja. En ekki er að sjá að á þessu tímabili sé um fjölgun fellibylja sé að ræða. Töluverðar sveiflur er í tíðni fellibyljana og árunum 1970- 1990 voru þeir færri, en á árunum 1965-1969 voru þeir 34, eða svipað og á tímabilunum í töflunni hér að ofan. Fyrirbærin "El Nino" og La Nina" í kyrrahafi, hafa sennilega áhrif á þetta.
![]() |
Jimena sækir í sig veðrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 30.8.2009 (breytt kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Allir vita að ær og kýr vinstrimanna er skattlagning af öllu tagi. Með hræðsluáróðri um hnattræna hlýnun af mannavöldum, sér skattfólkið sér leik á borði að leggja aukaálögur á fyrirtæki, til þess að geta útdeilt auðnum.
http://scienceandpublicpolicy.org/videos/climate_changes_trailer.html skoðið þetta.
![]() |
Ríkisstjórnin móti loftslagsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 29.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946852
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er á enda
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum